16. mars 2022
Fundinn sátu:
Alma Dröfn Benediktsdóttir, Þuríður Pétursdóttir, Sylvía Ósk Sigurðardóttir, Helgi Arnar Alfreðsson, Linda Björk Árnadóttir.
Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.
Dagskrá:
1. | Menntamálastofnun – Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 – 1811020 | |
Skólastjóri fór yfir stöðu umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar. Ásgarður (áður Trappa) mun áfram hafa umsjón og eftirfylgni með umbótaráætlun. Lögð fram skýrsla um mat á umbótaáætlun dags. 1 mars 2022 | ||
Nefndin þakkar Hjördísi fyrir yfirferðina. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með hversu vel hefur gengið að vinna að umbótaáætluninni og þakkar skólasamfélaginu fyrir alla þá vinnu sem hefur verið lögð í þetta verkefni. | ||
Samþykkt | ||
2. | Orðsending frá mennta- og barnamálaráðherra vegna fyrirlagnar PISA 2022 – 2203005 | |
Mennta- og barnamálaráðuneyti óskar eftir góðu samstarfi við nemendur,starfsfólk grunnskóla, sveitarfélög og skólaþjónustu sveitarfélaga um þátttöku í PISA könnuninni sem framundan er. | ||
3. | Ósk um leikskólapláss – 2203011 | |
Friðjón Jóhannsson og Anna Dagbjört Andrésdóttir sækja um tímabundna vist í Leikskólanum Yl í sumar frá 2. maí – 8 ágúst 2022 | ||
Samþykkt | ||
4. | Skóladagatal- Reykjahlíðarskóli og Leikskólinn Ylur – 2203015 | |
Skólastjóri leggur fram drög að sameiginlegu skóladagatali Reykjahlíðarskóla og Leiksólans Yls fyrir skólaárið 2022-2023 | ||
Nefndin tekur vel í drög að nýju skóladagatali. Skólastjóri leggur fyrir tilbúið dagatal á fundi nenfdnarinn í maí. | ||
Samþykkt | ||
5. | Leikskólinn Ylur; Endurskoðun sumarlokunar – 1810018 | |
Skólastjóri leggur til að Leikskólinn Ylur verði lokaður í 4 vikur samfellt sumarið 2022. | ||
Nefndin samþykkir að lokað verði í 4 vikur sumarið 2022. Lokað verður frá 11. júlí -8 ágúst. | ||
Samþykkt | ||
Fundi slitið kl. 12:00.