34. fundur skipulagsnefndar

 • Skipulagsnefnd
 • 20. apríl 2021

34. fundur skipulagsnefndar haldinn í Skjólbrekku, 20. apríl 2021, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir, Arnþrúður Dagsdóttir, Birgir Steingrímsson, Margrét Halla Lúðvíksdóttir, Agnes Einarsdóttir, Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007
2. Skútahraun 18 - Breyting á byggingarreit - 2103043
3. Helluhraun 18 - stækkun á lóð - 2103042
4. Haganes lóðastofnun - 2104017
5. Reykjahlíð 3 lóðastofnun - 2104018
6. Framkvæmdaleyfi til efnistöku í Röndum - 2104014
7. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

 

1. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Erindi tekið fyrir með afbrigðum. Skipulagsráðgjafinn Árni Geirsson frá ALTA kom á fund nefndarinnar í gegnum fjarfund og kynntu þá vinnu sem hefur átt sér stað vegna endurskoðunar Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023 síðan skipulags- og matslýsing var kynnt á haustdögum 2020.

Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna.

Samþykkt
 

2. Skútahraun 18 - Breyting á byggingarreit - 2103043

Tekið fyrir erindi frá Stefáni Jakobssyni dags 23. mars 2021 þar sem óskað er eftir breytingu á byggingareit. Fyrirhuguð breyting gerir ráð fyrir viðbyggingu við bílskúr um 7 m til suðurs og 3 m til austurs.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirhuguð breyting á byggingarreit Skútahrauns 18 verði ekki heimiluð þar sem hún stendur á lóðamörkum og mun hafa veruleg áhrif á ásýnd og heildarmynd götunnar. Viðbygging á þessum stað mun hafa áhrif á útsýni og skuggavarp nágranna.

Samþykkt
 

3. Helluhraun 18 - stækkun á lóð - 2103042

Tekið fyrir erindi dags. 23. mars 2021 frá Yngva Ragnari Kristjánssyni f.h. Kristjáns Steingrímssonar þar sem óskað er eftir stækkun lóðar um 107 m2 norðan við íbúðarhús. Fyrirhuguð er bygging bílskúrs á lóðinni.

Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki stækkun lóðarinnar Helluhraun 18 og að skipulagsfulltrúa verði falið að að sjá um gerð óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Reykjahlíðar skv 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt
 

4. Haganes lóðastofnun - 2104017

Birgir Steingrímsson tók sér aftur sæti undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi dags. 16. apríl 2021 frá Kolbrúnu Ívarsdóttur með beiðni um stofnun lóðar í landi Haganess.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lóðastofnunin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Samþykkt
 

5. Reykjahlíð 3 lóðastofnun - 2104018

Tekið fyrir erindi dags. 15. apríl 2021 frá Guðmundi H. Péturssyni f.h. landeigenda Reykjahlíðar 3, L153594, þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Reykjahlíðar 3A og skipti hennar út úr jörðinni. Einnig er sótt um landskipti lóðarinnar Reykjahlíð 3 lóð, hún fái nafnið Reykjahlíð 3b og verði stækkuð samkvæmt hnitsettu mæliblaði.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin né nafnabreytingu í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Samþykkt
 

6. Framkvæmdaleyfi til efnistöku í Röndum - 2104014

Tekið fyrir erindi dags. 15. apríl 2021 frá Guðrúnu M. Valgeirsdóttur f.h. Landeigenda Reykjahlíðar ehf. þar sem sótt er um heimild til efnistöku úr Röndum, syðst í Jörundargrjótum, merkt E-376 í aðalskipulagi. Sótt er um heimild til þess að vinna allt að 50.000 m3 af efni úr námunni.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd Skútustaðahrepps farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Nefndin telur að fyrirhuguð efnistaka í Jörundargrjótum sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Arnþrúður bókar að hún telji efnistökuna hafa veruleg áhrif á umhverfið og skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Samþykkt
 

7. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022
 

Fundi slitið kl. 15:47.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 23. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 1. júní 2021

27. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 31. maí 2021

22. fundur umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. maí 2021

26. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 26. maí 2021

61. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. maí 2021

35. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 14. maí 2021

60. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. apríl 2021

25. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 28. apríl 2021

59. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2021

34. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Nýjustu fréttir

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Hreinsum til í sveitinni okkar!

 • Fréttir
 • 21. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2021

Kosningar

 • Fréttir
 • 14. september 2021