29. fundur skipulagsnefndar II/II

 • Skipulagsnefnd
 • 15. desember 2020

Framhald úr síðasta skjali: Sjá hér

Dagskrá:

1. Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Voga 1 - 2002003
2. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020
3. Þórólfshvoll skilgreining í íbúðarhús - 2012012
4. Fundadagskrá 2021 - 2012013
5. Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

2. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020
Innkomnar athugasemdir, framhald:


Vegagerðin:
1. Vegna umferðaröryggis þarf tenging áningarstaða að vera sem næst því hornrétt á Mývatnssveitarveg skv. ábendingum á fyrri stigum. Lagfæra þarf því nýja tengingu við stæði við Sviðninga. Einnig þarf að horfa til núverandi tenginga við áningarstað við Geitabrekku með það í huga að lægfæra þær síðar.

1. Svar skipulagsnefndar:
Tekið verður tillit til umsagnar Vegagerðarinnar við útfærslu vegtengingar við bílastæði á Sviðningi. Varðandi núverandi tengingar við Geitabrekku þá leggur skipulagsnefnd til að þær verði útfærðar í tengslum við framkvæmdir göngu- og hjólastígs.

 

2. Óæskilegt er að hafa vegtengingar þannig að þær myndi krossgatnamót líkt og við Geitabrekku. Í tillögu kemur fram að fyrirhugað sé að hafa salernisaðstöðu við bílastæði vestan við veg við Geitabrekku. Til þess að lágmarka umferð gangandi yfir veg er æskilegt að hafa salernisaðstöðu þeim megin vegar sem stærra bílastæðið er að finna. Einnig mætti skoða að hafa salernisaðstöðu við Sviðninga í stað Geitabrekku og vísa fólki þangað. Ef nauðsynlegt er talið að hafa stæði vestan við veg við Geitabrekku þarf að vara við umferð gangandi yfir veginn.

2. Svar skipulagsnefndar:
Litið verður til umsagna Vegagerðarinnar varðandi salernisaðstöðu og umferð gangandi vegfarenda við Mývatnssveitarveg.

 

3. Stæði við Kálfastrandaveg er teiknað með tveimur tengingum við veg. Af umferðaröryggisástæðum er ávallt æskilegt að beina allri umferð inn og úr af bílastæði um eina og vel útfærða tengingu.

3. Svar skipulagsnefndar:
Við Kálfastrandarveg eru tvö íbúðarhús og umferð um veginn mjög takmörkuð. Litið verður til umsagna Vegagerðarinnar við útfærslu stæðisins.

 

4. Aðalskipulag Skútustaðhrepps gerir ráð fyrir hjóla- og göngustíg umhverfis vatnið líkt og sýnt er á uppdrætti. Hornréttar tengingar við Mývatnssveitarveg eru mjög mikilvægar þar sem göngu- og hjólastígur þverar tengingar til þess að trygga vegsýn yfir stíg og veg. Bent er á hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar sem má finna á vef Vegagerðarinnar (http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/leidbeiningar-og-stadlar). Þar kemur einnig fram að mikilvægt er að gerður sé hlykkur á hjólastíg við þverun tenginga, bæði til þess að tryggja lágmarks fjarlægð þverunar frá samsíða vegi sem og til þess hægja á umferð hjólandi við þverun. Nauðsynlegt er ganga úr skugga um að rými sér til staðar til útfærslu á ofangreindu.

4. Svar skipulagsnefndar:
Litið verður til hönnunarleiðbeininga Vegagerðarinnar fyrir hjólreiðar við útfærslu göngu og hjólastígs umhverfis Mývatn.

 

5. Vegagerðin er tilbúin til funda og samráðs til að reyna að tryggja sem besta lausn fyrir viðkvæmt umhverfi og öryggi vegfarenda á svæðinu.

5. Svar skipulagsnefndar:
Samráð verður haft við vegagerðina við nánari útfærslu þegar kemur að hönnun og framkvæmdum.

Minjastofnun Íslands:
1. Á árunum 1996-1999 vann Fornleifastofnun Íslands fornleifaskráningu í Mývatnssveit fyrir Skútustaðahrepp. Í tengslum við undirbúning deiliskipulagsvinnunar var fornleifaskráningin uppfærð í samræmi við staðla Minjastofnunar um skráningu fornleifa. Allar minjar voru mældar upp, staðsettar og hnitasettar í tveimur áföngum 2018 og 2020. Elín Ósk Hreiðarsdóttir. Fornleifaskráning í Höfða í Mývatnssveit: Deiliskráning vegna fyrirhugaðra endurbóta á svæðinu. Fornleifastofnun Íslands. Reykjavík 2018 og Elín Ósk Hreiðarsdóttir. Fornleifaskráning í Höfða í Mývatnssveit II: Deiliskráning vegna fyrirhugaðra endurbóta á svæðinu. Fornleifastofnun Íslands. Reykjavík 2020. Í fyrri skráningu voru samtals skráðar 25 fornleifar en 12 í þeirri síðari og eru því samtals þekktar 37 fornleifar innan svæðis. Í skipulagsskilmálunum á s. 13 stendur ranglega að 25 fornleifar hafi verið skráðar.

