21. fundur

 • Skóla- og félagsmálanefnd
 • 18. nóvember 2020

Fundargerð

21. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,

 18. nóvember 2020, kl.  11:00.

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir, Arnar Halldórsson, Sylvía Ósk Sigurðardóttir, Helgi Arnar Alfreðsson.

Fundargerð ritaði:  Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.

Dagskrá:

1. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Skólastjóri fór yfir stöðun á umbótaáætlun ytra mats Reykjahlíðarskóla og stöðuna á innra mati skólans.

Ytra matið- Nemendalýðræði, skjalið komið á heimasíðuna. Stjórn nemendafélagsins kom að þeirri vinnu.
Vinna er í gangi að uppfæra áætlun gegn einelti og einnig um samstarf heimilis og skóla. Skólaráð mun koma að vinnunni um samstarfið. Næsta verkefni er að endurskoða skólareglurnar.
Innra mat- Líðan könnun hefur verið lögð fyrir nemendur. Hún kemur þokkalega vel út í flestum atriðum en þó eru atriði sem betur mega fara. Búið er að ræða við nemendur í 7.-10. bekk og fá þeirra hugmyndir hvað þau geti gert til að þeim líði betur og einnig hvað þeir geti gert til að öðrum líði betur. Einnig hefur verið rætt við 4.-6. bekk og verður haldið áfram að vinna með það sem við getum gert til að bæta það sem þarf.

2. Reykjahlíðarskóli - Skólastarf vorönn 2020 - 2005021

Skólastjóri fór yfir skólastarf og almennt yfir niðurstöður samræmdra prófa á haustönn Reykjahlíðarskóla.

Samræmd próf- það er 1 nemandi í 7. bekk og 2 í 4.bekk. Það var ekkert sem kom kennurum á óvart í niðurstöðunum. Sumt gekk mjög vel og annað þarf að skoða betur.

3. Reykjahlíðarskóli- Öryggishandbók - 2010020

Á síðasta fundi óskaði nefndin eftir að fá að fylgjast með vinnu við eftirfylgni á ný útgefinni öryggisáætlun fyrir skólann. Skólastjór fór yfir stöðuna.

Frá síðasta fundi er búið að gera gátlista um ýmis atrið sem þarf að yfirfara í skólanum.
Nefndin þakkar skólastjóra fyrir og óskar eftir að fá að fylgjast með áframhaldinu.

4. Nemendalýðræði - 2011012

Lýðræði og mannréttindi er einn af grunnþáttum menntunar skv. Aðalnámskrá grunnskóla. Í
lýðræði taka einstaklingar afstöðu til siðferðilegra álitamála og virkan þátt í mótun samfélagsins.
Forsenda lýðræðis er samábyrgð sem og meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að
taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær. Uppeldi til lýðræðis felst í því að
nemandi sé og verði virkur í samfélagi.
Skólastefna Skútustaðahrepps leggur áherslu á að skólarnir setji nemendalýðræði á oddinn og að í
öllu skólastarfi hafi nemendur jafnan rétt, óháð kyni, líkamlegu atgervi, uppruna, félagslegri stöðu,
aldri, kynhneigð og lífsskoðunum.
Gildi Reykjahlíðarskóla - virðing, vellíðan, árangur - á að vera sýnilegt í öllum samskiptum og
starfi skólans. Hver einstaklingur hefur möguleika á að taka þátt í mótun skólastarfsins með
gagnrýninni og opinni umræðu.
Í Reykjahlíðarskóla er unnið í anda nemendalýðræðis.

Nemendalýðræði- Skjal um nemendalýðræði lagt fram.
Nefndin þakkar fyrir og lýsir ánægju sinni með flotta vinnu í verkefninu.
Vinnan mun nýtast vel í innleiðingu Barnvæns sveitarfélags sem verður farið í á næsta ári.

5. Útikennslusvæði leik- og grunnskóla - 1902023

Landeigendur hafa gefið sveitarfélaginuleyfi til að hefja framkvæmdir á útikennslusvæði fyrir leik- og gurnnskóla.
Helgi Arnar fór yfir þær hugmyndir sem stýrihópurinn hefur verið að vinna að.

Nefndin þakkar Helga yfirferðina og vill árétta að þetta er mikilvægt verkefni og telur mikilvægt að það fari af stað sem allra fyrst.
Stýrihópurinn mun halda áfram að vinna að undirbúningi. Stefnt er að framkvæmdum í vor.

6. Leikskólinn Ylur- Heilsustefna - 2011014

Heilsustefnu leikskólans Yls er ætlað að skilgreina hvernig grunnþátturinn heilbrigði og velferð fléttast inn í allt starf skólans. Heilsustefnan er sameiginleg yfirlýsing starfsmanna, nemenda og foreldra við leikskólann.
Leikskólastjóri kynnti fyrir nefndinni heilsustefnu leiksólans Yls.

Nefndin þakkar leikskólastjóra fyrir og lýsir ánægju sinni með Heilsustefnuna. Nefndin óskar eftir að fá að fylgjast með þróun og eftirfylgni stefnunar.

7. Leikskólinn Ylur- Grænfáninn - 2011013

Samkvæmt skólastefnu Skútustaðahrepps stóð til að innleiða Grænfánaverkefnið inn í starf leiksólans haustið 2018. Vegna flutninga og annara verkefna hefur innleiðingin dregist. Leikskólastjóri fór yfir stöðu verkefnisins.

Leikskólastjóri kynnti fyrir nefndinni tímaáætlun til tveggja ára að innleiðingu grænfánans sem verður aðgengileg á heimasíðu leiksólans.
Nefndin lýsir ánægju sinni með að verkefnið sé komið af stað og hlakkar til að fylgjast með áframhaldinu.

Fundi slitið kl. 12:15

Alma Dröfn Benediktsdóttir

Arnar Halldórsson

Helgi Arnar Alfreðsson

Sylvía Ósk Sigurðardóttir

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Nýjustu fréttir

HAMINGJUKÖNNUN 2021

 • Fréttir
 • 3. mars 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

 • Fréttir
 • 24. febrúar 2021

Störf án stađsetningar

 • Fréttir
 • 23. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021