24. fundur umhverfisnefndar

 • Umhverfisnefnd
 • 4. október 2021

 

Fundargerð

 

24. fundur umhverfisnefndar haldinn á Teams fjarfundarbúnaði,

 mánudaginn 4. október 2021, kl.  10:00.

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir, Bergþóra Hrafnhildardóttir, Egill Freysteinsson og Arnþrúður Dagsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Alma Dröfn Benediktsdóttir, verkefnastjóri.

 

Dagskrá:

1.  

Loftslagsstefna Skútustaðahrepps - 2108039

 

Loftlagsstefnur sveitarfélaga skulu innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.

 

Hildur Ásta Þórhallsdóttir kynnti næstu skref við gerð stefnunnar og skipulag vinnunnar framundan var rætt.
Sveinn Margeirsson kom inn á fundinn og kynnti samstarf við Greenfo. Greenfo hefur tekið út loftslagsbókhald fyrir Skútustaðahrepp 2019-2020. Í bókhaldinu er farið yfir eldsneytisnotkun, rafmagn og hita, úrgang og einnig innkaup sem eru stærsti losunarvaldur sveitarfélagsins. Einnig ferðir starfsmanna til og frá vinnu og viðskiptaferðir.

 

   

2.  

Hólasandur Fráveita og uppgræðsla - 1801007

 

Áframhald frá síðast fundi. Guðjón Vésteinsson og sveitarstjóri fóru yfir stöðuna á svartvatnstankinum á Hólasandi.

 


Framhald frá síðasta fundi. Fyrir fundinn lá fyrir fyrirspurn frá Ólöfu Hallgrímsdóttur varðandi svartvatnstankinn á Hólasandi.


 Er tankurinn tilbúinn til notkunar og hvenær var verkinu skilað?

 
Tankurinn er ekki tilbúinn til notkunar. Gert er ráð fyrir að verkinu verði skilað á næstu vikum, en það byggir á því að endanlegar lausnir á hönnun verði fundnar og settar upp. Við upphafshönnun var ekki tekið nægilegt tillit til áskorana sem fylgja byggingu í mikilli hæð og án rafmagnstengingar. Á síðustu mánuðum hefur, með tilkomu ráðningar verkefnastjóra framkvæmda, gefist aukinn möguleiki innan sveitarfélagsins til að rýna verkið út frá hönnun og framkvæmd þess. Sú rýni og samtal við hönnunaraðila (EFLU) hefur skilað framkvæmd sem við teljum að muni standast praktískar áskoranir sem fylgja söfnun, geymslu, hreinsun og dreifingu svartvatns á Hólasandi.

 

Hver er endanlegur kostnaður við byggingu hans og hver er hlutur ríkisins og hver er hlutur sveitarfélagsins?


Endanlegur kostnaður við byggingu svartvatnstanks liggur ekki fyrir. Ekki er gert ráð fyrir að sveitarfélagið muni þurfa að bera beinan kostnað við byggingu svartvatnstanksins, en veruleg aukin vinna hefur fallið á sveitarfélagið vegna byggingar tanksins.

Stóðst kostnaðaráætlun?


Þar sem byggingu tanksins er ekki endanlega lokið liggur ekki að fullu fyrir hver kostnaður verður. Þó er ljóst að kostnaðaráætlun mun standast í meginatriðum, komi ekki til óvæntir kostnaðarliðir hér eftir. Í samhengi kostnaðar er rétt að taka fram:
Hönnun var breytt lítillega til að gera okkur kleift að halda okkur innan kostnaðaráætlana. Það var gert í framhaldi af því að tilboð voru yfir kostnaðaráætlun og var það vegna fjarlægðar byggingarstaðar frá helstu innviðum.
Breytingar á verktökum á verktímanum hafa aukið kostnað
Gert er ráð fyrir að slóðagerð að tanki verði ódýrari en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir, vegna uppbyggingar Þeistareykjavegar
Rétt er að taka fram að sveitarfélagið hefur ekki fengið greitt vegna vinnu eigin starfsmanna. Á þetta hefur verið bent í samhengi verkefnisins og er að okkar mati eitt af því sem taka þarf tillit til í sambærilegum verkefnum til framtíðar
Einnig er rétt að taka fram að verulega auknar kröfur eru framundan vegna fráveitumála á landsvísu. Kostnaður vegna þeirra breytinga hefur verið áætlaður allt að 30 milljarðar á landsvísu. Líklegt er að sú vinna sem unnin hefur verið í sveitarfélaginu sl. misseri muni spara okkur verulega fjármuni í samhengi þeirra auknu krafna sem framundan eru.

Hver er áætlaður rekstrarkostnaður og hver mun sjá um hann?


