merki sameinaðs sveitarfélags

18.fundur atvinnumála- og framkvæmdanefndar

11. mars 2021

Fundinn sátu:
Anton Freyr Birgisson, Friðrik K. Jakobsson, Guðmundur Þór Birgisson, Júlía K. Björke, Sigurbjörn Reynir Björgvinsson, Atli Steinn Sveinbjörnsson, Guðjón Vésteinsson og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði: Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.Atvinnu- og nýsköpunarstefna – 2010027
Farið yfir tillögur að aðgerðum sem liggja fyrir í drögum tengt markmiðum atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Nefndin mun á næstu vikum skilgreina 1-2 áhersluaðgerðir tengdar hverju markmiði og kynna. Lokaútgáfa stefnunnar verði síðan unnin á lengri tíma og í því samhengi leitað eftir endurgjöf íbúa varðandi kynningu áhersluaðgerða.
Lagt fram
2.Deiliskipulag Skjólbrekku – 2102008
Í vinnslu er skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2010 – 2022 og gerð deiliskipulags við Skjólbrekku á Skútustöðum. Skipulagsáformin gera ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í tengslum við kaup ríkisins á hótel Gíg og áform um starfsemi á svæðinu.
Atvinnumála- og framkvæmdanefnd fagnar því að hilli undir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í tengslum við kaup ríkisins á hótel Gíg. Þegar skipulagsáform verða ljósari mun nefndin taka fyrir mögulega aðkomu sveitarfélagsins að fjárfestingu í íbúðarhúsnæði.
Lagt fram
3.Göngu- og hjólastígur – 2008026
Staða framkvæmdar rædd, ásamt viðhaldsáætlun.

Sérstök umræða um nokkra liði á viðhalds- og framkvæmdaáætlun, þ.m.t. uppbyggingu potta við ÍMS og endurnýjun lagna milli Reykjahlíðar og Voga.
Nefndin fagnar áformum um uppbyggingu við ÍMS. Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum um verkefnin og stöðu samninga við landeigendur í Vogum, þ.a. betur sé hægt að leggja mat á forgangsröðun framkvæmda.
Lagt fram
4.Dreifing á köldu vatni – Fyrirkomulag og fjárfestingaþörf – 2102020
Samkvæmt uppfærðri viðhaldsáætlun Skútustaðahrepps er fyrir hendi uppsöfnuð viðhaldsþörf á kaldavatnsveitu. Gerð var áætlun fyrir endurnýjun kaldavatnslagna fyrir 2011-2019, sem ekki var fylgt. Á þessum tíma hefur notkun á köldu vatni í sveitarfélaginu breyst verulega og ástæða til að meta hvort það fyrirkomulag sem er fyrir hendi dugi til að fjármagna nauðsynlegt viðhald. Lagt er til að fyrirkomulag gjaldtöku vegna kaldavatnsveitu verði endurskoðað og lagt mat á nauðsynlega viðhaldsþörf.
Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að gerð verði áætlun um viðhald og framkvæmdir, sem og viðbragðsáætlun komi til þess að lögn frá Austraselslindum bili.
Lagt fram
5.Önnur mál – 2103001
Farið í ÍMS og klifurveggur tekinn út.

Fundi slitið kl. 10:00.

Scroll to Top