merki sameinaðs sveitarfélags

31. fundur skóla- og félagsmálanefndar

19. janúar 2022

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað kl. 10:00

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir, Arnar Halldórsson, Sylvía Ósk Sigurðardóttir, Helgi Arnar Alfreðsson, Helgi Héðinsson. Einnig Hjördís Albertsdóttir skólastjóri, Auður Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks og Garðar Finnsson fulltrúi foreldrafélagsins.

Fundargerð ritaði:  Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.

Dagskrá:

1.  Menntamálastofnun – Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 – 1811020
Skólastjóri fór yfir stöðu umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar.
Ásgarður (áður Trappa) mun áfram hafa umsjón og eftirfylgni með umbótaráætlun.
Mat á umbótaáætlun er í vinnslu og skal skilað inn fyrir 1. mars, við fyrstu sýn virðist mörgum þáttum vera lokið eða komnir vel á leið.
Innihald skólanámskrár er í endurskoðun á vorönn þar sem teknir verða fyrir þættir sem koma fyrir í umbótaáætlun. Að auki verður enn meiri áhersla á nemendalýðræði með tíðari nemendaþingum og aðkomu nemenda í hugmyndavinnu er varðar skólastarf og mötuneyti.
 
2.  Reykjahlíðarskóli: Starfsmannamál – 1705004
Skólastjóri fór yfir starfmannamál í Reykjahlíðarskóla á vorönn 2022.
Arna Hjörleifsdóttir hefur tekið sem umsjónakennari 2-3 bekkjar frá og með áramótum og Hjördís Albertsdóttir tók við stöðu skólastjóra í 100% starf frá áramótum.
Eins og er vantar frímínútnagæslu tvisvar sinnum 20 mínútur á dag sem kennarar hafa verið að sinna í yfirvinnu í vetur. Hugmynd kom upp um að fá elstu nemendur skólans til að aðstoða skólaliða við gæsluna að hluta og fái umbun fyrir.
 
3.  Leikskólinn Ylur: Starfsmannamál – 1705007
Skólastjóri fór yfir starfsmannamál og barngildi á Leikskólanum Yl á vorönn 2022
Á Yl er starfsmannaþörfin miðað við stöðuna vorið 2022 þegar þrjú ung börn eru komin inn, barngildin fara úr 21 í 27 sem gera 3,38 stöðugildi en þá er ekki búið að
taka tillit til stjórnunar, stuðningsþarfa, styttingar, undirbúnings, kaffitíma ofl. ( sem gera þá 3,9- 4,4 stöðugildi þegar búið er að bæta við 50% til 100% stöðugildi.
Samkvæmt upplýsingum frá skólastjóra eru núverandi stöðugildi við Yl 4,69.
Ætti núverandi mönnun, 4,69 stöðugildi, að duga fyrir nemendahóp með 27 barngildi á nýju ári. Allt er þetta sett fram með fyrirvara um ólíkar þarfir barna og
samsetningu starfsmannahóps hverju sinni að auki bætast fleiri börn við í vor.
 
4.  Íþróttahús- klefar – 2201010
Skólastjóri fór yfir stöðu klefamála hjá yngri börnum grunnskólans í íþróttum.
Skólastjóri segir að nauðsynlegt sé að hafa gæslu í búningsklefum yngri bekkja grunnskólans.
Nefndin telur mikilvægt að fundin verði lausn á því að starfsmaður taki alltaf á móti yngstu börnunum inn í klefa þegar þau koma fara úr íþróttatíma.
 
5.  Nemendakannanir – 2201009
Lagðar voru kannanir fyrir nemendur í 3. – 10. bekk í nóvember er varða nám, kennslu og líðan. Námsvitund nemenda er könnuð, hvernig þeir upplifa nám, kennslu og kennslustundir auk samskipta við samnemendur og starfsfólk og líðan í stofu, frímínútum og skólanum almennt.
Börnin í 3. bekk upplifa að þau hafi eitthvað um nám sitt að segja en jafnframt að þau vinni mikið í vinnubókum eða blöðum. Flest upplifa að kennara hjálpi þeim að gera betur og að þau læri eitthvað nýtt af þeim verkefnum sem þau vinna. Nemendum í 3. bekk líður ekki nógu vel í skólanum og fram kom í könnuninni að samskipti milli nemenda eru ekki nógu góð.
Börnin í 4. – 6. bekk virðast vera meðvituð um nám sitt og þau upplifa fjölbreytileika í námsframboði og að þau hafi eitthvað um nám sitt að segja. Eins líður nemendum almennt vel innan skólans, í skólastofu og frímínútum.
Börnin í 7. – 10. bekk virðast nokkuð meðvituð um nám sitt en finnst það oft ekki henta sér. Segjast oft fá að ráða hvernig þau vinna verkefni sín þó svo að þau upplifi að þau fái lítið að segja um nám sitt. Þau upplifa að námið sé fjölbreytt og flestir áhugasamir í námi en leiðist heldur krefjandi verkefni. Flestum líður vel í skólanum og upplifa jákvæð samskipti við samnemendur en fleiri segjast ekki eiga í jákvæðum samskipum við starfsfólk, einhverjum finnst vanta upp á virðingu í samskiptum. Rúmlega helmingi finnst ekki gaman í skólanum og sami fjöldi er ánægður með skólann. Öllum líður oftast eða alltaf vel með samnemendum sínum bæði í stofu og frímínútum. Almennt líður nemendum í unglingadeild vel í skólanum.
Niðurstöður kannana hafa verið kynntar fyrir nemendum. Kannanirnar eru nafnlausar og því ómögulegt að vita hvaða nemendur það eru sem upplifa skólann á einhvern hátt neikvæðan. Reynt er að höfða til nemenda á niðurstöðufundum að ræða við starfsmann sem þeir treysta eða foreldra sína ef þau upplifa neikvæðar tilfinningar gagnvart skólanum, svo hægt sé að laga það sem er að. Á niðurstöðufundum leysast stundum mál af því að í ljós kom að nemandi/nemendur höfðu misskilið eina eða fleiri spurningar. Aðgerðir eru teknar þar sem þörf þykir.
Í janúar verða lagðar samskonar kannanir fyrir 1. – 2. bekk og foreldra auk þess sem kannanirnar verða lagða fyrir alla nemendur aftur í apríl til að kanna árangur aðgerða.
 
6.  Heimsfaraldur – Covid19 – Viðbragðsáætlun sveitarstjórnar – 2003014
Viðbragðsteymi Skútustaðahrepps vegna COVID-19 heldur reglulega fundi varðandi ástandið í samfélaginu. Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi 15. janúar og standa til 2. febrúar.
Hertar samkomutakmarkanir hafa haft takmörkuð áhrif á skólastarf í báðum skólum sveitarfélagsins vegna þess að nemenda og starfsmannafjöldi er innan marka samkomutakmarkana.
Helstu áhrifin eru á viðburði og heimsóknir innan skólanna og stendur foreldrum til boða að fá foreldraviðtal í fjarfundi.
Nefndin þakkar starfsfólki skólanna fyrir að standa vaktina síðustu tvö árin og halda skólastarfinu með eðlilegasta móti fyrir börnin.
 

Fundi slitið kl.11:55

Scroll to Top