merki sameinaðs sveitarfélags

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Haldinn að Hlíðavegi 6,
mánudaginn 23. ágúst 2021, kl. 11:00.

Fundinn sátu:
Alma Dröfn Benediktsdóttir, Arnar Halldórsson, Þuríður Pétursdóttir, Sylvía Ósk Sigurðardóttir, Helgi Arnar Alfreðsson
Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.

Dagskrá:

1.  Menntamálastofnun – Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 – 1811020
Skólastjóri fór yfir stöðu umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar.
Ásgarður (áður Trappa) mun áfram hafa umsjón og eftirfylgni með umbótaráætlun.
Unnið er að því að endurnýja samninginn við Ásgarð. Vinnan gengur samkvæmt áætlun og verður haldið áfram þar sem frá var horfið í vor.

 
2.  Reykjahlíðarskóli – Skólabyrjun – 1908017
Skólastjóri fór yfir skólastarfið í Reykjahlíðarskóla á haustönn 2021 og hvað er framundan.
Skólinn hefst miðvikudaginn 25. ágúst, gert er ráð fyrir að nemendur mæti með foreldrum sínum þennan dag.
Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að virða sóttvarnir og mæta með grímu, nemendur þurfa ekki að mæta með grímur.

Áfram verður haldið með samþættingu námsgreina og áætlað að yngsta stigið taki þátt í því.
Áhugasviðsvikur verða einnig innleiddar þetta skólaárið.
 
3.  Reykjahlíðarskóli: Starfsmannamál – 1705004
Skólastjóri fór yfir starfsmannamál í Reykjahlíðarskóla fyrir veturinn.
Fullmannað er í allar stöður við Reykjahlíðarskóla fyrir veturinn. Hjördís verður í 30% starfshlutfalli í leik- grunnskóla fram að áramótum og mun Sólveig sjá um stjórnun og daglegan rekstur í samvinnu við Hjördísi.
Stefnt er að áframhaldandi samstarfi Mývetnings varðandi frístund.
Stefán Jakobsson mun áfram sjá um tónlistarskólann og aðra tónlistarkennslu í vetur.


 
4.  Útikennslusvæði leik- og grunnskóla – 1902023
Helgi Arnar fór yfir stöðuna á útikennslusvæði leik- og grunnskóla.
í vor var byrjað að vinna við uppbyggingu útikennslusvæðisins í samvinnu við foreldrefélagið.
Strýta og svið eru langt komin og áætlað að hlaða eldstæði fyrir veturinn.
Nefndin fagnar því að verkefnið sé langt komið og þakkar foreldrafélaginu fyrir gott samstarf.

 
5.  Leikskólinn Ylur: Starfsmannamál – 1705007
Skólastjóri fór yfir starfsmannamál á Leikskólanum fyrir veturinn 2021-2022
Skólastjóri hefur fundað undanfarið með starfsmaönnum leikskóla og hlutverkum verið skipt á milli starfsmanna. Hjördís verður í 30% starfshlutfalli í leik- grunnskóla fram að áramótum og mun Eydís Elva sjá um stjórnun og daglegan rekstur í samvinnu við Hjördísi.
Eydís mun einnig gegna hlutverki deildarstjóra á yngri deildinni en Karen Ósk á eldri.
Sylvía Ósk mun sjá um útikennslu, Bianca um listastmiðju og Antra um íþróttir.
Stefán Jakobsson mun koma vikulega og sjá um tónlistarkennslu.
Til stendur að auka samvinnu á milli skólanna og mun Ásgarður aðstoða við það.
   
  
  
 
6.  Reykjahlíðarskóli-heimild fyrir að flýta skólagöngu – 2108030
Skólastjóri óskar eftir heimild til að flýta inngöngu barns í grunnskólann.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að nemandinn fái að hefja grunnskólagöngu sína í haust.
 

Fundi slitið kl. 12:00.

Scroll to Top