merki sameinaðs sveitarfélags

28. fundur umhverfisnefndar

27. apríl 2022

Fundinn sátu:
Alma Dröfn Benediktsdóttir, Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir, Egill Freysteinsson og Arnþrúður Dagsdóttir.

Fundargerð ritaði: Alma Benediktsdóttir, verkefnastjóri.

Dagskrá:

1.  Tilraunaverkefni um lífrænar auðlindir-úrgang – 2103034
Vorið 2021 hófst tilraunaverkefni hjá sveitarfélaginu um moltugerð með loftfirrta jarðgerð með aðstoð góðgerla, Bokashi. Tilraunin snerist um hvort þetta væri gerlegt að heilt samfélag gæti leyst lífrænan úrgang frá heimilinum ekki bara á sem ódýrastan hátt, heldur betri hátt sem myndi skila sem mestu til baka í samfélagið. Í lokaskýrslu tilraunaverkefnisins kemur fram að hægt væri að spara umtalsverðar upphæðir með þessari aðferð en að þetta sé verkefni sem þarfnast aðhalds, sérstaklega fyrstu mánuðina og gott væri að halda kynningarfundi reglulega til að fá fleiri inn og geta kynnt verkefnið frekar.
Umhverfisnefnd leggur til að sumarið 2022 verði haldið áfram með verkefnið og stutt við þá sem hafa nýtt sér Bokashi aðferðina til moltugerðar.
Nefndin telur að skoða þurfi möguleika á stórtækari lausnum til frambúðar varðandi lífrænana úrgang með tilliti til bæði íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu.
Samþykkt
 
2.  Umhverfisstefna Skútustaðahrepps endurskoðun – 2011035
Árleg yfirferð á aðgerðaáætlun umhverfisstefnu Skútustaðahrepps.
Lagt fram
 
3.  Vargeyðing – 2004016
Umhverfisfulltrúi Skútustaðahrepps fór yfir vinnu síðustu mánuða og verkefnin framundan.
Umhverfisfulltrúi fór yfir meindýraeyðingu 2021. Legið var á 13 tófugrenjum, af því voru 3 ný greni og veiddar 85 tófur. Veiddir voru 91 minkur og auk þess voru skotnir hrafnar og mávar.
Meira virðist vera af mink 2022 og því þarf að sinna verkefninu mjög vel áfram.
Nefndin hvetur til að sveitarfélagið standi vel að vargeyðingu hér eftir sem hingað til. Einnig hvetur nefndin til að komið verði á aukinni samvinnu og kosntnaðarþáttöku við ríkið í þessum málaflokki.
Lagt fram
 
4.  Ástand girðinga 2022 – 2011034
Umhverfisfulltrúi fór yfir næstu skref í átaksverkefni í að fjarlægja og/eða endurnýja ónýtar girðingar í sveitarfélaginu.
Umhverfisnefnd felur umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram með þeim sem málið varðar.
Nefndin leggur til að landeigendur verði hvattir til að fjarlægja ónýtar girðingar og gera við þar sem er þörf er á og að boðið verði uppá að fjarlægja járnarusl í sumar.
Auk þess hvetur nefndin til samtals sveitarfélags, Landgræðslu, Vegagerðar og landeiganda um framtíðarskipan girðingarmála í sveitarfélaginu.
 
5.  Hólasandur Fráveita og uppgræðsla – 1801007
Svartvatni frá rekstraraðilum og stofnunum sveitarfélagsins verður safnað í lokaðan geymslutank á Hólasandi. Tankurinn er tilbúinn til notkunar en unnið verður að endurbættum vegslóða að honum nú þegar snjóa leysir. Um spennandi nýsköpunarverkefni er að ræða og telur umhverfisnefnd mikil tækifæri vera í söfnun lífrænna auðlinda og nýtingu þeirra til landgræðslu á Hólasandi til framtíðar og bindur vonir við að samfélagið og rekstraraðilar á svæðinu leggist á eitt við framþróun verkefnisins.

Ólöf Hallgrímsdóttir bókar eftirfarandi fyrirspurn og felur umhverfisnefnd starfsfólki sveitarfélagins að svara henni þegar upplýsingarnar liggja fyrir.

? Hver var endanlegur kostnaður við byggingu tanksins og hver var hlutur sveitarfélagsins þ.m.t. vinna starfsmanna sveitarfélagsins?
? Er búið að taka tankinn í notkun og hvenær var það gert?
? Tankurinn átti skv. áætlun að vera tilbúinn 2019 en það stóðst ekki, voru greiddar dagsektir vegna seinkana á afhendingu?
? Hvernig voru rafmagnsmálin á staðnum leyst?
? Er búið að leggja veg að svæðinu og hver var kostnaður við vegagerðina?
? Hver er kostnaður við verkið í heild sinni?
 

Fundi slitið kl. 10:30.

Scroll to Top