19. fundur Umhverfisnefndar

 • Umhverfisnefnd
 • 25. febrúar 2021

Fundargerð

19. fundur umhverfisnefndar haldinn Skjólbrekku,

 1. febrúar 2021, kl.  09:00.

Fundinn sátu:

Sigurður Böðvarsson, Alma Dröfn Benediktsdóttir, Ingi Þór Yngvason og Arnþrúður Dagsdóttir, formaður.

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir.

Dagskrá:

1. Kynning á verkefninu KolNÍN - 2101020

Sigurlína Tryggvadóttir kynnir starfsemi KolNÍN og hvernig fyrirhuguð kolefnisbinding gæti komið fyrir í endurskoðuðu aðalskipulagi. KOLNÍN er undirverkefni í Nýsköðun i norðri sem er verkefni sem snýst um að auka nýsköpun innan svæðisins, samhliða baráttunni við loftslagsbreytingar. Í KOLNÍN er litið til tækifæra í kolefnisbindingu.

Umhverfisnefnd þakkar Sigurlínu kærlega fyrir áhugaverða kynningu.
Nefndin telur mikilvægt að svæði til kolefnisbindingar verði höfð í huga við vinnu á endurskoðun aðalskipulags.
Búast má við fyrstu niðurstöðum frá KolNíN í vor og verður málið aftur á dagskrá nefndarinnar.
 

2. Umhverfisfulltrúi - 2011001

Daði Lange nýráðinn umhverfisfulltrúi fór yfir stöðuna á málaflokknum og þau verkeni sem eru framundan.

Umhvefisnefnd þakkar Daði fyrir yfirferðina.
Eftir umræður á fundinum var ákveðið að umhverfisfulltrúi muni sitja fundi nefndarinnar sem starfsmaður sveitarfélagsins.

3. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps endurskoðun - 2011035

Umhverfisstefna Skútusstaðahrepps yfirfarin.Framhald frá síðasta fundi þar sem farið er yfir aðgerðaáætlun stefnunnar þar sem fram kemur lýsing á verkþáttum, tímamörk og ábyrðaraðili fyrir framkvæmd þeirra.Umhverfisnefnd hefur farið yfir aðgerðaáætlun umhverfisstefnunnar. Ljóst er að margt hefur þegar komist í framkvæmd eða verið er að vinna að af fullum þunga. Umhverfisnefnd felur formanni að fylgja eftir þeim atriðum sem á vantar og eiga samkvæmt áætluninni að vera komin af stað. Umhverfisstefnan skal yfirfarin tvisvar á ári í mars og september og mun nefndin fara yfir hana á fundi sínum í mars.
Bæta þarf við stefnuna verkefnum sem tilheyra starfi umhverfisfulltrúa t.d. vargeyðingu og beitarmálum

4. Úrgangsgryfja - 2010003

Skipulagsfulltrúi fer yfir vinnu sína að lausn verkefnisins.

Umhverfisnefnd þakkar Atla fyrir yfirferðina en verið er að skoða staðsetningu og starfsleyfi fyrir úrgangsgryfju fyrir óvirkan úrgang í sveitarfélaginu. Einnig er verið að vinna að finna lausnir til þess að garðaúrgangi geti verið nýttur innan sveitarfélagsins.

5. Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 - 2101034

Óskað er eftir umsögnum um drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Meginmarkmið stefnunnar eru að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, vinna að kolefnishlutleysi Íslands og að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Drögin eru sett fram undir heitinu Í átt að hringrásarhagkerfi.

Meginmarkmið stefnunnar eru að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, vinna að kolefnishlutleysi Íslands og að auka endurvinnslu og aðra endurnýtingu, draga úr urðun og hætta urðun lífbrjótanlegs úrgangs. Framtíðarsýnin er að Ísland verði meðal leiðandi þjóða í loftslagsmálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir.

Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi er með því mesta sem gerist meðal EES-ríkja og er endurvinnsla heimilisúrgangs of lítil og of mikið af honum urðað. Nýrri stefnu er ætlað að bæta úr þessu. Árið 2018 féllu til hér á landi um 1.300 þúsund tonn af úrgangi í heild og þar af voru 216 þúsund tonn urðuð. Þetta sama ár var samanlögð losun gróðurhúsalofttegunda frá urðun úrgangs, sorpbrennslu og jarðgerð hér á landi tæp 5% af heildarlosun Íslands og má rekja 95% af þeirri losun til urðunar úrgangs.

Árið 2016 kom út fyrri hluti stefnunnar undir heitinu Saman gegn sóun, sem kveður á um aðgerðir til úrgangsforvarna. Í stefnunni sem nú er til kynningar er mælt fyrir 24 aðgerðum og er stefnt að því að 12 þeirra verði lögfestar á þessu ári, m.a. skylda til flokkunar heimilisúrgangs og rekstrarúrgangs, samræming merkinga fyrir úrgangstegundir, bann við urðun úrgangs sem hefur verið safnað sérstaklega til endurvinnslu og að innheimta gjalda fyrir meðhöndlun úrgangs verði sem næst raunkostnaði við meðhöndlun hans. Með stefnunni eru stigin skref í átt að innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi. Meðal annarra aðgerða sem fara á í eru álagning urðunarskatts, bann við urðun lífbrjótanlegs úrgangs, stuðningur við heimajarðgerð og stuðningur við uppbyggingu innviða til meðhöndlunar úrgangs sem samræmast hugmyndum um hringrásarhagkerfi. Jafnframt er í drögunum að finna aðgerðir sem styðja eiga sérstaklega við sveitarfélög við að innleiða bætta úrgangsstjórnun.

Stefnan tekur við af Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013?2024 og er það í samræmi við breytingar sem gerðar voru á lögum um meðhöndlun úrgangs árið 2014.

Frestur til að senda inn umsagnir er til 23. febrúar nk.

Umhverfisnefnd felur formanni og sveitarstjóra að senda inn umsögn að höfðu samráði við nefndina.

 

Fundi slitið kl. 12:30

Sigurður Böðvarsson

Alma Dröfn Benediktsdóttir

Ingi Yngvason

Arnþrúður Dagsdóttir

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 23. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 1. júní 2021

27. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 31. maí 2021

22. fundur umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. maí 2021

26. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 26. maí 2021

61. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. maí 2021

35. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 14. maí 2021

60. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. apríl 2021

25. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 28. apríl 2021

59. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2021

34. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Nýjustu fréttir

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Hreinsum til í sveitinni okkar!

 • Fréttir
 • 21. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2021

Kosningar

 • Fréttir
 • 14. september 2021