7. september 2021
Fundinn sátu:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Arnþrúður Dagsdóttir, Jóhanna Njálsdóttir, Ólafur Þ. Stefánsson.
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, formaður.
Dagskrá:
1. | Mývetningur – Vetrarstarf – 1909002 | |
Fulltrúi Mývetnings Valerija Kiskurno, kom inn á fundinn og fór yfir hvað er framundan í vetrarstarfi ungmennafélagsins. | ||
Velferðar- og menningarmálanefnd lýsir yfir mikilli ánægju með vetrardagskrána og þær fjölbreyttu æfingar sem verða í boði, bæði í frístund og utan skóla. | ||
2. | Félagsstarf eldri borgara – 2008042 | |
Formaður fór yfir hvað er framundan í vetrarstarfi hjá eldri borgurum í vetur. | ||
Starfið hefst í september og til að byrja með verður hist í ÍMS og Ásta mun sjá um æfingar. Þórdís hefur störf í byrjun október og þá verður fundur haldinn um starf vetrarins. | ||
3. | Stýrihópur Hamingjunnar – Fundargerðir – 1911003 | |
Lagðar fram fundargerðir stýrihóps Hamingjunnar Fundargerð 22. fundar dags. 5. maí 2021, 23. fundar dags. 27. maí 2021 og fundargerð 24. fundar dags. 15. júní. | ||
4. | Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014 | |
Starf fjölmenningarfulltrúa hefst aftur eftir sumarfrí. | ||
Sigrún Björg fjölmenningarfulltrúi hefur snúið aftur til vinnu eftir sumarleyfi og er nú komin í 100% starfshlutfall og fær Skútustaðahreppur 20% hlutfall af því. Sigrún hefur sent “Velkomin,, bæklinginn á nýskráða íbúa og gerir ráð fyrir að gera það aftur í lok árs. Hún vinnur að stóra upplýsingaskjalinu ásamt Ölmu. Hún stefnir að fjölmenningardegi í skólanum í lok mánaðar. Eins stefnir hún á að prófa einn til tvo hittinga á árinu, nokkurs konar opið hús þar sem fólki býðst að koma í spjall eða fá upplýsingar. | ||
Fundi slitið kl. 16:00.