56. fundur. sveitarstjórnar

 • Sveitarstjórn
 • 11. mars 2021

Fundargerð

56. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6,

 10. mars 2021, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - 1905032

Í júní 2019 samþykktu sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 9. mars 2021 og greinargerðinni Þingeyingur-stöðugreining og forsendur dags. 9. mars 2021.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 18 bókuðum fundum. Samstarfsnefnd skipaði 5 starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins, www.thingeyingur.is, og hefur verkefnið verið kynnt á íbúafundum og sjónarmiða íbúa aflað.

Það er álit samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 5. júní 2021 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps vísar málinu til síðari umræðu sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Lagt fram

2. Deiliskipulag Skjólbrekku - 2102008

Tekin fyrir að nýju skipulags- og matslýsing unnin af Mývatn ehf dags. 4. mars 2021. Lýsingin var áður á dagskrá sveitarstjórnar þann 24. febrúar 2021 og hefur verið uppfærð. Skipulags- og matslýsingin er unnin vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 og gerð deiliskipulags Skjólbrekku við Skútustaði og gerir grein fyrir skipulagsmörkum og fyrirhuguðri uppbyggingu á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulags- og matslýsinguna, með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum, fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum og að leitað verði umsagna Skipulagsstofnunar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt

3. Atvinnu- og nýsköpunarstefna - 2010027

Atvinnumála- og framkvæmdanefnd vinnur að aðgerðaáætlun í tengslum við markmið sem hafa verið sett í tengslum við mótun hennar. Markmiðin eru:

1. Hamingjusamt, heilsueflandi samfélag: Húsnæði og þjónusta er fyrir hendi í sveitarfélaginu sem hentar öllum
2. Dreifum eggjunum: Stuðlum að fjölbreyttu atvinnulífi
3. Bætum sólarhringinn: Fækkum hindrunum til aukinnar verðmætasköpunar og nýtum tíma íbúa betur
4. Allir velkomnir: Fjöldi íbúa verði 600 árið 2025
5. Í hæstu hæðum: Gerum kosti þess að búa í Mývatnssveit ljósa
6. Verum græn - allir græða: Vinnum í umhverfisvænum lausnum

Lagt fram

4. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Umsókn um Höfða - 1611026

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur tilkynnt um úthlutun á 44 milljóna styrk til Skútustaðahrepps til að 1) koma upp salernisaðstöðu við Höfða í Mývatnssveit, 2) koma fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn á reiðhjólum við Höfða og 3) koma fyrir "svífandi reiðhjólastígseiningum" í námunda við Höfða þar sem
aðstæðum háttar svo til að hefðbundinn hjólastígur (malbikaður) gengur ekki vegna aðstæðna við Mývatn og sérlaga sem um svæðið gilda, með verndun þess að markmiði.

Nánari upplýsingar um styrki framkvæmdasjóðs ferðamannastaða: https://geo.alta.is/fms/frla/ og https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/ANR/FerdaThjonusta/FF 2021.pdf

Framkvæmdin verður samhæfð lagningu göngu- og hjólastígs, sem hefur verið rædd við landeigendur frá Skútustöðum í Geiteyjarströnd og verður útfærð nánar á næstu vikum, í samráði við landeigendur, Umhverfisstofnun, RAMÝ, Vegagerðina o.fl.

Alls var úthlutað rúmri 121 milljón til verkefna í Skútustaðahreppi úr landsáætlun um uppbyggingu innviða og úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Lagt fram

5. Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023

Í samræmi við fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps árið 2021 og aðgerðaáætlun sveitarstjórnar til viðspyrnu efnahagslífs í kjölfar Covid-19, hefur verið unnið að fjölmörgum verkefnum á vettvangi sveitarfélagsins. Lögð hefur verið áhersla á græn verkefni og hefur sveitarfélagið m.a. verið í samstarfi við Vegagerðina, Landgræðsluna, Vatnajökulsþjóðgarð, Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og Þekkingarnet Þingeyinga tengt verkefnum á borð við göngu-og hjólastíg, uppbyggingu í Höfða, meðferð á lífrænum úrgangi, átaksverkefni tengt ágengum tegundum í lífríki sveitarfélagsins og ýmsum verkefnum tengt háskólanemendum.