1. Svar skipulagsnefndar:
Fornleifaskráning í greinagerð tillögu að deiliskipulagi Höfða og Ytrivoga verður endurskoðuð og leiðrétt með tilliti til umsagna Minjastofnunar.

 

2. Við skráninguna var gengið lengra en að skrá aðeins minjar sem teldust með vissu hundrað ára eða eldri þar sem einnig voru skráðar þekktar minjar frá fyrri hluta 20. aldar. Þetta var talið mikilvægt til að varðveita sögu svæðisins. Minjastaðirnir töldust í almennri hættu vegna framkvæmda en ekki stórhættu þar sem til stendur að taka tillit til þeirra við endurbætur og mannvirkjagerð á svæðinu. Líklegast er sá þétti skógur sem nú er vaxinn á svæðinu meiri ógn við minjar en sjálfar framkvæmdirnar en a.m.k. 5 minjastaðir töldust í stórhættu sökum trjágróðurs. (SÞ-205:069, 075, 083, 087 og 088). Á þeim tíma sem skógrækt hófst í Höfða voru önnur viðmið en tíðkast í skógrækt í dag og því gjarnan plantað nær mannvirkjum en væri gert nú á dögum. Í greinargerð skipulagsins bls. 27 er þess getið að gæta þurfi að þeim menningarminjum sem séu í stórhættu vegna skógræktar og grisja þurfi skóginn á völdum stöðum og ítrekar Minjastofnun mikilvægi þessarar aðgerðar.

2. Svar skipulagsnefndar:
Tekið verður tillit til varðveislu þeirra menningarminja sem tilgreindar eru í fornleifaskráningu við áform um viðhald og grisjun líkt og segir í greinagerð í kafla 3.9.

 

3. Minjastofnun fagnar þeim áherslum í skipulagsgerðinni sem lúta að minjavernd. T.a.m. segir á bls. 4 í greinargerð að virðing fyrir náttúru svæðisins, menningarminjum þess og sögu ráði för og að þar sé gerð grein fyrir náttúru- og minjasvæðum. Fornleifaskráningin sem nú hefur verið gerð sé ein meginforsenda skipulagsgerðarinnar. Markmiðið sé að gera svæðið að enn áhugaverðari áfangastað heimamanna og gesta þeirra, sem vilja í senn njóta náttúru höfðans og sögu hans.

3. Svar skipulagsnefndar:
Umsögn gefur ekki tilefni til svars.

 

4. Eins og kemur fram í 16. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 og í reglum um skráningu jarðfastra minjar nr. 620/2019 þarf skráning fornleifa, húsa og mannvirkja í þéttbýli og á svæðum þar sem eru fyrirhugaðar framkvæmdir að vera lokið á vettvangi áður en aðalskipulag er samþykkt. Hér hefur ekki farið fram húsakönnun í tengslum við skipulagið enda engin hús á svæðinu sem falla undir lög um menningarminjar. En þar sem fornleifaskráningin tekur yfir fleiri minjar en þær sem friðaðar eru samkvæmt áður greindum lögum vill Minjastofnun hvetja til að húsakönnun verði gerð eins og stendur á síðu 19. í greinargerðinni með skipulaginu. Samkvæmt 5. gr. í reglum um skráningu jarðfastra minjar nr. 620/2019 skulu útlínur sýnilegra fornleifa færðar inn á skipulagsuppdrátt þannig að fram komi með skýrum hætti umfang og afstaða minjanna. Uppfæra þarf skipulagsuppdráttinn með tilliti til þessarar athugasemdar.

4. Svar skipulagsnefndar:
Skýringaruppdráttur verður uppfærður samkvæmt 5. gr. í reglum um skráningu jarðfastra minjar nr. 620/2019 og kafli um húsakönnun í greinargerð verður uppfærður.

 

5. Samkvæmt 21. og 22. gr. laga um menningarminjar þarf að hafa samráð við Minjastofnun vegna merkingar, viðhalds, endurbyggingar og nýtingar menningarminja. Minjastofnun Íslands hefur ekki frekari athugasemdir við deiliskipulagið eins og það hefur verið kynnt stofnuninni.

