merki sameinaðs sveitarfélags

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

17. mars 2021.

Haldinn að Hlíðavegi 6.

Fundinn sátu:
Alma Dröfn Benediktsdóttir, Arnar Halldórsson, Þuríður Pétursdóttir, Helgi Arnar Alfreðsson, Þórhalla Bergey Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.

Dagskrá:

1.Menntamálastofnun – Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 – 1811020
Skólastjóri fór yfir stöðu vinnunnar við umbótaáætlun Reykjahlíðarskóla með Tröppu ehf. í kjölfar ytra mats.
Framvinduskýrsla vegna ytra mats til Menntamálatofnunar dags. 11. mars lögð fram.
Í skýrslunni komu fram upplýsingar um framkvæmdir þeirra umbóta sem áæltaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans frá maí 2020 og fram til dagsins í dag.
Þar kemur fram að umbætur eru hafnar á öllum þáttum en mislangt komnar og felast margar hverjar í heildarumbótum á kennsluháttum í skólanum.
Nefndir lýsir yfir ánægju sinni með framgang mála og þá vinnu sem hefur átt sér stað í skólanum í vetur.
2.Staða skólastjóra Reykjahliðarskóla – 2103007
Sólveig Jónsdóttir, skólastjóri Reykjahlíðarskóla, hefur ákveðið að láta af störfum skjólastjóra í vor. Unnið var að gerð auglýsingar um eftirmann Sólveigar í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Ásgarð (áður Trappa), sem hefur verið sveitarfélaginu til ráðgjafar við framþróun skólastarfs. Auglýsingin hefur verið birt.
Skólanefnd þakkar Sólveigu Jónsdóttur fyrir gott og farsælt samstarf síðustu ár og óskar henni velfarnaðar.
3.Reykjahlíðarskóli – Skólaakstur – 2005027
Samningar um skólaakstur renna út í lok þessa skólaárs.
Nefndin felur sveitarstjóra að vinna áfram með málið.
4.Leikskólinn Ylur Skólastarf – 1801024
Formaður fór yfir skólastarfið, starfsmannamál og þróun barnfjölda á næstu skólaönn.
Skólastarfið gengur að mestu vel í leikskólanum. Nokkuð hefur verið um veikindi sem hafa verið leyst með afleysingu.

Unnið er markvisst eftir námskrá leikskólans þar sem lífsleiknin skipar stóran sess í starfinu ásamt, heilsu, málrækt og stærðfræði. Grænfánaáætluninni er fylgt vel eftir svo og ýmsu öðru.
Ýmsar skýrslur og áætlanir eru í vinnslu s.s. móttökuáætlanir, matsáætlun, starfsáætlun, ársskýrsla, öryggis og heilbrigðisáætlun o.fl.
Eins og staðan er í dag fara 7 börn upp í grunnskóla og 2 koma inn svo það stefnir í 14 börn næsta vetur.

Hugmynd um að starfsfólk leikskólans fari á námskeið í jákvæðum aga.
Auglýst hefur verið tveggja daga námskeið í jákvæðum aga þann 26-27 apríl á Hótel Laugarbakka. Verið er að kanna þann möguleika að allt starfsfólk leikskólans sæki það námskeið.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni að starfsfólk leikskólans hyggist sækja námskeið í jákvæðum aga.
5.Útikennslusvæði leik- og grunnskóla – 1902023
Helgi Arnar fór yfir stöðuna á sameiginlegu útikennslusvæði leik- og grunnskóla.
Nefndin þakkar Helga fyrir yfirferðina. Helga er falið að kalla stýrihópinn saman á fund og í framhaldinu leggja fram verkáætlun með formanni skóla- og félagsmálanefndar og sveitarstjóra.
Nefndin óskar eftir því við sveitarstjórn að heimild verði veitt til að færa til plöntur í landi sem er í umsjón sveitarfélagsins.
Tekið aftur fyrir á næsta fundi.
6.Velferðar- og menningarmálanefnd – 2103026
Erindi frá Ragnhildi Hólm, formanni velferðar- og menningarmálanefndar dags. 15. mars 2021.
Velferðar- og menningarmálanefnd vinnur nú að yfirferð fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps.

Eitt af markmiðunum sem sett eru fram í stefnunni er eftirfarandi:

Samkvæmt fjölmenningarstefnu sveitarfélagsins á að tryggja aðgengi að vandaðri túlkaþjónustu og tryggja að börn séu ekki í túlkahlutverki.
Einnig verði útbúinn listi yfir túlka og fjármagn tryggt fyrir þjónustunni.

Samkvæmt stefnunni er skóla- og félagsmálanefnd ábyrgðaraðili þessa markmiðs og fær því sent þetta erindi.

Nefndin vill beina til sveitarstjórnar að fjármagn verði tryggt í fjárhagsáætlun næsta árs til að tryggja aðgengi að vandaðri túlkaþjónustu. Nefndin felur formanni í samstarfi við fjölmenningarfulltrúa að útbúa lista yfir túlka.

Fundi slitið kl. 11:40.

Scroll to Top