Haldinn að Hlíðavegi 6,
miðvikudaginn 20. október 2021, kl. 11:00.
Fundinn sátu:
Alma Dröfn Benediktsdóttir, Helgi Arnar, Þuríður Pétursdóttir, Sylvía Ósk Sigurðardóttir.
Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.
Dagskrá:
1. | Menntamálastofnun – Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 – 1811020 | |
Skólastjóri fór yfir stöðu umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar. Samið var við Ásgarð um umsjón og eftirfylgni umbótaáætlunarinnar. | ||
Matsteymi skólans hittist einu sinni í viku. Búið er að setja niður tímalínu fyrir veturinn og áherslan er á nám og kennslu (farið er eftir áætlun frá Ásgarði). Gunnþór hjá Ásgarði hittir matsteymi eftir þörfum og aðstoðar. | ||
Lagt fram | ||
2. | Reykjahlíðarskóli – Starfsáætlun – 1901018 | |
Skólastjóri lagði fram starfsáætlun fyrir skólaárið 2021-2022. | ||
Nefndin samþykkir starfsáætunina fyrir sitt leyti. | ||
Samþykkt | ||
3. | Skólastefna: Eftirfylgni – 1808026 | |
Skólastefna Skútustaðahrepps yfirfarin | ||
Skólastefna Skútustaðahrepps var samþykkt árið 2017 og var ætlað að taka til allra þátta í uppeldis- og skólastarfi sveitarfélagsins og skapa framtíðarsýn til næstu 5 ára. Skólanefnd er ætlað að framfylgja stefnunni í samvinnu við forstöðumenn og er ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist að ná þeim markmiðum sem stefnt var að í upphafi. | ||
Lagt fram | ||
4. | Leikskólinn Ylur; Endurskoðun sumarlokunar – 1810018 | |
Farið yfir opnunartíma leikskólans sumarið 2022 | ||
Skólastjóri lagði fram tillögur að sumarlokun 2022. Ákveðið var í fyrra að minnka sumarlokun úr 5 vikum í 3 vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu sökum COVID-19. Það er einlæg ósk frá starfsfólki að sumarlokunin fari aftur upp í 4 vikur í ár þar sem erfiðlega gekk að skipuleggja starfið innan leikskólans í kringum lokunina. Skólastjóri og aðstoðar leikskólastjóri leggja til að sumarlokun leikskólans verði frá 11. júlí – 8. ágúst sumarið 2022. Vísanin í samfellt sumarleyfi, 8. gr. í reglugerð um starfsumhverfi leikskóla. https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/655-2009 Dvalartími barna. Starfsemi og skipulag leikskólastarfs skal taka mið af aldri, þörfum og hagsmunum barna með sérstöku tilliti til daglegs dvalartíma. Æskilegt er að dvalartími barna í leikskóla sé að jafnaði ekki lengri en níu klst. á dag. Gera skal ráð fyrir að börn fái a.m.k. 4 vikna sumarleyfi. Nefndin samþykkir tillögur að sumarlokun fyrir næsta sumar. | ||
5. | Leikskólinn Ylur: Opnunartími – 1705010 | |
Farið yfir starfsemi og opnunartíma leikskólans á milli jóla og nýárs. Starfsfólk leikskólans óskar eftir því að notast verði við sama fyrirkomulag og á síðasta ári. Það er að foreldrar skrái börnin sín í leikskólann þá daga sem þeir hyggjast nýta á milli jóla og nýárs. | ||
Samþykkt | ||
6. | Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknaseturs í sameinuðu sveitarfélagi – 2106041 | |
Fulltrúar Háskóla Íslands, Svartárkots menningar ? náttúru, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna í sameiningu að stofnun rannsóknaseturs á sviði umhverfishugvísinda í sameinuðu sveitarfélagi í Suður-Þingeyjarsýslu en sókn í mennta- og skólamálum er ein af höfuð áherslum í sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Ragnhildur Sigurðardóttir fyrir hönd Svartárkots menningar ? náttúru, Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, og Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Markmiðið með stofnun setursins er að efla hugvísindarannsóknir á sviði umhverfismála, skapa vettvang fyrir þverfaglegt samstarf á því sviði og efla atvinnulíf sveitarfélaganna tveggja sem sameinast munu á næsta ári. Lögð verður áhersla á markvissa miðlun þekkingar, samtal milli almennings og fræðasamfélags og að komið verði á fót öflugri miðstöð fyrir skapandi og gagnrýna umræðu um umhverfismál. Samstarfið miðar að því að á næstu mánuðum fari fram vinna við fjármögnun og annan undirbúning stofnunar setursins, sem verður samstarfsvettvangur Svartárkots menningar – náttúru og Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Undirbúningur stofnunar rannsóknaseturs Háskóla Íslands á sviði umhverfishugvísinda er hafinn en Svartárkot menning ? náttúra hefur starfað að rannsóknum og haldið námskeið á sviði umhverfishugvísinda í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit síðustu 15 ár í samstarfi við heimamenn og alþjóðlegt teymi vísindamanna. Fyrirhugað er að setrið verði til húsa í gamla grunnskólanum á Skútustöðum í Mývatnssveit (Hótel Gíg), þar sem viljayfirlýsingin var undirrituð en ríkiseignir festu kaup á húsnæðinu í upphafi þessa árs. Þar verða einnig til húsa fjórar stofnanir sem starfa á sviði umhverfismála: Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn og Landgræðslan. | ||
Lagt fram | ||
Fundi slitið kl. 12:00.