merki sameinaðs sveitarfélags

33. fundur skóla- og félagsmálanefndar

16. mars 2022

Fundinn sátu:
Alma Dröfn Benediktsdóttir, Þuríður Pétursdóttir, Sylvía Ósk Sigurðardóttir, Helgi Arnar Alfreðsson, Linda Björk Árnadóttir.

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.

Dagskrá:

1.  Menntamálastofnun – Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 – 1811020
Skólastjóri fór yfir stöðu umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar.
Ásgarður (áður Trappa) mun áfram hafa umsjón og eftirfylgni með umbótaráætlun.
Lögð fram skýrsla um mat á umbótaáætlun dags. 1 mars 2022
Nefndin þakkar Hjördísi fyrir yfirferðina.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með hversu vel hefur gengið að vinna að umbótaáætluninni og þakkar skólasamfélaginu fyrir alla þá vinnu sem hefur verið lögð í þetta verkefni.
Samþykkt
 
2.  Orðsending frá mennta- og barnamálaráðherra vegna fyrirlagnar PISA 2022 – 2203005
Mennta- og barnamálaráðuneyti óskar eftir góðu samstarfi við nemendur,starfsfólk grunnskóla, sveitarfélög og skólaþjónustu sveitarfélaga um þátttöku í PISA könnuninni sem
framundan er.
 
3.  Ósk um leikskólapláss – 2203011
Friðjón Jóhannsson og Anna Dagbjört Andrésdóttir sækja um tímabundna vist í Leikskólanum Yl í sumar frá 2. maí – 8 ágúst 2022
Samþykkt
 
4.  Skóladagatal- Reykjahlíðarskóli og Leikskólinn Ylur – 2203015
Skólastjóri leggur fram drög að sameiginlegu skóladagatali Reykjahlíðarskóla og Leiksólans Yls fyrir skólaárið 2022-2023
Nefndin tekur vel í drög að nýju skóladagatali. Skólastjóri leggur fyrir tilbúið dagatal á fundi nenfdnarinn í maí.
Samþykkt
 
5.  Leikskólinn Ylur; Endurskoðun sumarlokunar – 1810018
Skólastjóri leggur til að Leikskólinn Ylur verði lokaður í 4 vikur samfellt sumarið 2022.
Nefndin samþykkir að lokað verði í 4 vikur sumarið 2022. Lokað verður frá 11. júlí -8 ágúst.
Samþykkt
 

Fundi slitið kl. 12:00.

Scroll to Top