merki sameinaðs sveitarfélags

32. fundur skóla- og félagsmálanefndar

32. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn að Hlíðavegi 6,

 miðvikudaginn 16. febrúar 2022, kl.  11:00.

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir, Arnar Halldórsson, Þuríður Pétursdóttir, Sylvía Ósk Sigurðardóttir, Helgi Arnar Alfreðsson,

Fundargerð ritaði:  Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.

Dagskrá:

1.  Menntamálastofnun – Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 – 1811020
Skólastjóri fór yfir stöðu umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar.
Ásgarður (áður Trappa) mun áfram hafa umsjón og eftirfylgni með umbótaráætlun.
Mat um umbótaáætlun Reykjahlíðarskóla verður skilað inn til MMS fyrir 1. mars. Matið var unnið af Skólastjóra og Ásgarði.
Matið kemur vel út, þeir þættir sem matið tók til eru annað hvort lokið eða komnir mjög vel á leið.
Framundan er endurskoðun skólanámskrár og gerð námsvísa.
Lagt fram
 
2.  Reykjahlíðarskóli: Starfsmannamál – 1705004
Skólastjóri fór yfir starfmannamál í Reykjahlíðarskóla á vorönn 2022.
Sigríður Anna Jónsdóttir hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Skútustaðahreppi, starfið er fjölbreytt og felur í sér ýmis störf á leikskólanum, skólanum og í mötuneyti. Einnig hefur Aðalsteinn Már Þorsteinsson verði ráðinn tímabundið í sömu stöðu en þau skipta með sér 80% stöðu.
 
3.  Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014
Erindi frá velferðar- og menningarmálanefnd, Yfirferð á Fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps. Nefndin óskar eftir að fá svör við hvar eftirfarandi aðgerðir eru staddar sem ljúka átti samkvæmt stefnunni veturinn 2021-2022 en eftirfarandi aðgerðir eru á ábyrgð skólastjóra og skóla- og félagsmálanefndar.
1. Reykjahlíðarskóli og Leikskólinn Ylur skulu í samvinnu móta verkferla og fara eftir þeim við móttöku nýrra nemenda.
2. Leik- og grunnskólar skulu leggja mikla áherslu á að kenna erlendum börnum íslensku, en jafnframt hvetja foreldra til að kenna þeim móðurmálið. Skólarnir skapi vettvang í samvinnu við foreldra, til þess að halda utan um móðurmálskennslu.
3. Lögð verði áhersla á samskipti heimilis og skóla og tryggt að foreldrar fái nauðsynlegar upplýsingar og öðlist skilning á skólastarfinu og námi barna sinna ásamt tómstunda- og íþróttastarfi. Grunn- og leikskólar vinni í sameiningu kynningarefni með því helsta sem varðar skólagöngu barnsins. Hver einstaklingur fái tengilið úr hópi starfsmanna fyrstu tvö árin.
4. Markviss fjölmenningarfræðsla fari fram í skólunum.
1. Til stendur að leik- og grunnskóli fari í sameiginlega vinnu við verkferla varðandi móttöku barna af erlendum uppruna.
2. Öll börn af erlendum uppruna hafa rétt á styrk frá sveitarfélaginu til móðurmálskennslu.
3. Nefndin felur skólastjóra og formanni í samvinnu við fjölmenningarfulltrúa að finna lausn á þessum lið.
4. Unnið er markvisst að fræðslu fyrir bæði nemendur og kennara og kemur fjölmenningarfulltrúi í skólann og kynnir fjölmenningu fyrir nemendum. Stefnt er að stærri viðburði tengdum fjölmenningu í vor.
Lagt fram
 
4.  Reykjahlíðarskóli – Skóladagatal – 2005022
Skólastjóri óskar eftir því að gera breytingu á skóladagatali og samræma starfsdaga og vetrarfrí skóla og leikskóla.
Skólastjóri kemur með tillögur að breyttu skóladagatali á næsta fund.
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 12:00.

Scroll to Top