5. Svar skipulagsnefndar:
Samráð verður haft við Minjastofnun vegna merkingar, viðhalds, endurbyggingar og nýtingar menningarminja í samræmi við 21. gr og 22. gr. laga um menningarminjar.

 

6. Rétt er að vekja athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 en þar segir: „Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er Vakin er athygli á því að skv. 51 gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 eru ákvarðanir Minjastofnunar Íslands skv. 20., 23., 24., 28., 42. og 43 gr. sömu laga endanlegar á stjórnsýslustigi og ekki kæranlegar til æðra stjórnvalds. Jafnframt er vakin athygli á því að skv. 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 getur aðili máls óskað eftir skriflegum rökstuðningi stjórnvalds fyrir ákvörðun hafi slíkur rökstuðningur ekki fylgt ákvörðuninni þegar hún var tilkynnt. Beiðni um rökstuðning fyrir ákvörðun skal bera fram innan 14 daga frá því að aðila var tilkynnt ákvörðunin og skal stjórnvald svara henni innan 14 daga frá því hún barst hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.“

6. Svar skipulagsnefndar:
Tekið verður tillit til laga og reglugerða er varða menningarminjar við framkvæmdir er fara fram á því svæði er tekið er hér til umfjöllunar.

Umhverfisstofnun
1. Umhverfisstofnun veitir hér með umsögn um skipulagstillöguna og bendir á að með umsögninni hefur stofnunin ekki fallist á skipulagsáætlunina í skilningi 3. mgr. 17. gr. reglugerð nr. 665/2012 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.
Leita skal því leyfis Umhverfisstofnunar fyrir hvers konar framkvæmdum og hvers konar starfsemi á verndarsvæðinu sem getur haft áhrif á lífríki, jarðmyndanir og landslag svæðisins, sbr. 1.-2. mgr. 17. gr. reglugerð nr. 665/2012.
Umhverfisstofnun óskar því eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna vinnu við deiliskipulagstillöguna þar sem stofnunin veitir framkvæmdaleyfi skv. lögum nr. 97/2004 og reglugerð nr. 665/2012 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.

1. Svar skipulagsnefndar:
Samráð verður haft við Umhverfisstofnun og sótt verður um framkvæmdaleyfi Umhverfisstofnunar við framkvæmdir á svæðinu samkvæmt þeim lögum og reglum sem við eiga.

 

2. Í greinargerð kemur fram að fjöldi ferðamanna hefur aukist á svæðinu undanfarin ár og því mikilvægt að byggja upp innviði og þjónustu. Í greinargerð kemur fram að markmið skipulagsins er að styrkja og auka þolmörk svæðisins og aðstöðu svo það geti betur tekið á móti þeim fjölda sem sækir og mun sækja svæðið í framtíðinni.
Í greinargerð kemur fram að vinna þarf ákveðna grunnvinnu sem felur m.a. í sér greiningu á þolmörkum. Fyrsta skrefið í áttina að slíkri greiningarvinnu væri talning á svæðinu yfir heilt tímabil.
Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að það komi fram í forsendum tillögunnar hver sé áætlaður fjöldi ferðamanna sem mun heimsækja svæðið sem hér er til umfjöllunar. Með þeim forsendum væri hægt að rökstyðja umfang tillögunnar, stærð bílastæðis, þjónustubyggingar og áningarstaða og umfang göngustíga.

2. Svar skipulagsnefndar:
Tölum um ferðamannafjölda verður safnað saman og þær nýttar við hönnun, rekstur og viðhald svæðisins.

 

3. Umhverfisstofnun bendir á að samkvæmt 62. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd segir að við vatnsnýtingu og framkvæmdir í eða við vötn skuli leitast við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri við ár og stöðuvötn og haga mannvirkjum og framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði á bökkum og næsta umhverfi vatnsins.

3. Svar skipulagsnefndar:
Deiliskipulagið gerir ekki ráð fyrir framkvæmdum við bakka Mývatns. Við framkvæmdir á svæðinu verður tekið tilliti til viðeigandi laga og reglugerða er snerta Mývatn og umhverfi.

 

4. Umhverfisstofnun telur jákvætt að tillagan geri ráð fyrir fuglaskoðunarhúsi á svæðinu. Hins vegar telur Umhverfisstofnun að fuglaskoðunarhús í Klösum eins og sýnt er á uppdrætti geti haft neikvæð áhrif á hraunmyndanir og á upplifun gesta sem heimsækja svæðið. Umhverfisstofnun bendir því á mikilvægi þess að haft verði samráð við stofnunina varðandi staðsetningu hússins, að staðsetning sé valin að kostgæfni og að húsið falli vel að umhverfi sínu.

