Ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar af völdum COVID-19 tekur gildi á morgun 13. janúar.
Eftir fund viðbragðsteymis Skútustaðahrepps í dag var ákveðið að opna ÍMS að hluta á morgun eins og ný reglugerð gerir ráð fyrir. Leyfilegt verður að halda hóptíma í íþróttasal, Cross training, Zumba og boltaíþróttir.
Búningsklefar og tækjasalur verða áfram lokaðir.
Vinsamlegast kynnið ykkur nýja relgugerð á https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/01/08/COVID-19-Takmarkanir-a-samkomum-rymkadar-fra-13.-januar/
Munum að halda áfram persónulegum sóttvörnum þvo og spritta hendur og halda fjarlægð.
Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
Þetta er ekki búið. Förum varlega !