22. fundur umhverfisnefndar

 • Umhverfisnefnd
 • 31. maí 2021

Fundinn sátu:

Sigurður Böðvarsson, Alma Dröfn Benediktsdóttir, Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir, Bergþóra Hrafnhildardóttir og Arnþrúður Dagsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Alma Dröfn Benediktsdóttir, verkefnastjóri.

Dagskrá:

1.   Umhverfisstefna Skútustaðahrepps endurskoðun - 2011035

Gerð loftslagsstefna sveitarfélaga
Hildur Ásta Þórhallsdóttir kom á fundinn og sagði frá vinnustofu sem haldið var á vegum SSNE um loftslagsstefna sveitarfélaga.

Gerð loftslagsstefnu skal vera lokið í árslok 2021 og verður unnin meðfram endurskoðun umhverfisstefnu Skútustaðahrepps í haust.
Nefndin þakka Hildi Ástu fyrir góða yfirferð.

 

2.   Landgræðsluverðlaunin 2021 - 2105036

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps veitti nýlega viðtöku fyrir hönd íbúa Skútustaðahrepps Landgræðsluverðlaununum 2021. Verðlaunin eru afhent einstaklingum, félagasamtökum og sveitarfélögum sem hafa þótt sýna góðan árangur við landgræðslu og landbætur og voru fyrst afhent 1990.
Í fréttatilkynningu Landgræðslunar við tilefnið kom fram:
Skútustaðahreppur, Sveitarfélag með virka umhverfisstefnu
Í umhverfislegu tilliti er náttúrufar í Skútustaðahreppi einstakt. Meirihluti sveitarfélagsins er í óbyggðum og nær það upp á miðjan Vatnajökul.
Íbúar í Skútustaðahreppi eru upp til hópa miklir áhugamenn um umhverfismál og landvernd. Framsæknar sveitarstjórnir liðinna ára og áratuga beittu sér í umhverfismálum og hafa nú íbúar í Skútustaðahreppi tekið forystuhlutverk á ýmsum sviðum umhverfismála. Sveitarfélagið hefur sett sér metnaðarfulla og virka umhverfisstefnu.
Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri, segir að verkefnið Bændur græða landið (BGL) hafi fest rætur í sveitarfélaginu og skilað miklum árangri. Þá hafi samstarf við Landgræðsluna í fjölmörg ár haft mikið að segja og m.a. hjálpað bændum að stýra sauðfjárbeit á skilvirkan hátt. Hér má líka nefna Landbótasjóð sem hefur stutt marga til landbóta.
Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega í Skútustaðahreppi á liðnum árum. Sveitarstjórnarmenn gerðu sér fljótt grein fyrir því að álag á vistkerfi Mývatns væri of mikið og fráveitumálum þyrfti að koma í betra horf. Ákveðið var að fara svonefnda svartvatnsleið og byggður tankur fyrir svartvatn á Hólasandi. Verkefninu má lýsa á þann hátt að ákveðið hafi verið taka á brott vandamál og breyta yfir í tækifæri.
Í tengslum við sameiningaviðræður Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur verið lögð enn þyngri áhersla á umhverfismál og tengingu þeirra við loftslagsmál. Í þessu sambandi má nefna dreifingu á heyrúllum og lífrænum áburði.
Undanfarin misseri hefur verið mikil vakning í umhverfismálum á svæðinu sem hefur leitt þess að enn fleiri tækifæri hafa verið greind. Nefna má söfnun á öllum lífrænum úrgangi í héraði og nýtingu hans til uppgræðslu og/eða ræktunar. Aftur eru Mývetningar að breyta vandamáli í tækifæri.

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni og þakklæti með verðlaunin. Verðlaunin eru viðurkenning á góðu starfi íbúa og hvatning til að halda áfram á sömu braut.

 

3.  Tilraunaverkefni um lífrænar auðlindir-úrgang - 2103034

Í apríl hófst tilraunaverkefni um Bokashi jarðgerð í sveitarfélaginu sem er loftfirrt jarðgerð með góðgerlum. Valerija starfsmaður hreppsins kom á fundinn og sagði frá framvindu vinnunar.

Nú þegar hafa 30 manns keypt Bokashi tunnur og eru byrjaðir að flokka lífrænan úrgang frá heimilissorpinu.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar í gegnum skrifstofu sveitarfélagisins eða hjá valerija@skutustadahreppur.is
Hægt er að nýta moltuna í eigi garði til moltugerðar en einnig geta íbúar losað sig við úrganginn á þremur stöðum í sveitarfélaginu á hreppsskrifstofu, gámavelli og við Hótel Gíg.
Nefndin vill hvetja alla íbúa til að kaupa sér tunnur á tilboði, settið á aðeins á 6000.- kr og taka þátt í tilraunaverkefninu með okkur.

 

4.   Starfshópur - Framandi og ágengar tegundir - 1811050

Ný fagnefnd um ágengar tegundir í Skútustaðahreppi hefur verið stofnuð. Þessi fagnefnd tekur við af starfshópi um ágengar plöntur í Skútustaðahreppi sem hefur starfað í nokkur ár. Í hópnum situr formaður umhverfisnefndar, fulltrúi Umhverfisstofnunar, fulltrúi Landgræðslunnar og fulltrúi frá Fjöreggi. Nefndinni er ætlað að hafa yfirsýn og skipuleggja vinnu við eyðingu ágengra planta í samstarfi við verkefnastjóra málefnisins.

Valerija, verkefnastjóri á umhverfissviði kom inn á fundinn og sagði frá vinnu vorsins og hvað liggur fyrir í sumar. Fagnefndin fundar á næstunni og verður gerð áæltun fyrir sumarið, næsti vetur verður nýttur til áætlanagerðar til lengri tíma.
Nefndin vill hvetja landeigendur til að vinna að upprætingu ágengra tegunda á sínu landi. Hægt er að leita eftir upplýsingum og aðstoð á skrifstofu sveitarfélagsins eða hjá valerija@skutustadahreppur.is 

 

Fundi slitið kl. 14.30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 23. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 1. júní 2021

27. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 31. maí 2021

22. fundur umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. maí 2021

26. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 26. maí 2021

61. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. maí 2021

35. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 14. maí 2021

60. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. apríl 2021

25. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 28. apríl 2021

59. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2021

34. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Nýjustu fréttir

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Hreinsum til í sveitinni okkar!

 • Fréttir
 • 21. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2021

Kosningar

 • Fréttir
 • 14. september 2021