Í samþykktri umbótaáætlun Skútustaðahrepps og 13 rekstraraðila vegna fráveitumála í Skútustaðahreppi kemur fram að áætlaður rekstrarkostnaður sé um 3700 kr/tonn af svartvatni. Inni í þeirri áætlun er gert ráð fyrir viðhaldskostnaði, afskriftum, opinberum gjöldum, endurnýjun búnaðar o.fl.. 

Í sömu umbótaáætlun kemur einnig fram að sveitarfélagið muni bera ábyrgð á og sjá um að tæma allar þrær og lokaða tanka fyrir svartvatn. Sveitarfélagið mun innheimta gjald samkvæmt gjaldskrá sem stendur undir flutningum á svartvatni og umsjón svartvatnstanksins. 

 Hver er áætlaður kostnaður pr m3 á flutningi svartsvatns í tankinn?


Í samþykktri umbótaáætlun kemur fram að söfnun úrgangs frá öllum notendum og flutningur á Hólasand sé áætlaður 1.500 kr/tonn. Þetta fer svo að sjálfsögðu eftir því hversu góðum samningum er hægt að ná við verktaka við losun. Samtal við verktaka er í gangi hvað þetta varðar, en ekki er talið rétt að leiða slík samtöl til lykta fyrr en framkvæmdum við tankinn er lokið og staða innleiðingar hjá rekstraraðilum liggur fyrir.
Kostnaður við flutning byggir ekki hvað síst á þátttöku allra rekstraaðila. Covid-19 hefur haft áhrif á innleiðingu samþykktrar umbótaáætlunar, en mikilvægt er að innleiðingu verði hraðað hjá rekstraraðilum á komandi misserum. Til umræðu hefur komið að við söfnun svartvatns verði nýttir innviðir sem eru fyrir hendi í sveitarfélaginu, t.d. haugsugur, m.a. til að hægt sé að halda kostnaði niðri og til að styðja enn frekar við uppbyggingu hringrásarhagkerfis sveitarfélagsins. Í því samhengi er þó rétt að taka skýrt fram að sveitarfélagið ber ábyrgð á fráveitumálum innan marka þess og samvinna við eigendur innviða myndi ávallt þurfa að taka mið af þeim kröfum sem gerðar eru til okkar af hálfu heilbrigðiseftirlits. Þannig er ljóst að einstökum rekstaraðilum verður ekki heimilt að nýta eigin innviði til losunar, án skýrrar heimildar sveitarfélagsins og samráðs við heilbrigðiseftirlit.

 Mun Landgræðslan alfarið sjá um dreifingu svartvatnsins og standa straum af þeim kostnaði?


 Landgræðslan (eða verktakar á hennar vegum) mun sjá um dreifingu svartvatns og stranda straum af þeim kostnaði.
 Landgræðslan mun sjá um kostnað á innkaupum á þvagefni til íblöndunar sem og dreifingu svartvatns á uppgræðslusvæði. Skútustaðahreppur sér um íblöndun.

 

   

3.  

Umhverfisstefna Skútustaðahrepps endurskoðun - 2011035

 

Aðgerðaáætlun Umhverfisstefnu Skútustaðahrepps skal yfirfarin og endurskoðuð tvisvar á ári.
Farið var yfir aðgerðaáætlun umhverfisstefnu Skútustaðahrepps.

 

Formaður tekur að sér að yfirfara aðgerðaáætlun og fylgja málum eftir. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

 

   

4.  

Umhverfisverðlaun Skútustaðahrepps - 1808036

 

Alls bárust fjórar tilnefningar. Umhverfisnefnd fór yfir tilnefningarnar og mun afhenda verðlaunin á Slægjufundi þann 23.október

 

Lagðar fram tilnefningar til Umhverfisverðlauna Skútutstaðahrepps 2021 sem verða afhent á Slægjufundi á síðasta vetrardag. Alls bárust fjórar tilnefningar.

Afgreiðsla færð í trúnaðarbók.

 

   

 

 

 

Fundi slitið kl. 11:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 12. janúar 2022

73. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 14. desember 2021

41. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. desember 2021

72. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 8. desember 2021

71. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2021

40. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

Umhverfisnefnd / 1. nóvember 2021

25. fundur umhverfisnefndar

Umhverfisnefnd / 4. október 2021

24. fundur umhverfisnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. nóvember 2021

30. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 12. október 2021

29. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. september 2021

28. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

19. fundur

Sveitarstjórn / 10. nóvember 2021

69. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 19. október 2021

39. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2021

20. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. október 2021

29. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 27. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 13. október 2021

67. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Umhverfisnefnd / 6. september 2021

23. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 14. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Nýjustu fréttir

KOMDU ŢÍNU HEITI Á FRAMFĆRI!

 • Fréttir
 • 20. janúar 2022

Elskar ţú framfarir?

 • Fréttir
 • 10. janúar 2022

73. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 10. janúar 2022

Flokkum yfir jólin

 • Fréttir
 • 20. desember 2021

72. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. desember 2021