merki sameinaðs sveitarfélags

31. fundur velferðar- og menningarmálanefndar

7. desember 2021

Fundur haldinn að Hlíðavegi 6 kl 15:15

Fundinn sátu:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Kristinn Björn Haraldsson, Ólafur Þ. Stefánsson.

Fundargerð ritaði:  Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, formaður.

Dagskrá:

1.  Menningarstyrkur- seinni úthlutun 2020 – 2010004
Félagasamtökin Sumartónleikar og kórastefna við Mývatn kt. 660399-3139 óska eftir því að fá frestun á því að nýta styrkinn sem þau hlutu í seinni úthlutun 2020. Þau ákváðu að hinkra með að halda Úlfalda úr Mýflugu í ár vegna Covid og vilja frekar halda almennilega hátíð árið 2022 þegar aðstæður í samfélaginu og verða vonandi orðin betri.
Nefndin samþykkir frestinn.
Ólafur Þröstur Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.
Samþykkt
 
2.  Búningsaðstaða í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps – 2111021
Velferðar- og menningarmálanefnd barst bréf með fyrirspurn varðandi reglur í búningsaðstöðu í íþróttahúsi.
Nefndin minnir á að í mannauðsstefnu Skútustaðahrepps segir: ,,Fordómar eða mismunun á grundvelli kyns, kynhneigðar, kynþáttar, trúarbragða eða þjóðernis gagnvart íbúum eða samstarfsfólki líðst ekki á vinnustöðum sveitarfélagsins Skútustaðahrepps.?
Nefndin hvetur sveitarstjórn til að skipa nýjan rýnihóp sem endurskoðar mannauðsstefnuna en endurskoðuð stefna var síðast staðfest í sveitarstjórn í desember 2019
Samþykkt
 
3.  Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014
Mánaðarleg yfirferð á starfi fjölmenningarfulltrúa.
Lagt fram
 
4.  Ungmennaþing SSNE – 2111022
Ungmennaþing SSNE var haldið í Skútustaðahreppi dagana 25. og 26 nóvember. Alma og Sveinn héldu utan um vinnustofuna Menntasókn í norðri. Alma fer yfir niðurstöður frá hópavinnu ungmennanna.
Lið frestað til næsta fundar.
Frestað
 

Fundi slitið kl. 16.15.

Scroll to Top