Fundargerð
18. fundur umhverfisnefndar haldinn í Skjólbrekku,
30. nóvember 2020, kl. 09:00
Fundinn sátu:
Arnþrúður Dagsdóttir, formaður. Sigurður Böðvarsson , Alma Dröfn Benediktsdóttir Bergþóra Hrafnhildardóttir og Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.
Daði Lange kom inn sem gestur í máli 1 og 2.
Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir.
Dagskrá:
1. Vargeyðing 2020 - 2004016
Daði Lange kom og fór yfir stöðuna á vargeyðingu og hvað hefur verið gert í ár.
Daði byrjaði sem verktaki 1. júní 2020 þegar Ingi Þór lét af störfum.
Ingi Þór og Gunnar Rúnar hafa aðstoðað Daða við að koma sér inn í starfið.
Veiddar hafa verið 68 tófur og 56 minkar, af þeim voru 27 minkar í Herðubreiðarlindum. Leitað er á 200 grenjum.
Nefndinn þakkar Daða yfirferðina og fagnar því að þetta sé komið í gott ferli.
Einnig þakkar nenfndin Inga Þór og Gunnari Rúnari við að aðstoða Daða við að koma sér inn í starfið.
2. Ástand girðinga 2020 - 2011034
Daði Lange fór yfir ástand girðinga í sveitarfélaginu og ræddi stöðu mála í málaflokknum.
Daði nefndi og nefndin tekur undir lélegt ástand girðinga á mörgun stöðum og nauðsyn niðurrifs þeirra.
Nefndin fagnar þeirri vinnu sem hafin er varðandi skipulag á girðingum í sveitarfélaginu en landbúnaðar- og girðinganefnd fjallaði um þessi mál á síðasta fundi.
Nefndin vill hvetja landeigendur til að huga að lélegum girðingum og fjarlægja ónýtar og óþarfa girðingar í sínu nærumhverfi.
3. Starfshópur - Framandi og ágengar tegundir - 1811050
Sigurður Guðni fór yfir umræður á síðasta fundi starfshóps um ágengar plöntur.
Hópurinn fundaði með sumar starfsmanni hreppsins Valerija Kiskurno og fór hún yfir þá vinnu sem fór fram í sumar. Valerija skilar starfsskýrslu til sveitarfélagsins nú í árslok. Ágengi hópurinn stefnir á að hittast í kjölfarið og ræða framhaldið.
Nefndin þakkar fyrir vel unnin störf og það að þetta sé í góðu ferli. Nefndin bendir á að þetta er langtíma verkefni og á mikilvægi þess að starfið haldi áfram og unnið verði að miklum þunga í málaflokknum.
4. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps endurskoðun - 2011035
Aðgerðaráætlun yfirfarin og endurskoðuð.
Umhverfisstefnan skal yfirfarin tvisvar á ári í mars og september.
Formanni er falið að taka umræður á fundinum áfram og málið verður aftur á dagskrá næsta fundar nefndarinnar.
5. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007
Tekin fyrir uppfærð lýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023.
Sveitarstjórn samþykkti á 46. fundi dags. 7. október 2020 fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.
Atli Steinn skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn og fór yfir lýsinguna.
Málið verður aftur á dagskrá næsta fundar nefndarinnar og minnisblað unnið í samræmi við umhverfisstefnuna.
Fundi slitið kl. 11:00
Sigurður Böðvarsson
Alma Dröfn Benediktsdóttir
Bergþóra Hrafnhildardóttir
Arnþrúður Dagsdóttir