36. fundur skipulagsnefndar

 • Skipulagsnefnd
 • 15. júní 2021

Fundargerð 36. fundar skipulagsnefndar haldinn í Skjólbrekku, þriðjudaginn 15. júní 2021, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir, Pétur Snæbjörnsson, Birgir Steingrímsson, Margrét Halla Lúðvíksdóttir, Agnes Einarsdóttir, Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.

Í upphafi fundar óskaði skipulagsfulltrúi eftir að taka tvö mál inn á fund með afbrigðum undir 8. 9. og 10.lið:

2106020 Múlavegur 5 - Endurnýjun lóðarleigusamnings
2106025 Breyting á deiliskipulagi Reykjahlíðar Skútahraun
2103042 Helluhraun 18 stækkun á lóð

Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur

Dagskrá:
1.  Landgræðslan - Umsögn um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar - 2105019
2.  Skógræktin - beiðni um umsögn um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar - 2105018
3.  Umsókn um byggingarleyfi á Krókhöfða - 2106017
4.  Gerð deiliskipulags fyrir Björk, ferðaþjónusta - 2009026
5.  Deiliskipulag Skjólbrekku - 2102008
6.  Umsókn um framlengingu á stöðuleyfi gáms í Bjarnarflagi - 2102006
7.  Endurskoðun aðalskipulags - 1806007
8.  Múlavegur 5 - Endurnýjun lóðarleigusamnings - 2106020
9.  Breyting á deiliskipulagi Reykjahlíðar - Skútahraun - 2106025
10.  Helluhraun 18 - stækkun á lóð - 2103042

1.  Landgræðslan - Umsögn um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar - 2105019

Tekin fyrir drög að landgræðsluáætlun Landgræðslunnar 2021 - 2031 og umhverfismat áætlunarinnar.
Umsagnarfrestur er til 14. júní

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landgræðsluáætlun Landgræðslunnar 2021 - 2031 og umhverfismat hennar.

Samþykkt

 

2.  Skógræktin - beiðni um umsögn um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar - 2105018

Tekin fyrir drög að skógræktaráætlun Skógræktarinnar 2021 - 2031 og umhverfismat áætlunarinnar.
Umsagnarfrestur er til 18. júní

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skógræktaráætlun Skógræktarinnar 2021 - 2031 og umhverfismat áætlunarinnar en hvetur til þess að Landgræðslan og Skógræktin auki samstarf sín á milli eða sameinist eftir atvikum. Jafnframt er minnt á að skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaganna, þar með talið sá hluti skipulagsvalds er varðar beitarmál.

Samþykkt

 

3.  Umsókn um byggingarleyfi á Krókhöfða - 2106017

Tekið fyrir erindi dags. 11. júní frá Eiríki Jónssyni vegna byggingar frístundahúss á lóðinni Krókhöfða, í landi Haganess. Sótt er um heimild til að byggja 56 m² timburhús. Meðfylgjandi umsókninni er afstöðu og yfirlitsmynd dags. 10. júní 2021, samþykki nágranna dags. 14. júní og drög að aðaluppdrætti dags. 14. júní.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Samþykkt

 

4.  Gerð deiliskipulags fyrir Björk, ferðaþjónusta - 2009026

Tekin fyrir að nýju skipulagslýsing á deiliskipulagi Bjarkar sem auglýst var með athugasemdafresti frá 21. maí til og með 10. júní.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að koma viðbrögðum nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum og innkomnum athugasemdum til skipulagsráðgjafa.

Samþykkt

 

5.  Deiliskipulag Skjólbrekku - 2102008

Skipulagslýsing Skjólbrekku var auglýst frá og með föstudeginum 19. mars til og með miðvikudeginum 14. apríl 2021 með kynningarfundi sem haldinn var þann 24. mars. Drög að tillögu deiliskipulags Skjólbrekku lögð fyrir nefndina til kynningar. Farið yfir stöðu mála og þá vinnu sem framundan er.

Lagt fram til kynningar.

 

6.  Umsókn um framlengingu á stöðuleyfi gáms í Bjarnarflagi - 2102006

Pétur Snæbjörnsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið og tók ekki þátt í afgreiðslu.
Tekin fyrir beiðni frá Bjarna Pálssyni f.h. Landsvirkjunar dags. 24. janúar 2021 um framlengingu stöðuleyfis fyrir gám í Bjarnarflagi. Umrætt stöðuleyfi gildir til og með 14. október 2021.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að beiðni um framlengingu á stöðuleyfi rannsóknargáms við Skiljustöð 2 í Bjarnarflagi verði hafnað.

Samþykkt

 

7.  Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Kynnt þau erindi sem hafa borist frá landeigendum í tilefni endurskoðunar aðalskipulags Skútustaðahrepps.

Lagt fram til kynningar.

 

8.  Múlavegur 5 - Endurnýjun lóðarleigusamnings - 2106020

Tekið fyrir með afbrigðum.
Ísak Sigurðsson óskar eftir endurnýjun lóðarleigusamnings að Múlavegi 5, Mývatni.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings við Múlaveg 5, Mývatni.

Samþykkt

 

9.  Breyting á deiliskipulagi Reykjahlíðar - Skútahraun - 2106025

Pétur Snæbjörnsson vék af fundi.

Tekin fyrir með afbrigðum tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar dags. 14. júní 2021 frá Teiknistofu Arkítekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. Breytingin felur í sér stækkun lóða og byggingareita Skútahrauns 2a, 2b, 4a og 4b.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna skipulagsáformin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt

 

10.  Helluhraun 18 - stækkun á lóð - 2103042

Birgir Steingrímsson vék af fundi undir þessum lið og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Tekin fyrir með afbrigðum tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar dags. 14. júní 2021 frá Teiknistofu Arkítekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. Breytingin felur í sér stækkun lóðar og byggingareits Helluhrauns 18 í samræmi við umsókn Kristjáns Steingrímssonar dags. 23. mars 2021.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna skipulagsáformin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt

 

11.  Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Birgir Steingrímsson kom aftur inn á fund.

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

 

Fundi slitið kl. 15:20.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 12. janúar 2022

73. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 14. desember 2021

41. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. desember 2021

72. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 8. desember 2021

71. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2021

40. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

Umhverfisnefnd / 1. nóvember 2021

25. fundur umhverfisnefndar

Umhverfisnefnd / 4. október 2021

24. fundur umhverfisnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. nóvember 2021

30. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 12. október 2021

29. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. september 2021

28. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

19. fundur

Sveitarstjórn / 10. nóvember 2021

69. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 19. október 2021

39. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2021

20. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. október 2021

29. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 27. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 13. október 2021

67. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Umhverfisnefnd / 6. september 2021

23. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 14. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Nýjustu fréttir

KOMDU ŢÍNU HEITI Á FRAMFĆRI!

 • Fréttir
 • 20. janúar 2022

Elskar ţú framfarir?

 • Fréttir
 • 10. janúar 2022

73. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 10. janúar 2022

Flokkum yfir jólin

 • Fréttir
 • 20. desember 2021

72. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. desember 2021