Ađstođarmađur ţjóđgarđsvarđar í Mývatnssveit

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2021

Vatnajökulsþjóðgarður er einn þeirra kraftmiklu vinnustaða sem byggja nú upp starfsemi sína í Mývatnssveit. Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir nú stöðu aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar á hálendi norðursvæðis lausa til umsóknar. Aðsetur eru í tilvonandi gestastofu í Mývatnsveit. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með mikla samskiptahæfni, þekkingu og áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit, vöktun og uppbygging svæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi
 • Starfsmannahald og verkstjórn starfsmanna í samvinnu við þjóðgarðsvörð
 • Vinna við að bæta aðgengi gesta
 • Móttaka sérhópa og þjónusta við gesti
 • Umsjón og utanumhald um gestastofu, salerni og ræstingar eftir atvikum og þar sem við á
 • Umsjón með fræðslu á svæðum í samvinnu við fræðslufulltrúa
 • Umsjón með umhverfismálum þ.m.t. sorpflokkun
 • Vinna við öryggismál starfsmanna og gesta þjóðgarðsins
 • Samstarf við ferðaþjónustuaðila og aðra hagsmunaaðila
 • Skýrslu- og áætlanagerð
 • Er staðgengill þjóðgarðsvarðar
 • Þátttaka í þróun og stefnumótun svæðisins og Vatnajökulsþjóðgarðs
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla af landvörslu og náttúrutúlkun
 • Áhugi og þekking á umhverfismálum og náttúruvernd
 • Staðgóð landfræðiþekking á Íslandi, góð staðþekking er kostur
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Þekking á starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða er kostur
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Reynsla af ferðamennsku og útivist til fjalla er kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. 

Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2021. 

Sótt er um starfið á Starfatorgi og skal umsóknum fylgja ítarlegt yfirlit um menntun og starfsferil ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 18.11.2021

Nánari upplýsingar veitir

Anna Þorsteinsdóttir - anna.thorsteinsdottir@vjp.is - 5758400
Ragnheiður Björgvinsdóttir - 
ragnheidur.bjorgvinsdottir@vjp.is - 5758400


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 24. nóvember 2021

Ársfundur Gaums

Fréttir / 22. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 8. nóvember 2021

Árshátíđ Reykjahlíđarskola 2021

Fréttir / 5. nóvember 2021

Spennandi störf í Mývatnssveit

Fréttir / 25. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 6. október 2021

Slćgjufundur 2021

Fréttir / 4. október 2021

Umsóknir um úthlutun menningarstyrkja

Fréttir / 28. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

Fréttir / 22. september 2021

Grunnskólakennari

Fréttir / 21. september 2021

Hreinsum til í sveitinni okkar!

Fréttir / 21. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

Fréttir / 20. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar