merki sameinaðs sveitarfélags

42. fundur skipulagsnefndar

42. fundur Skipulagsnefndar haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,

 þriðjudaginn 18. janúar 2022, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir, Arnþrúður Dagsdóttir, Birgir Steingrímsson, Margrét Halla Lúðvíksdóttir, Atli Steinn Sveinbjörnsson, Helga Sveinbjörnsdóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1.  Kynning á vinnslutillögu að nýju Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2019-2031 – 2112011
Tekin fyrir vinnslutillaga að nýju Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2019-2031. Vinnslugögnin samanstanda af greinargerð og umhverfismatsskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti og þéttbýlisuppdrætti. Umsagnafrestur er til 5. janúar 2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við vinnslutillögu að nýju Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2019-2031.
Samþykkt
 
2.  Endurskoðun aðalskipulags – 1806007
Teknar fyrir tillögur um áform í nýtt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Vinna er í gangi við að móta vinnslutillögu sem áformað er að kynna íbúum og hagsmunaaðilum fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí.
Lagt fram
 
3.  Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa – 1702022
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.
Scroll to Top