12. október 2021
Fundinn sátu:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Kristinn Björn Haraldsson, Jóhanna Njálsdóttir, Ólafur Þ. Stefánsson.
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, formaður.
Dagskrá:
1. | Breyting á nefndarstarfi – 2110007 | |
Formaður fór yfir breytingar á nefndarstarfi. | ||
Í samráði við formann mun Alma Dröfn Benediktsdóttir hætta að sitja fundi sem starfsmaður Skútustaðahrepps á fundum velferðar- og menningarmálanefndar. | ||
Lagt fram | ||
2. | Velferðar- og menningarmálanefnd Styrkumsóknir- seinni úthlutun – 2102021 | |
Formaður fór yfir auglýsingu vegna styrkumsókna 2021, seinni úthlutun. | ||
Í samráði við nefndarmenn var auglýst eftir styrkumsóknum fyrir fund, til að halda dagskrá í samræmi við reglur um styrkumsóknir. Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi auglýsir velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er seinni úthlutun ársins 2021. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni. Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta: – Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi. – Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd. – Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð. Sótt skal um verkefnastyrki á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Skútustaðahrepps (undir Stjórnsýsla > Skjöl og útgefið efni > Umsóknareyðublöð). Umsóknir skal senda á netfangið tillaga@skutustadahreppur.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2021. | ||
Lagt fram | ||
3. | Velferðar- og menningarmálanefnd Trúnaðarmál – 2110008 | |
Fært í trúnaðarmálabók. | ||
Lagt fram | ||
4. | Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014 | |
Formaður greindi frá starfsemi fjölmenningarfulltrúa Skútustaðahrepps. | ||
Ákveðið hefur verið að fá mánaðarlegar uppfærslur frá starfi fjölmenningarfulltrúa. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með að fá mánaðarlegar uppfærslur. | ||
Lagt fram | ||
5. | Hugmynd að umræðuvettvangi í sveitarfélaginu – 2110009 | |
Dagbjört og Ólafur Þröstur kynntu hugmynd sem snýr að því að skapa aðstæður til samveru/samtal í sveitarfélaginu. Hugmyndin að þróa starfið í anda heilsueflandi samfélags og þess sem var í Sólsetrinu fyrir nokkrum árum. Nefndin leggur til að sveitarfélagið bjóði upp á aðstöðu svo þróa megi áfram þessa hugmynd og hrinda henni í framkvæmd. | ||
Lagt fram | ||
6. | Stýrihópur Hamingjunnar – Fundargerðir – 1911003 | |
Lögð fram fudnargerð 25. fundar stýrihóps hamingjunnar dags. 28. sept 2021. Fundargerðin er í 7. liðum. | ||
Lagt fram | ||
Fundi slitið kl. 16:30.