22. fundur

  • Velferđar- og menningarmálanefnd
  • 21. desember 2020

Fundargerð

22. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn að Hlíðavegi 6,

01. desember 2020, kl.  15:00.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, formaður, Kristinn Björn Haraldsson , Ólafur Þ. Stefánsson , Jóhanna Jóhannesdóttir , og Alma Dröfn Benediktsdóttir.

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir

Dagskrá:

1. Stofnun ungmennaráðs - 1703022

Arnþrúður Dagsdóttir er starfsmaður ráðsins og kynnti nýkjörið ráð. Í samþykkt fyrir ungmennaráð Skútustaðahrepps segir um skipan ráðsins: - Tveir fulltrúar úr 8. til 10. bekk Reykjahlíðarskóla og tveir til vara sem valdir eru árlega. Nemendur skólans velja sína fulltrúa með samráði eða kosningu. Þrír fulltrúar og þrír til vara sem velferðar- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps velur úr hópi þeirra sem eru ekki á grunnskólaaldri.
Arnþrúður auglýsti lausar stöður í Húsöndinni og á Facebook-síðu Mývatnssveitar. Enn vantar einn aðalmann á aldrinum 16-21 árs.
Fulltrúar Reykjahlíðarskóla eru: Margrét Ósk Friðriksdóttir aðalmaður, Kristján Örn Kristjánsson aðalmaður. Júlía Brá Stefánsdóttir varamaður, Bárður Jón Gunnarsson varamaður.
Fulltrúar 16-21 árs: Helgi James Price Þórarinsson aðalmaður, Dóróthea Gerður Örnólfsdóttir aðalmaður, Anna Mary Yngvadóttir varamaður og Inga Freyja Price Þórarinsdóttir varamaður.

Arnþrúður fór yfir starfið á fyrsta starfsári nefndarinnar og telur að það hafi gengið mjög vel.
Þrír fundir voru haldnir á síðasta ári auk fundar með sveitarstjórn. Tveir fulltrúar fóru á þing um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna á vegum Eyþings.
Einnig var farið yfir helstu áherlsur ráðsins og mikilvægi þess að þær hugmyndir verði teknar til skoðunar.
Farið var yfir starfið framundan og lögð áhersla á að minna á ráðið innan stjórnsýslunnar og samfélagsins.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með starfið.

2. Stýrihópur Hamingjunnar - Fundargerðir - 1911003

Lögð fram fundargerð 15. fundar Hamingjunefndar dags. 14. október 2020. Fundargerðin er í tveimur liðu

Jóhanna Jóhannesdóttir fór yfir stöðu verkefnis og hvað er framundan.

3. Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps; 2019-2022 - 1810015

Formaður fór yfir jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps.

Formanni falið að taka umræður á fundinum áfram og málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.

4. Íþróttamiðstöðin - Opnunartími - 1912001

Lögð fram tillaga forstöðumanns um opnunartíma íþróttamiðstöðvar yfir jól og áramót.
Opnunartími ÍMS yfir jól og áramót 2020
23. des. Þorláksmessa kl. 08:00 - 12:00
24. des. Aðfangadagur. kl. 08:00 - 12:00
25. des. Jóladagur. Lokað.
26. des. Annar í jólum. Lokað.
27. des. Sunnudagur. Lokað.
28. des. Venjuleg opnun kl. 08:00 - 20:00
29. des. Venjuleg opnun kl. 08:00 - 20:00
30. des. Venjuleg opnun kl. 08:00 - 20:00
31. des. Gamlársdagur kl. 10:00 - 14:00
1. jan. Lokað
Venjuleg opnun frá og með 2. janúar 2021

Nefndin felur formanni að ræða við forstöðumann varðandi opnunartíma yfir jól og áramóta.

Fundi slitið kl. 16:00.

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Kristinn Björn Haraldsson

Ólafur Þ. Stefánsson

Jóhanna Jóhannesdóttir

 

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur