merki sameinaðs sveitarfélags

35. fundur velferðar- og menningarmálanefndar

3. maí 2022

Fundinn sátu:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Dagbjört Bjarnadóttir í fjarfundarbúnaði, Kristinn Björn Haraldsson, Jóhanna Njálsdóttir, Ólafur Þ. Stefánsson, Jóhanna Jóhannesdóttir, Alma Dröfn Benediktsdóttir.

Fundargerð ritaði: Alma Benediktsdóttir, verkefnastjóri

Dagskrá:

1.  Menningarverðlaun – 2004001
Í samræmi við reglur um menningarverðlaun sveitarfélagsins og fjárhagsáætlun 2021 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir tilnefningum til menningarverðlauna 2021. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum, hópi eða félagasamtökum. Tilnefningar bárust en velferðar- og menningarmálanefnd velur hver hlýtur menningarverðlaun eða viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf með hliðsjón af tilnefningum og ábendingum, en er þó ekki bundin af því. Handhafi menningarverðlauna fær styrk frá sveitarfélaginu samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs.
Engin tilnefning barst til menningarverðlauna árið 2022.
Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til að úthlutunarupphæðin færist yfir í seinni úthlutun menningarstyrkja 2022.
Lagt fram
 
2.  Vinnuskóli – 2005002
Til stóð að bjóða uppá vinnuskóla í sumar líkt og í fyrra. Fyrirkomulagið verður með breyttu sniði í ár þar sem einungis bárust tvær umsóknir.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með að vinnuskóli verði starfræktur í sumar.
Lagt fram
 
3.  Skútustaðahreppur – Örnefnaskráning – 2001043
Formaður hefur verið í sambandi við Halldór Valdimarsson varðandi örnefnaskráningu í Skútustaðahreppi.
Ekki hefur fundist skráningarmaður í verkefnið. Formaður nefndar hefur sent fyrirspurn til Þekkingarnets Þingeyinga varðandi sumarstarf háskólanema.
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 16:00.

Scroll to Top