merki sameinaðs sveitarfélags

34. fundur velferðar- og menningarmálanefndar

5. apríl 2022

Fundinn sátu:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Kristinn Björn Haraldsson, Ásdís Illugadóttir, Ólafur Þ. Stefánsson á fjarfundarbúnaði,og Alma Dröfn Benediktsdóttir.

Fundargerð ritaði: Alma Benediktsdóttir, verkefnastjóri

Dagskrá:

1.  Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014
Mánaðarleg skýrsla frá fjölmenningarfulltrúa.
Lagt fram
 
2.  Velferðar- og menningarmálanefnd Styrkumsóknir fyrri úthlutun 2022 – 2203029
Lögð fram drög að auglýsingu fyrir fyrri úthlutun menningarstyrkja 2022: Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi auglýsir velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er fyrri úthlutun ársins 2022. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni. Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta: – Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi. – Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd. – Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð. Sótt skal um verkefnastyrki á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Skútustaðahrepps undir Forsíða – Eyðublöð – Styrkur til lista- og menningarstarfs. Umsóknarfrestur er til 3. apríl. Umsóknir skal senda á netfangið tillaga@skutustadahreppur.is. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2022.
Tvær umsóknir bárust: 1. Herdís Anna Jónasdóttir- sótt um 200.000.- kr. 2. Erla Dóra Vogler- sótt um 350.000.- kr.
Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn nr. 1 verði styrkt um 200.000.- kr og að umsókn nr. 2 verði styrkt um 350.000.- kr
Einnig leggur nefndin til að leiga á Skjólbrekku verði gjaldfrjáls fyrir þessa viðburði.
Samþykkt
 
3.  Skútustaðahreppur – Örnefnaskráning – 2001043
Formaður hefur verið í sambandi við Halldór Valdimarsson varðandi örnefnaskráningu í Skútustaðahreppi.
Formaður greindi frá því að breyting hefur verið á skráningarmanni verkefnisins, Sólrún Björg Bjarnadóttir stígur til hliðar og leitað er að eftirmanni. Staða verkefnis hjá heimildarmönnum er misjöfn, einhverjir hafa lokið heimildaöflun en aðrir skemur á veg komnir.
Lagt fram
 
4.  Mývetningur Ársskýrsla og ársreikningur – 2002032
Ársskýrsla og ársreikningur 2021 lögð fram.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með öflugt starf félagsins og hvetur það til að halda áfram á þessari braut.
Samþykkt
 
5.  Íþróttamiðstöðin – Opnunartími – 1912001
Lögð fram tillaga að opnunartíma Íþróttamiðstöðvar í sumar.
Mánudagar-fimmtudagar: 12:00-22:00
Föstudagar og laugardagar: 15:00-21:00
Sunnudagar: Lokað
Samþykkt
 
6.  Félagsstarf fullorðinna – 2203030
Skútustaðahreppur fékk tvo styrki frá Félagsmálaráðuneytinu, sem eingöngu eru ætlaðir til nota fyrir eldri Mývetninga. Skútustaðahreppur hefur verið í sambandi við þá sem sækja félagsstarf hjá hreppnum sem og félag eldri Mývetninga varðandi hvernig best væri að nota styrkina.
Nenfdin leggur til að íbúum Skútustaðahrepps 60 ára og eldri verði boðið á tónleikana Músík í Mývatnssveit. Um er að ræða tvenna tónleika á Skírdag og Föstudaginn langa. Einnig verður boðið uppá akstur fyrir þá sem vilja. Formanni falið að útfæra nánar.
Samþykkt
 
7.  Menningarverðlaun – 2004001
Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum fyrir Menningarverðlaun Skútustaðahrepps 2022: „Velferðar- og menningarmálanefnd auglýsir eftir tilnefningum og ábendingum vegna menningarverðlauna Skútustaðahrepps 2022. Einstaklingar, hópar eða félagasamtök geta hlotið nafnbótina og tilnefningu skal gjarnan fylgja stutt greinargerð um viðkomandi. Þar skal fara yfir starf, viðburði og/eða þátt viðkomandi í að auðga menningar- og félagslíf í sveitarfélaginu og vera öðrum fyrirmynd. Rétt til að tilnefna hafa öll félög og íbúar í Skútustaðahreppi. Reglur um menningarverðlaun má finna inni á heimasíðu Skútustaðahrepps (undir Stjórnsýsla > Reglugerðir, samþykktir og stefnur > Reglur um menningarverðlaun). Tilnefningar skal senda á netfangið tillaga@skutustadahreppur.is fyrir 1. maí n.k. Verðlaunin verða afhent á hátíðarhöldunum þann 17. júní n.k.
Samþykkt
 
8.  Ungmennaráð – Fundargerðir – 2001044
Lögð fram fundargerð frá 3 fundi ungmennaráðs dags. mars 2022. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Nefndin þakkar ungmennaráði fyrir vel unnin störf og góðar ábendingar.
Lagt fram
 
9.  Stýrihópur Hamingjunnar – Fundargerðir – 1911003
Lögð fram fundargerð 30. fundar stýrihóps hamingjunnar dags 14. mars 2022. Fundargerðin er í tveimur liðum.
 

Fundi slitið kl. 17:00.

Scroll to Top