41. fundur skipulagsnefndar haldinn í fjarfundi,
þriðjudaginn 14. desember 2021, kl. 13:00.
Fundinn sátu:
Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
Baldursheimur 2 – stofnun lóðar – 2111016
Endurskoðun aðalskipulags – 1806007
1. | Baldursheimur 2 – stofnun lóðar – 2111016 | |
Agnes Einarsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. Tekin fyrir umsókn frá Ásgeiri Baldurssyni dags. 8. nóvember 2021 um stofnun lóðarinnar Baldursheimur 2B. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lóðastofnunin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll tilskilin gögn hafa borist. | ||
Samþykkt | ||
2. | Endurskoðun aðalskipulags – 1806007 | |
Áform um efnistöku í endurskoðuðu aðalskipulagi Skútustaðahrepps lögð fram. | ||
Lagt fram | ||
3. | Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa – 1702022 | |
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu. | ||
Fundi slitið kl. 13:45.