Vinnuskóli verður starfræktur í sumar, þar sem ungmennum innan sveitarfélagsins verður gefinn kostur á að takast á við uppbyggingarverkefni innan sveitar.

Þá hefur verið lögð áhersla á að skapa aðstöðu fyrir störf án staðsetningar og samstarf við Vatnajökulsþjóðgarð, Umhverfisstofnun, Landgræðsluna og RAMÝ tengt uppbyggingu í Gíg.

 

Þátttaka íbúa við stefnumótun hefur skipt miklu máli í samhengi viðspyrnuaðgerða og er vinna tengd ýmsum starfshópum grundvöllur margra þeirra verkefna sem horft hefur verið til. Íbúar eru áfram hvattir til að koma á framfæri ábendingum um frekari verkefni sem hrinda má í framkvæmd til að ýta undir viðspyrnu samfélagsins vegna Covid-19.

Lagt fram

6. Staða skólastjóra Reykjahliðarskóla - 2103007

Sólveig Jónsdóttir, skólastjóri Reykjahlíðarskóla, hefur ákveðið að láta af störfum skjólastjóra í vor. Unnið er að gerð auglýsingar um eftirmann Sólveigar í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Ásgarð (áður Trappa), sem hefur verið sveitarfélaginu til ráðgjafar við framþróun skólastarfs.

Lagt fram

7. ÁTVR: Áfengisverslun - 1706025

Með vísan í bréf ÁTVR dags. 23. júní 2017, bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps dags. 23. ágúst 2017 og 10. gr. laga nr. 86/2011 um verslun ríkisins með áfengi og tóbak óskar Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins hér með eftir endurnýjaðri heimild Skútustaðahrepps til þess að opna áfengisverslun á Mývatni.
Til upplýsinga vill ÁTVR taka fram að á sínum tíma tókst ekki að finna heppilegt húsnæði fyrir vínbúð en nú hefur ÁTVR tryggt sér ágætt húsnæði að Hraunvegi 8. Ef sveitarstjórn veitir leyfi til opnunar
vínbúðar hyggst ÁTVR opna verslunina fyrir sumarið.

Sveitarstjórn heimilar Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að opna áfengisverslun í Mývatnssveit.

Samþykkt

8. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Lagt fram

13. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 32. fundar skipulagsnefndar dags. 5. mars 2021. Fundargerðin er í einum lið sem tekin var til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið tvö.

Lagt fram

11. Umhverfisnefnd Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 20. fundar umhverfisnefndar dags. 2 mars 2021. Fundargerðin er í þremur liðum.

Lagt fram

12. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram fundargerð velferðar- og menningarmálanefndar dags. 2. mars 2021. Fundargerðin er í þremur liðum.

Lagt fram

9. SSNE - Fundargerðir - 1611006

Lögð fram fundargerð 22. fundar stjórnar samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, dags 10. febrúar 2021. Fundargerðin er í 3 liðum.

Lagt fram

10. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram fundargerð 895. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. febrúar. Fundargerðin er í 38. liðum.

Lagt fram

Fundi slitið kl. 12:00.

Helgi Héðinsson

Elísabet Sigurðardóttir

Sigurður Böðvarsson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Dagbjört Bjarnadóttir

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 23. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 1. júní 2021

27. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 31. maí 2021

22. fundur umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. maí 2021

26. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 26. maí 2021

61. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. maí 2021

35. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 14. maí 2021

60. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. apríl 2021

25. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 28. apríl 2021

59. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2021

34. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Nýjustu fréttir

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Hreinsum til í sveitinni okkar!

 • Fréttir
 • 21. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2021

Kosningar

 • Fréttir
 • 14. september 2021