merki sameinaðs sveitarfélags

12. fundur landbúnaðar- og girðingarnefndar

6. desember 2021

Fundinn sátu:

Álfdís Stefánsdóttir, Halldór Árnason, Jóhanna Jóhannsdóttir og fjallskilastjóri Birgir Hauksson auk umhverfisfulltrúa Daða Lange sem ritaði fundargerð.

  1. Samþykkt reikninga: Reikningar samþykktir en óskað er eftir fyrir næsta fund að endurnýjun girðinga fyrir árið 2022 liggi fyrir þannig að hægt sé að skipuleggja framkvæmdir betur þannig að kostnaðar/girðingagjald sé ekki svona breytilegur á milli ára.
  2. Smölun í Fellum og Grafarlöndum: Ein tvílemba tekin við Fell í október og var hún úr Vagnbrekku. Ekkert fannst í Herðubreiðarlindum og Grafarlöndum.
  3. Önnur mál: Gangnamál, Halldór Árnason segir formlega upp sem gangnaforingi á Neðri-Miðfjöllum og fundurinn leggur til að Skarphéðinn Reynir Jónsson taki við. Fyrir liggur skrifleg uppsögn. Rætt um styrkvegasjóð og lagfæringar í slóðinni í gegnum Búrfellshraun. Nefnd ýtrekar að farið verði í lagfæringar fyrir haustið 2022.

Fundi slitið 20:34.

Scroll to Top