merki sameinaðs sveitarfélags

34. fundur skóla- og félagsmálanefndar

27. apríl 2022

Fundinn sátu:
Alma Dröfn Benediktsdóttir, Arnar Halldórsson, Sylvía Ósk Sigurðardóttir, Linda Björk Árnadóttir.

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður

Dagskrá:

1.  Bókun stjórnar sambandsins um innleiðingu barnaverndarlaga – 2204002
Þann 13. júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér
grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Með
breytingunni voru barnaverndarnefndir lagðar niður í núverandi mynd og
meginábyrgð daglegrar þjónustu barnaverndar falin barnaverndarþjónustu. Þá
gera lögin ráð fyrir að settar verði á fót nýjar stjórnsýslunefndir, umdæmisráð
barnaverndar, sem fara með úrskurðarvald í ákveðnum barnaverndarnefndum á
vettvangi sveitarfélaganna.
Lagt fram
 
2.  Skólamál – 2203035
Verkefnastjóri fór yfir stöðu í skólamálálum og hvað er framundan.
 
3.  Menntamálastofnun – Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 – 1811020
Skólastjóri fór yfir stöðu umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar.
Ásgarður (áður Trappa) mun áfram hafa umsjón og eftirfylgni með umbótaráætlun.

Vinnan við ytra matið gengur eftir áætlun. Til stendur að leggja fyrir starfsmannakönnun um þekkingu á skólastarfinu og nemendakönnun til að fylgja eftir fyrri könnun um líðan og námsvitund á næstu dögum. Ráðgjafi frá Ásgarði kom í skólann og útskýrði innra mat og tilgang þess fyrir starfsfólki skólans.
Lagt fram
 
4.  Skóladagatal- Reykjahlíðarskóli og Leikskólinn Ylur – 2203015
Skólastjóri lagði fram tillögu að sameiginlegu skóladagatali fyrir Leikskólann Yl og Reykjarhlíðarskóla fyrir skólaárið 2022-2023
Frestað
 

Fundi slitið kl. 14:00.

Scroll to Top