33. fundur skipulagsnefndar

 • Skipulagsnefnd
 • 16. mars 2021

33. fundur Skipulagsnefndar haldinn í Skjólbrekku, 16. mars 2021, kl.  13:07.

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir, Arnþrúður Dagsdóttir, Pétur Snæbjörnsson, Birgir Steingrímsson, Agnes Einarsdóttir, Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir.
Fundargerð ritaði:  Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:
1. Seyðisfjörður - Breyting á aðalskipulagi, deiliskipulag snjóflóðavarnargarða og óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis - 2103021
2. Borgarfjarðarhreppur - Breyting á aðalskipulagi - 2103020
3. Seyðisfjörður - Breyting á aðalskipulagi vegna Vesturvegar 4 - 2103019
4. Djúpivogur - Breyting á aðalskipulagi - 2103018
5. Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi - 2103017
6. Önnur mál - 2103001
7. Framkvæmdaleyfi fyrir niðurdælingarholu við Kröflu - 2103024
8. Stofnun lóða við Kísiliðju - 2103025

Í upphafi fundarins óskar formaður eftir því að liður 8 um stofnun lóða við Kísiliðju verði tekin fyrir með afbrigðum

1. Seyðisfjörður - Breyting á aðalskipulagi, deiliskipulag snjóflóðavarnargarða og óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis - 2103021

Tekin fyrir beiðni dags. 5. mars 2021 frá Múlaþingi um umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010 - 2030, óverulegrar breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis og deiliskipulag snjóflóðavarnargarða.

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirhuguð skipulagsáform og óskar Seyðfirðingum velfarnaðar í áframhaldandi vinnu.

Samþykkt

2. Borgarfjarðarhreppur - Breyting á aðalskipulagi - 2103020

Tekin fyrir beiðni dags. 5. mars 2021 frá Múlaþingi um umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2016 vegna breytingar á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags fyrrum Borgarfjarðarhrepps og greinargerð aðalskipulagsins.

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirhuguð skipulagsáform og óskar Borgfirðingum velfarnaðar í áframhaldandi vinnu.

3. Seyðisfjörður - Breyting á aðalskipulagi vegna Vesturvegar 4 - 2103019

Tekin fyrir beiðni dags. 5. mars 2021 frá Múlaþingi um umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010 - 2030. Breytingin á við um landnotkun á lóð Vesturvegar 4. Um er að ræða breytingu frá íbúðarsvæði með hverfisvernd og yfir í blandaða landnotkun íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu með hverfisvernd. Með breytingu á landnotkun verður minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu heimil á svæðinu s.s. gistiheimili og veitingahús. Stærð reitsins og lóðar er minni en 0,1 ha.

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirhuguð skipulagsáform og óskar Seyðfirðingum velfarnaðar í áframhaldandi vinnu.

4. Djúpivogur - Breyting á aðalskipulagi - 2103018

Tekin fyrir beiðni dags. 5. mars 2021 frá Múlaþingi um umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Breytingin á Felur í sér stækkun athafnasvæðis við Háukletta.

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirhuguð skipulagsáform og óskar íbúum Djúpavogs velfarnaðar í áframhaldandi vinnu.

5. Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi - 2103017

Tekið fyrir erindi dags. 12. mars 2021 frá Eiríki V. Pálssyni f.h. Hótels Laxá þar sem óskað er eftir að gerð sé breyting á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis í landi Arnarvatns. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á greinargerð dags. 12. mars 2021. Fyrirhuguð deiliskipulagsbreyting felur í sér heimild til þess að 10% af grunnfleti byggingar megi vera á þriðju hæð. Heildar byggingarmagn og nýtingarhlutfall er óbreytt.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis í landi Arnarvatns. Nefndin vill vekja athygli á því að myrkurgæði verði höfð í hávegum og gætt að ljósmengun. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt

6. Önnur mál - 2103001

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fara yfir verkefni á þeirra borði.

Pétur Snæbjörnsson vék af fundi eftir þennan lið og tók ekki þátt í afgreiðslu liða 7 og 8 vegna vanhæfis.

7. Framkvæmdaleyfi fyrir niðurdælingarholu við Kröflu - 2103024

Erindi dags. 12. mars 2021 frá Axel Vali Birgissyni f.h. Landsvirkjunar þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir borun niðurdælingarholu fyrir tilraun með förgun á þéttivatni frá Kröflustöð. Framkvæmdin er í samræmi við breytingu á skipulagi Kröfluvirkjunar sem tekur gildi þann 26. mars 2021.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna niðurdælingarholu fyrir förgun þéttivatns frá Kröflustöð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar deiliskipulag hefur öðlast gildi.

Samþykkt

8. Stofnun lóða við Kísiliðju - 2103025

Tekið fyrir erindi frá Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur f.h. Landeigenda Reykjahlíðar dags. 14. mars 2021 þar sem óskað er eftir stofnun lóða á iðnaðarsvæði á Kísiliðjureit.

Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um lóðastofnun en hvetur til þess að landeigendur framkvæmi deiliskipulag á svæðinu til þess að halda utan um framtíðar uppbyggingu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóða á iðnaðarlóð vestan gömlu Kísiliðjunnar og að byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Samþykkt

 

Fundi slitið kl. 14:21


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 23. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 1. júní 2021

27. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 31. maí 2021

22. fundur umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. maí 2021

26. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 26. maí 2021

61. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. maí 2021

35. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 14. maí 2021

60. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. apríl 2021

25. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 28. apríl 2021

59. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2021

34. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Nýjustu fréttir

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Hreinsum til í sveitinni okkar!

 • Fréttir
 • 21. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2021

Kosningar

 • Fréttir
 • 14. september 2021