HAMINGJUKÖNNUN 2021

  • Fréttir
  • 15. mars 2021

Hamingjukönnunin 2021 er klár og þú getur tekið þátt rafrænt með því að smella hér.

Þetta er í þriðja sinn sem lögð er fram könnun um hamingju og vellíðan íbúa og hefur þátttaka hingað til verið góð.

Niðurstöður fyrri kannana leiddu ýmislegt í ljós og meðal annars að huga þurfti betur að ungu kynslóðinni og farið var í sértækar aðgerðir fyrir þann hóp. Boðið var uppá sálfræðitíma og fyrirlestra fyrir alla sem vildu, heilsuráðgjöf og náttúrumeðferð fyrir unga fólkið og einnig skipulagðar göngur þar sem íbúar gátu notið samveru og útiveru og hafa þær mælst vel fyrir.

Eins og áður verða niðurstöður skoðaðar og farið í sértækar aðgerðir í framhaldinu sem miða að því að auka hamingju og vellíðan íbúa sveitarfélagsins. Margir hafa nýtt sér þau úrræði sem hafa verið í boði og til að geta boðið uppá úrræði sem henta flestum þá skiptir miklu máli að sem flestir taki þátt í könnuninni.

Þetta eru aðeins 16 spurningar og tekur 2-4 mínútur að svara. 

 

Sveitarfélagið hefur fengið Þekkingarnet Þingeyinga líkt og áður til að leggja fyrir könnunina og er hægt að svara henni rafrænt með því að smella á linkinn. Ennfremur verður hringt út til íbúa og þeir sem ekki hafa svarað rafrænt gefst kostur á að svara í síma.

Niðurstöður verða ekki greindar niður á einstaklinga og öll svör eru trúnaðarmál.

Eins og áður er spurningalistinn unninn með aðstoð frá Embætti landlæknis og með hliðsjón af rannsókn Jóhönnu Jóhannesdóttur. Jafnframt er notast við nokkrar spurningar úr rannsókn Háskóla Íslands ,, LÍÐAN ÞJÓÐAR Á TÍMUM COVID-19‘‘.

 

Hamingjukönnun Mývetninga 2021 - Svaraðu rafrænt með því að smella hér


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 13. apríl 2021

ÍMS opnar á fimmtudaginn 15. apríl

Fréttir / 13. apríl 2021

Hakkaţon um helgina

Fréttir / 12. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 26. mars 2021

Páskaleikur ÍMS

Fréttir / 22. mars 2021

Hacking Norđurland- MATUR-VATN-ORKA

Fréttir / 15. mars 2021

Hefjum störf í Skútustađahreppi

Fréttir / 11. mars 2021

Skólastjóri óskast í sólríka sveit

Fréttir / 8. mars 2021

56. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 15. mars 2021

HAMINGJUKÖNNUN 2021

Fréttir / 24. febrúar 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

Fréttir / 23. febrúar 2021

Störf án stađsetningar

Fréttir / 22. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 8. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

Fréttir / 8. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar