merki sameinaðs sveitarfélags

33. fundur velferðar- og menningarmálanefndar

  1. mars 2022

Fundinn sátu:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Kristinn Björn Haraldsson, Ólafur Þ. Stefánsson ( í fjarfundarbúnaði), Jóhanna Jóhannesdóttir, Alma Dröfn Benediktsdóttir.

Fundargerð ritaði: Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, formaður.

Dagskrá:

1.  Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014
Áframhaldandi árleg yfirferð á fjölmenningarstefnu og mánaðarleg skýrsla frá fjölmenningarfulltrúa.
Yfirferð á fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps er lokið og verður send á sveitarstjórn til staðfestingar. Ný útgáfa verður aðgengileg íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins.
Mánaðarleg skýrsla fjölmenningarfulltrúa lögð fram.
Lagt fram
 
2.  Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps; 2019-2022 – 1810015
Áframhaldandi árleg yfirferð á jafnréttisáætlun
Formaður sendi póst á stjórnendur sveitarfélagsins og minnti á Jafnréttissáætlun sveitarfélagsins.
Yfirferð á stefnunni er lokið og verður send á sveitarstjórn til staðfestingar.
Lagt fram
 
3.  Mývetningur; Endurnýjun samnings – 1811001
Endurnýjaður samningur við Ungmennafélagið Mývetning
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með samninginn og óskar eftir samtali við nýja stjórn um framhaldið.
 
4.  Velferðar- og menningarmálanefnd Styrkumsóknir – 2102021
Lögð fram drög að auglýsingu fyrir fyrri úthlutun menningarstyrkja 2022: Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi auglýsir velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er fyrri úthlutun ársins 2022. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni. Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta: – Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi. – Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd. – Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð. Sótt skal um verkefnastyrki á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Skútustaðahrepps (undir Forsíða – Eyðublöð – Styrkur til lista- og menningarstarfs. Umsóknarfrestur er til 3. apríl.
Lagt fram
 
5.  Stýrihópur Hamingjunnar – Fundargerðir – 1911003
Lögð fram fundargerð frá 14. febrúar 2022. Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 15:30

Scroll to Top