merki sameinaðs sveitarfélags

30. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Haldinn að Hlíðavegi 6,
miðvikudaginn 17. nóvember 2021, kl. 11:00.

Fundinn sátu:
Alma Dröfn Benediktsdóttir, Arnar Halldórsson, Þuríður Pétursdóttir, Sylvía Ósk Sigurðardóttir.

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.

Dagskrá:

1.  Menntamálastofnun – Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 – 1811020
Skólastjóri fór yfir stöðu umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar. Samið var við Ásgarð um umsjón og eftirfylgni umbótaáætlunarinnar.
Unnið er eftir ársáætlun og gengur vinnan vel. í næstu viku verður lögð fyrir könnun um líðan og upplifun nemenda á námi og kennslu.
 
2.  Leikskólinn Ylur- skólastarf – 2108026
Skólastjóri fór yfir hvað er framundan í skólastarfi Leikskólans Yls.
Sameiginlegur skipulagsdagur skóla og leikskóla verður 14. desember.
Framundan er aðventudagskrá fyrir bæði börn og foreldra.
 
3.  Reykjahlíðarskóli – Skólastarf – 2005021
Skólastjóri fór yfir hvað er framundan í skólastarfi Reykjhahlíðarskóla.
Áhugasviðsvika er í fyrsta sinn þessa vikuna í skólanum þar sem nemendur vinna með mismunandi verkefni sem tengjast áhugasviði þeirra. Aðventudagskrá og litlu jólin eru svo framundan og sameiginlegur starfsdagur leik- og grunnskóla 14. desember.
 
4.  Reykjahlíðarskóli: Starfsmannamál – 1705004
Skólastjóri fór yfir mönnun í Reykjahlíðarskóla á vorönn.
Tekist hefur að ráða í afleysingar umsjónakennara 2 og 3 bekkjar.

 
5.  Útikennsla í Reykjahlíðarskóla og Leikskólanum Yl – 2111012
Skólastjóri og Sylvía Ósk fóru yfir hvernig útkennslu hefur verið háttað í haust og hvernig nýja útikennslusvæðið hefur verið nýst.
Bæði skólastigin hafa markvisst innleitt meiri útkennslu inn í daglegt skólastarf og hefur nýja útikennslusvæðið komið að góðum notum.
Enn vantar aðeins uppá til að svæðið nýtist sem best og er mikilvægt að frágangur verðið kláraður sem fyrs, formanni falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðu á fundinum. 

Fundi slitið kl. 11:40.

Scroll to Top