merki sameinaðs sveitarfélags

27. fundur umhverfisnefndar

21. mars 2022

Fundinn sátu:
Alma Dröfn Benediktsdóttir, Bergþóra Hrafnhildardóttir, Egill Freysteinsson, Ingi Þór Yngvason og Arnþrúður Dagsdóttir.

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, verkefnastjóri.

Dagskrá:

  1. Starfshópur – Framandi og ágengar tegundir 1811050
Lagt fyrir minnisblað fagnefndar um heftingu útbreiðslu ágengra tegunda í Mývatnssveit frá 16.febrúar 2022.
  

Formaður fór yfir stöðuna á verkefninu. Lagt fram minnisblað fagnefndar um framandi og ágengar tegundir frá fundi hennar 16.febrúar s.l. þar sem settar eru fram tillögur að skipulagi við vinnu sumarsins 2022.     

Umhverfisnefnd samþykkir að auglýsa sem fyrst eftir starfsmanni sem sinnt getur þessu mikilvæga verkefni í sumar. Verkefnið er langtímaverkefni og að ekki falli niður ár.

        Samþykkt                       

 Loftslagsstefna Skútustaðahrepps – 2108039
Lögð fyrir drög að loftslagsstefnu Skútustaðahrepps 2022-2025. Aðgerðir verða endurskoðaðar árið 2025 og á fimm ára fresti eftir það í samræmi við Parísarsamkomulagið 2015. Árangur verður mældur a.m.k. árlega og verður miðlað á heimasíðu sveitarfélagsins. Greining á losun í sveitarfélaginu er unnin í samstarfi við Greenfo ehf. Einnig koma að verkefninu starfsmenn sveitarfélagsins á ýmsum sviðum til þess að stuðla að raunhæfni og sátt með stefnuna.

Sveinn Margeirsson kom inn á fundinn og fór yfir stöðuna á vinnu að Loftslagsstefnu Skútustaðahrepps. Umhverfisnefnd þakkar Sveini fyrir yfirferðina og samþykkir að kynna drög fyrir starfsfólki og íbúum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að fá sjónarmið flestra á þessu mikilvæga verkefni og upplýsa íbúa um stöðu vinnunnar.
Samþykkt
  • 2103034 – Tilraunaverkefni um lífrænar auðlindir-úrgang

Frestað

4.            2011035 – Umhverfisstefna Skútustaðahrepps endurskoðun

Árleg yfirferð á Umhverfisstefnu Skútustaðahrepps og aðgerðaáætlun sem skal yfirfarin og endurskoðuð tvisvar á ári.

                Formaður tekur að sér að yfirfara aðgerðaáætlun og fylgja málum eftir. Málið verður tekið

fyrir aftur á næsta fundi.

Samþykkt

5.            1801007 – Hólasandur Fráveita og uppgræðsla

Svartvatni (salernisskólp) frá rekstraraðilum og stofnunum hreppsins verður safnað í lokaðan geymslutank við viðkomandi byggingu.

Sveinn Margeirsson kom inn á fundinn. Tankurinn er tilbúinn til notkunar en gengið verður frá vegslóðanum að honum þegar snjóa leysir.

Lagt fram til kynningar

6.            2004016 – Vargeyðing 2020

Frestað

7.            2011034 – Ástand girðinga 2020

Frestað

Scroll to Top