4. Svar skipulagsnefndar:
Komi til framkvæmda við gerð fuglaskoðunarhúss verður leitað samráðs við Umhverfisstofnun líkt og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Arnþrúður Dagsdóttir bókar andstöðu við fuglaskoðunarhús á deiliskipulagssvæðinu.

 

5. Í greinargerð kemur fram að tillagan geri ráð fyrir upplýsingaskiltum á svæðinu. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að skiltin séu lágstemmd, samræmd og falli vel að umhverfi sínu. Umhverfisstofnun vill vekja athygli á „Handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum“, en handbókin er samstarfsverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Ferðamálastofu og Þingvallaþjóðgarðs.

5. Svar skipulagsnefndar:
Farið verður að þeim leiðbeiningum sem fjallað er um í Handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum við uppsetningu upplýsingaskilta.

 

6. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að við gerð áningarstaða og stíga að raski verði haldið í lágmarki. Auk þess bendir stofnunin á mikilvægi þess að fyrirhugaðir áningarstaðir við bílastæði séu eins nálægt bílastæðum og kostur er.

6. Svar skipulagsnefndar:
Skipulagstillagan gerir fyrst og fremst ráð fyrir viðhaldi núverandi stíga en að rask muni fylgja nýjum stíg næst íbúðarhúsinu í Höfða en raski mun verða haldið í lágmarki.

 

7. Tillagan gerir ráð fyrir salernisaðstöðu á svæðinu, en að mati stofnunarinnar er mikilvægt að salernisaðstaða sé á eins fáum stöðum eins og kostur, þá fyrst og fremst til að halda raski í lágmarki, án þess þó að rýra þjónustu við þá gesti sem heimsækja svæðið.

7. Svar skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Umhverfisstofnunar.

 

8. Í tillögunni er gert ráð fyrir akfærri gönguleið og bendir stofnunin á mikilvægi þess að settir séu skýrir skilmálar varðandi umferð vélknúinna ökutækja um gönguleiðina.

8. Svar skipulagsnefndar:
Akfær gönguleið er vel merkt og mun ekki vera notuð af gestum svæðisins.

 

9. Tillagan gerir ráð fyrir göngu- og hjólastíg meðfram og vestan við Mývatnssveitarveg sem Umhverfisstofnun telur vera jákvætt. Umhverfisstofnun vill vekja athygli á að vegurinn liggur á nokkrum stöðum nærri vatnsborðinu og bendir stofnunin á mikilvægi þess að fjallað sé nánar um útfærslu og umhverfisáhrif stígsins í tillögunni. Umhverfisstofnun bendir einnig á mikilvægi þess að við gerð stígsins verði raski á vatnsbakkanum haldið í algjöru lágmarki.

9. Svar skipulagsnefndar:
Göngu og hjólastígur umhverfis Mývatn er ekki viðfangsefni deiliskipulagsins að öðru leyti en að tekið er tillit til leiðbeinandi legu hans um svæðið.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Höfða og Ytrivoga verði samþykkt með áorðnum breytingum vegna innkominna athugasemda umsagnaraðila og skipulagsnefndar eftir auglýsingu. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör skipulagsnefndar/sveitarstjórnar við þeim og að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Samþykkt

3. Þórólfshvoll skilgreining í íbúðarhús - 2012012

Tekið fyrir mál Ragnhildar Sigurðardóttur þar sem óskað er eftir því að fasteignin Þorólfshvoll, F2163342 á lóð L153624 verði skilgreint sem íbúðarhús.
Húsið var byggt árið 1951 og í fyrstu skráð sem íbúðarhús en seinna skráð sem sumarbústaður.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja endurskilgreiningu fasteignarinnar Þórólfshvols, F2163342 sem íbúðarhús og að byggingarfulltrúa verði falið að vinna að málinu eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Samþykkt

4. Fundadagskrá 2021 - 2012013

Tekin fyrir fundadagskrá ársins 2021
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að fara yfir fundadagatalið í samræmi við umræður á fundinum og leggja uppfærða tillögu fyrir sveitarstjórn á morgun, 16.desember 2020.

Samþykkt

5. Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:15.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Nýjustu fréttir

HAMINGJUKÖNNUN 2021

 • Fréttir
 • 3. mars 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

 • Fréttir
 • 24. febrúar 2021

Störf án stađsetningar

 • Fréttir
 • 23. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021