merki sameinaðs sveitarfélags

45. fundur skipulagsnefndar

45. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Hlíðavegi 6,

þriðjudaginn 19. apríl 2022, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir, Pétur Snæbjörnsson, Birgir Steingrímsson, Margrét Halla Lúðvíksdóttir, Agnes Einarsdóttir, Atli Steinn Sveinbjörnsson, Helga Sveinbjörnsdóttir og Helgi Héðinsson.

Fundargerð ritaði:  Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1.  Efnistaka í Garði – Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 – 2202014
Tekin fyrir að nýju skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 sem felur í sér afmörkun á efnistökusvæði við skilgreint athafnasvæði að Garði. Skipulags- og matslýsingin var kynnt með athugasemdafresti frá og með 28. febrúar til og með 21. mars 2022. Athugasemdir bárust frá Landgræðslunni, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun og Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að koma athugasemdum til skipulagsráðgjafa og að vinna verði hafin við mótun vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023.
Samþykkt
 
2.  Deiliskipulag Bjarkar – 2009026
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi Bjarkar frá Teiknistofu Arkitekta. Tillagan var áður auglýst með athugasemdafresti frá 3. desember 2021 til og með föstudeginum 14. janúar 2022 og var afgreidd til sveitarstjórnar á fundi nefndarinnar þann 15. febrúar 2022. Á fundi sveitarstjórnar þann 7. apríl 2022 var samþykkt að að fela skipulagsfulltrúa að sjá um breytingar á uppdrætti og greinargerð í samræmi við umsagnir og umræður á fundinum. Nú liggur fyrir uppfærð tillaga að staðsetningu byggingarreits B1.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við sveitarstjórn að staðsetning byggingarreits B1 samkvæmt uppfærðum uppdrætti í deiliskipulagi Bjarkar dags. 12. apríl 2022 verði samþykkt. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um gildistöku tillögunnar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Agnes greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Samþykkt
 
3.  Fyrirspurn um framkvæmdaleyfisskyldu veglagningar – 2204009
Tekið fyrir erindi dags. 12. apríl 2022 frá Alfreð Hjaltasyni f.h. Skútustaðahrepps vegna veglagningar frá Þeistareykjavegi að Svartvatnstanki. Vegurinn er um 500 m langur og er ætlaður til flutnings svartvatns og þarf að vera akfær allan ársins hring. Meðfylgjandi erindinu er áætluð veglína og hönnun.
Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin muni hafa óveruleg áhrif á umhverfið og ásýnd þess. Nefndin hefur litið til laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og telur framkvæmdina óháða þeim atriðum sem taldir eru upp í 1. viðauka laganna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að veita heimild til framkvæmda án útgáfu framkvæmdaleyfis.
Samþykkt
 
4.  Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 – 2204008
Tekin fyrir beiðni dags. 12. apríl 2022 frá Ólöfu Þ Hallgrímsdóttur um breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 sem felur í sér að landnotkun frístundabyggðar 332-F innan Voga 1 sé breytt í íbúðarbyggð. Sömuleiðis er óskað eftir heimild til að breyta deiliskipulagi Voga 1.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna verði hafin við breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 um að breyta skilgreindri landnotkun frístundabyggðar í íbúðarbyggð. Sömuleiðis leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að landeigenda verði heimilað að vinna að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 í samræmi við 2. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
 
5.  Umsókn um framkvæmdaleyfi við Hverfjall – 2204012
Tekin fyrir umsókn dags. 13. apríl 2022 frá Ólöfu Þ. Hallgrímsdóttur um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu kaldavatnslagnar frá borholu við Hverfjall að salernishúsum við Hverfjall. Framkvæmdin hefur áður verið kynnt Skipulagsstofnun og í svari stofnunarinnar frá 28. september 2021 kemur fram að framkvæmdin sé ekki háð lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Afgreiðslu erindisins er frestað til næsta fundar.
Frestað
 
6.  Beiðni um umsögn við svæðisskipulag Austurlands – 2204013
Tekið fyrir erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við tillögu að svæðisskipulagi Austurlands og umhverfismatsskýrslu. Kynningin er á grundvelli 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 22. apríl 2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að svæðisskipulagi Austurlands.
Samþykkt
 
7.  Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa – 1702022
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.
 

Fundi slitið kl. 14:43.

Scroll to Top