merki sameinaðs sveitarfélags

29. fundur velferðar- og menningarmálanefndar

12. október 2021

Fundinn sátu:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Kristinn Björn Haraldsson, Jóhanna Njálsdóttir, Ólafur Þ. Stefánsson.

Fundargerð ritaði: Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, formaður.

Dagskrá:

1.  Breyting á nefndarstarfi – 2110007
Formaður fór yfir breytingar á nefndarstarfi.
Í samráði við formann mun Alma Dröfn Benediktsdóttir hætta að sitja fundi sem starfsmaður Skútustaðahrepps á fundum velferðar- og menningarmálanefndar.
Lagt fram
 
2.  Velferðar- og menningarmálanefnd Styrkumsóknir- seinni úthlutun – 2102021
Formaður fór yfir auglýsingu vegna styrkumsókna 2021, seinni úthlutun.
Í samráði við nefndarmenn var auglýst eftir styrkumsóknum fyrir fund, til að halda dagskrá í samræmi við reglur um styrkumsóknir.
Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi auglýsir velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er seinni úthlutun ársins 2021.
Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni. Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar.
Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:
– Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.
– Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.
– Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
Sótt skal um verkefnastyrki á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Skútustaðahrepps (undir Stjórnsýsla > Skjöl og útgefið efni > Umsóknareyðublöð). Umsóknir skal senda á netfangið tillaga@skutustadahreppur.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2021.
Lagt fram
 
3.  Velferðar- og menningarmálanefnd Trúnaðarmál – 2110008
Fært í trúnaðarmálabók.
Lagt fram
 
4.  Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014
Formaður greindi frá starfsemi fjölmenningarfulltrúa Skútustaðahrepps.
Ákveðið hefur verið að fá mánaðarlegar uppfærslur frá starfi fjölmenningarfulltrúa.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með að fá mánaðarlegar uppfærslur.
Lagt fram
 
5.  Hugmynd að umræðuvettvangi í sveitarfélaginu – 2110009
Dagbjört og Ólafur Þröstur kynntu hugmynd sem snýr að því að skapa aðstæður til samveru/samtal í sveitarfélaginu. Hugmyndin að þróa starfið í anda heilsueflandi samfélags og þess sem var í Sólsetrinu fyrir nokkrum árum.
Nefndin leggur til að sveitarfélagið bjóði upp á aðstöðu svo þróa megi áfram þessa hugmynd og hrinda henni í framkvæmd.
Lagt fram
 
6.  Stýrihópur Hamingjunnar – Fundargerðir – 1911003
Lögð fram fudnargerð 25. fundar stýrihóps hamingjunnar dags. 28. sept 2021. Fundargerðin er í 7. liðum.
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 16:30.

Scroll to Top