Ungmennaráđ Skútustađahrepps - Ertu 16- 21 ára? Viltu hafa áhrif?

  • Fréttir
  • 29. september 2021

Viltu gæta hagsmuna ungs fólks í sveitarfélaginu? Viltu koma skoðunum og tillögum ungs fólks áfram í stjórnkerfi sveitarfélagsins?

 

Viltu þjálfast í lýðræðislegum vinnubrögðum og læra á stjórnkerfi sveitarfélagsins?

 

Sendu póst á starfsmann ráðsins alma@skutustadahreppur.is ef þú vilt taka þátt í áhugaverðu starfi í sveitarfélaginu þínu. Athugið að fundir ungmennaráðs eru launaðir. Ráðið fundar fimm sinnum á ári og í boði er að vera í fjarfundi ef það hentar betur.

 

Helstu markmið og hlutverk ungmennaráðs eru:

1. að koma skoðunum og tillögum ungs fólks til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins,

2. að gæta hagsmuna ungs fólks t.d. með umfjöllun og umsögnum um einstök mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega,

3. að fulltrúar ráðsins þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi sveitarfélagsins,

4. að vera ráðgefandi um framtíðarsýn félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins,

5. að efla tengsl nemenda framhaldsskóla og sveitarstjórnar með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda framhaldsskólanna um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,

6. að efla tengsl nemenda grunnskóla sveitarfélagsins og sveitarstjórnar með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda grunnskólans um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,

7. að gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks.

 

Hægt er að kynna sér nánar starfsemi ungmennaráðsins með því að kynna sér samþykktir ungmennaráðs á heimasíðu Skútustaðahrepps (Stjórnsýsla > Reglugerðir > Samþykkt ungmennaráðs)

Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 14 til 21 árs í sveitarfélaginu í umboði sveitarstjórnar. Ungmennaráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um hvert það mál sem ráðið telur tengjast hagsmunum og aðstæðum ungs fólks. Ráðið fylgist með því, eins og við á, að stofnanir og þjónusta sveitarfélagsins vinni með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. Með þessum hætti er leitast við að efla umfjöllun sveitarstjórnar um málefni er tengjast ungu fólki.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 25. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 6. október 2021

Slćgjufundur 2021

Fréttir / 4. október 2021

Umsóknir um úthlutun menningarstyrkja

Fréttir / 28. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

Fréttir / 22. september 2021

Grunnskólakennari

Fréttir / 21. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

Fréttir / 20. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 14. september 2021

Kosningar

Fréttir / 13. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

Fréttir / 10. september 2021

Skólaliđar viđ Reykjahlíđarskóla

Fréttir / 7. september 2021

Sveitarstjórnarfundur í Skjólbrekku

Fréttir / 6. september 2021