21. október 2021
Fundinn sátu:
Anton Freyr Birgisson, Friðrik K. Jakobsson, Guðmundur Þór Birgisson, Júlía K. Björke, Sigurbjörn Reynir Björgvinsson og Sveinn Margeirsson.
Fundargerð ritaði: Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. | Skútustaðahreppur Húsnæðisáætlun – 1709004 | |
Umsóknarfrestur um stofnfjárframlag til uppbyggingar á leiguíbúðum er til 24. október. Sveitarfélagið hyggst leggja inn umsókn um stofnfjárframlag til að reisa parhús sem er um 160 fermetrar að stærð. | ||
Vegna skorts á leiguhúsnæði telur Atvinnu- og framkvæmdanefnd mikilvægt að bregðast við. Nefndin telur skynsamlegt að nýta þá reynslu sem orðið hefur til í Þingeyjarsveit með uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í gegnum stofnfjárframlag HMS og samþykkir að sótt verði um stofnfjárframlag til HMS til byggingar á parhúsi, samsvarandi því sem reist hefur verið að Stórutjörnum í Þingeyjarsveit. Samþykkt að senda inn umsókn. Formanni nefndarinnar og sveitarstjóra falið að sjá um umsóknarferlið. | ||
Samþykkt | ||
2. | Undirbúningsstjórn nýs sveitarfélags – 2106031 | |
Vinnuhópur um skipulag, umhverfi, atvinnu og nýsköpun hefur tekið til starfa. Í honum sitja Sveinn Margeirsson, Sigurður Guðni Böðvarsson, Friðrik Jakobsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Árni Pétur Hilmarsson og Sigurlína Tryggvadóttir, ásamt Helgu Sveinbjörnsdóttur byggingafulltrúa og Atla Steini Sveinbjörnssyni skipulagsfulltrúa. | ||
Lagt fram | ||
3. | Atvinnu- og nýsköpunarstefna – 2010027 | |
Umræða um atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Unnið hefur verið í anda markmiða stefnunnar á liðnum mánuðum. | ||
Í tengslum við sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu verið endurskoðuð. Vinnuáætlun gerir ráð fyrir að móta fyrstu aðgerðir stefnunnar á næstu mánuðum. Þær aðgerðir verður hægt að nýta sem grunn að stefnumörkun fyrir atvinnu- og nýsköpunarstefnu nýs sveitarfélags. Sveitarstjóra falið að upplýsa sveitarstjóra Þingeyjarsveitar um gang vinnunnar og leita eftir samráði um mótun aðgerða. | ||
Samþykkt | ||
4. | Loftslagsstefna Skútustaðahrepps – 2108039 | |
Unnið er að mótun loftslagsstefnu Skútustaðahrepps. | ||
Lagt fram | ||
5. | Önnur mál – 2103001 | |
Fundi slitið kl. 17:30.