merki sameinaðs sveitarfélags

23. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Haldinn að Hlíðavegi 6,

17. febrúar 2021, kl. 11:00.

Fundinn sátu:
Alma Dröfn Benediktsdóttir, Arnar Halldórsson, Helgi Arnar Alfreðsson.

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.

Dagskrá:

1.Menntamálastofnun – Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 – 1811020
Skólastjóri fór yfir stöðu vinnunnar við umbótaáætlun Reykjahlíðarskóla með Tröppu ehf. í kjölfar ytra mats
Búið er að leggja könnun fyrir foreldra um ýmislegt sem varðar skólastarfið en úrvinnslu er ólokið.
Starfsmannasamtöl og könnun hjá starfsmönnum eru á döfinni.
Nefndin þakkar skólastjóra yfirferðina.
2.Samstarf heimili og skóla – 2102011
Skólastjóri kynnti nýja stefnu varðandi samstarf heimilis og skóla
Skólastjóri lagði fram stefnuna um samstarf heimili og skóla. Búið er að leggja hana fyrir starfsfólk og skólaráð sem sendi á foreldra til umsagnar.
Skólaráð hefur lokið yfirferð og stefnan samþykkt.
Engar athugasemdir gerðar.
3.Reykjahlíðarskóli- skólareglur – 2102010
Skólastjóri fór yfir drög að nýjum skólareglum Reykjahlíðarskóla sem byggja á jákvæðum aga.
Nefndin þakkar skólastjóra yfirferðina og lýsir yfir ánægju sinni með drög að endurbættum skólareglum sem eru í anda jákvæðs aga.
Nokkrar ábendingar bárust og verða lokadrög lögð fram síðar.
4.Barnvæn sveitarfélög – Innleiðing barnasáttmála – 2005020
Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta innleiðingu á verkefninu Barnvæn sveitarfélög í bili. Þar sem Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit eru í sameiningarviðræðum þá er það talið skynsamlegt að bíða eftir niðurstöðum úr því ferli áður en farið er af stað í jafn stórt og viðamikið verkefni.
Nefndin telur mikilvægt að farið verði af stað með verkefnið þegar aðstæður leyfa.

Fundi slitið kl. 11:50.

Scroll to Top