Þekkingar- og nýsköpunarklasi í Skútustaðaskóla

  • Fréttir
  • 8. janúar 2021

Skútustaðahreppur fagnar kaupum ríkisins á Hótel Gíg, sem áður hýsti Skútustaðaskóla. Fyrirhugað er að hluta húsnæðisins verði breytt í Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs. 

Samhliða uppbyggingu gestastofu verður horft til þróunar á þekkingar- og nýsköpunarklasa í húsinu. Þannig skapist sameiginlegur vettvangur fyrir frumkvöðla, fyrirtæki og stofnanir, sem vinna á sviði þekkingar, rannsókna, miðlunar og nýsköpunar. 

Markmiðið er meðal annars að styrkja samfélagið og byggðina og gefa fyrirtækjum og frumkvöðlum tækifæri til að efla starf sitt og starfsumhverfi.

Áformin hafa verið í burðarliðnum um talsverðan tíma, en hafa fengið byr í seglin síðustu mánuði. Á vormánuðum 2020 unnu 30 Þingeyingar í rýnihópum Nýsköpun í norðri (NÍN). Einn hópanna var helgaður innviðauppbyggingu á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Þar var m.a. lögð áhersla á að koma á fót miðstöð þekkingar, miðlunar og nýsköpunar í Mývatnssveit. 

Skútustaðahreppur hefur átt í góðu samstarfi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið um áformin, sem og Vatnajökulsþjóðgarð, Landgræðsluna, Umhverfisstofnun, Ramý og fleiri stofnanir sem leggja áherslu á þekkingardrifið starf á sviði verndunar og nýtingar á svæðinu. 

Uppbygging þekkingar- og nýsköpunarklasans er mikilvægt skref í viðspyrnuaðgerðum Skútustaðahrepps, mun styrkja innviði samfélagsins og stórauka tækifæri á sviði þekkingar og nýsköpunar. 

Frekari upplýsingar um uppbyggingu þekkingar- og nýsköpunarklasa í Skútustaðaskóla veitir Sveinn Margerisson sveitarstjóri Skútustaðahrepps.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FR?TTIR

Fréttir / 22. janúar 2021

Guðjón Vésteinsson greinir orkukosti

Fréttir / 4. janúar 2021

Styrkur til uppsetningar hleðslustöðva

Fréttir / 21. desember 2020

Opnunartími skrifstofu yfir jól og áramót

Fréttir / 14. desember 2020

Leikskólinn Ylur- Skóli á grænni grein

Fréttir / 14. desember 2020

51. fundur

Fréttir / 12. desember 2020

Engin Covid smit

Fréttir / 12. desember 2020

Fundur um COVID-19 úrræði stjórnvalda

Fréttir / 8. desember 2020

Ungmennaráð Skútustaðahrepps

Fréttir / 7. desember 2020

Dagskrá 50. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 3. desember 2020

Færð og aðstæður

Fréttir / 23. nóvember 2020

49. fundur

Nýjustu fréttir

Ungmennaráð Skútustaðahrepps

  • Fréttir
  • 26. janúar 2021

53. fundur

  • Fréttir
  • 25. janúar 2021

Grímunotkun í ÍMS

  • Fréttir
  • 21. janúar 2021

Sorphirðudagatal 2021

  • Fréttir
  • 18. janúar 2021

52. fundur sveitarstjórnar

  • Fréttir
  • 11. janúar 2021

Uppgjör á hitaveitu fyrir 2020

  • Fréttir
  • 4. janúar 2021

Niðurstaða sveitarstjórnar auglýst

  • Stjórnsýsla
  • 21. desember 2020

Flokkum yfir jólin

  • Fréttir
  • 16. desember 2020

Nú er komið að álestri hitaveitumæla

  • Fréttir
  • 14. desember 2020