merki sameinaðs sveitarfélags

32.  fundur velferðar- og menningarmálanefndar

  1. febrúar 2022

Fundinn sátu:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Kristinn Björn Haraldsson, Jóhanna Njálsdóttir, Ólafur Þröstur Stefánsson

Fundargerð ritaði: Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, formaður.

Dagskrá:

1.  Ungmennaþing SSNE – 2111022
Ungmennaþing SSNE var haldið í Skútustaðahreppi dagana 25. og 26 nóvember. Alma og Sveinn héldu utan um vinnustofuna Menntasókn í norðri. Formaður fer yfir niðurstöður frá hópavinnu ungmennanna.
Lagt fram
 
2.  Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014
Mánaðarleg og árleg yfirferð á starfi fjölmenningarfulltrúa
Mánaðarleg yfirferð á starfi fjölmenningarfulltrúa og árleg yfirferð á fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps.

Nefndin þakkar Sigrúnu fyrir vinnuskýrslu og nefndin hvetur til þess að námskeiðið Fjölbreytnin auðgar verði haldið eins fljótt og aðstæður leyfa.

Farið yfir fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps, um árlega yfirferð er að ræða. Nefndin kom með athugasemdir og verður yfirferð lokið á næsta fundi.

Í aðdraganda sveitarstjórnakosninga er sérstaklega mikilvægt að líta til fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps.
Lagt fram
 
3.  Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps; 2019-2022 – 1810015
Árleg yfirferð jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins
Nefndin leggur til að stefnur og áætlanir Skútustaðahrepps verði yfirfarnar með tilliti til nýrra kynjaskilgreininga.

Formanni falið að senda póst til stjórnenda og forstöðumanna Skútustaðahrepps til að minna á áætlunina.
 
4.  Ungmennaráð – Fundargerðir – 2001044
Lögð fram fundargerð 2. fundar ungmennaráðs dags 21. des 2022. Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram
 
5.  Stýrihópur Hamingjunnar – Fundargerðir – 1911003
Lagðar fram fundargerðir 26. 27 og 28 stýrihóps hamingjunnar.
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 16:00.

Scroll to Top