22. fundur

 • Skóla- og félagsmálanefnd
 • 27. janúar 2021

Fundargerð

22. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn að Hlíðavegi 6,

 27. janúar  2021, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir formaður, Arnar Halldórsson, Þuríður Pétursdóttir, Helgi Arnar Alfreðsson

Fundargerð ritaði:  Alma Dröfn Benediktsdóttir, Formaður.

Dagskrá:

1. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Skólastjóri fór yfir stöðu vinnunnar við Umbótaáætlun Reykjahlíðarskóla með Tröppu ehf. í kjölfar ytra mats.

Skólastjóra og kennaramat. Skólastjóri fer í kennslustundir hjá kennurum og metur eftir fyrir fram gefnu matsblaði. Einnig fara kennarar í tíma hverjir hjá öðrum með matsblað. Þetta er liður í sjálfsmati.
Búið er að senda rafræna könnun til foreldra um ýmislegt í skólastarfinu.
Áætlun um samstarf heimilis og skóla er í kynningu hjá foreldrum. Foreldrafulltrúar skólaráðsins sendu skjalið og taka við athugasemdum. Það verður svo tekið fyrir á skólaráðsfundi 12. febrúar.
Áætlun gegn einelti verðu líka lögð fyrir í skólaráði.
Byrjað er á endurskoðun á skólareglum og verða þær settar fram í anda Jákvæðs aga.
Foreldraviðtöl eru nýbúin og foreldrar komu í skólann. Bréf barst frá Mennta- og menningarmálaráðherra eftir viðtölin þar sem hann óskaði eftir að foreldrar kæmu almennt ekki í skólann.
Danskennsla var síðustu 2 daga .
Nefndin þakkar Sólveigu fyrir yfirferðina.

2. Tannhjólið - 2101018

Skólastjóri kynnti Tannhjólið

Tannhjólið er rammi utan um námsferil þar sem nemendur hanna og útfæra sína eigin valgrein eða verkefni í hóp. Hugmyndafræðin byggir á hugmyndum um Forvitnimiðað nám (e. Inquiry based learning) og sköpunarnám (e. Maker centered learning) og stuðst er fyrst og fremst við hönnunarhugsun (e. Design thinking). Unnið er út frá grunnþættinum sköpun og hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Miðpunkturinn er að nemendur hanni og útbúi sína eigin afurð og verði í ferlinu rannsakendur, hönnuðir, uppfinningamenn, framleiðendur og seljendur sinnar eigin vöru. Í ferlinu er gert ráð fyrir að nemandi leiti sér leiðsagnar hjá aðila sem hefur þekkingu sem nýtist nemanda. Miðað er við að leitað sé grænna leiða og efniviður endurunninn eins og frekast er unnt.
Markmið með Tannhjólinu
Að nemendur:
Læri að móta sér markmið og standa við það
Dýpki skilning sinn á málefni á eigin áhugasviði
Þrói með sér sjálfstæð vinnubrögð
Verði leiðtogar í eigin námi
Temji sér að nota styrkleika sína sér til framdráttar
Geti greint frá uppgötvunum sínum, reynslu og upplifunum
Fylgi hugmynd eftir og raungeri hana sem afurð til birtingar/kynningar og umfjöllunar

3.

Fundadagskrá 2021 - 2012013

Farið yfir fundadagatal 2021

Lagt fram

4.

Litaflokkunarkerfi fyrir skólastarf - 2101017

Frá og með næstu áramótum verður byrjað að vinna eftir nýju litaflokkunarkerfi innan skólasamfélagsins. Markmið litaflokkunarkerfisins er að auka fyrirsjáanleika og einfalda skipulag sóttvarnaráðstafana í skóla- og frístundastarfi hér á landi. Litakóðinn tekur mið af almennri litaflokkun almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra COVID-19 Viðvörunarkerfi? sem kynnt hefur verið.

Lagt fram til kynningar.

5.

Leikskólinn Ylur Skólastarf - 1801024

Leikskólastjóri fór yfir þær breytingar sem eiga sér stað innan leikskólans. Deildir innan leikskólans verða nú tvær, Mánadeild og Stjörnudeild en skólahópurinn heldur sínu nafni Blásteinn. Á Mánadeild verða börnin 10 í árgöngum 2015 og 2016 og á Stjörnudeild 8 í árgöngum 2017, 2018 og 2019. Þessar breytingar eru gerðar í hagræðingarskyni þar sem börnunum hefur fækkað töluvert. Með þessu móti getum við nýtt mannauðinn enn frekar sem og húsnæðið og tekist betur á við nýjungar eins og styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki. Deildarstjórar munu áfram fylgja eftir faglegu starfi með fyrri hópum en meira verður um samvinnu. Eydís Elva hefur áfram umsjón með skólahóp og þeirra starfi. Mánadeild verður staðsett þar sem Blásteinn hefur verið og í sérkennsluherbergi og Stjörnudeild verður þar sem Mánadeild var. Gamla Stjörnudeild verður nú nýtt sem listasmiðja, sérkennslu- og fundarherbergi.

Nefndin þakkar Ingibjörgu yfirferðina og lýsir yfir ánægju sinni með skjót viðbrögð við breyttum aðstæðum á leikskólanum.
Gleðilegt að stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólki sé komin af stað.

Fundi slitið kl. 14:00.

Alma Dröfn Benediktsdóttir

Arnar Halldórsson

Þuríður Pétursdóttir

Helgi Arnar Alfreðsson

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2021

56. fundur. sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. mars 2021

32. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Nýjustu fréttir

Skokk- og gönguhópur Mývatnssveitar.

 • Fréttir
 • 14. apríl 2021

ÍMS opnar á fimmtudaginn 15. apríl

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Hakkaţon um helgina

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Vinnuskóli sumariđ 2021

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

Páskaleikur ÍMS

 • Fréttir
 • 26. mars 2021