Fundargerð
51. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6,
16. desember 2020, kl. 09:15.
Fundinn sátu:
Helgi Héðinsson , Elísabet Sigurðardóttir , Sigurður Böðvarsson , Halldór Þorlákur Sigurðsson , Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.
Fundargerð ritaði: Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Viðaukar við fjárhagsáætlun - 1811035
Lagning göngu- og hjólreiðastígs. Viðauki 1: 7.500 þús. Framkvæmdir við göngu- og hjólreiðastíg gengu hraðar á árinu 2020 en gert var ráð fyrir við gerð fjárfestingaáætlunar og reyndust því umfangsmeiri en áætlunin gerði ráð fyrir. Gert var ráð fyrir 10 milljóna mótframlagi Skútustaðahrepps á árinu í áætlun, en það reyndist samtals um 17,5 milljónir.
Endurnýjun hitaveitu. Viðauki 2: 13.500 þús. Farið var í endurnýjun hitaveitu frá Vogum að Geiteyjarströnd til að nýta framkvæmd við göngu- og hjólreiðastíg. Sú endurnýjun var umfangsmeiri en sú framkvæmd sem gert hafði verið ráð fyrir að ráðast í við Skútustaði árið 2021. Þeirri framkvæmd var slegið á frest.
Snjómokstur. Viðauki 3: 2900 þús. Kostnaður við snjómokstur reyndist mun meiri en áætlun hafði gert ráð fyrir, vegna mikillar ofankomu og erfiðs færis vorið 2020. Vegna skólastarfs og atvinnulífs sveitarinnar er mikilvægt að þjónusta við snjómokstur sé með þeim hætti að íbúar geti reitt sig á góðar samgöngur.
Ágengar tegundir: Viðauki 4: 700 þús. Tengt áherslu sveitarfélagsins á umhverfismál var ráðinn sumarstarfsmaður til að hemja vöxt ágengra tegunda sem ógna líffræðilegum fjölbreytileika innan Mývatnssveitar.
Vinnuskóli unglinga: Viðauki 5: 200 þús. Vegna stöðu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu sumarið 2020 var ljóst að sumarvinnu unglinga yrði ekki háttað með sama hætti og verið hefur síðustu ári. Ákveðið var að ráðast í rekstur vinnuskóla sökum þessa.
Ráðist var í umfangsmiklar framkvæmdir við þak grunnskóla. Alls hafði verið gert ráð fyrir 23 milljónum í viðhald grunnskóla og öðrum 23 milljónum kr í viðhald ÍMS. Ákveðið var að nýta fjármagn til viðhalds í skóla og reyndist kostnaður við þá framkvæmd réttar 40 milljónir króna. Ekki var ráðist í viðhaldsframkvæmdir við ÍMS. Ekki er bókaður viðauki vegna framkvæmdarinnar þar sem hún var innan ramma fjárfestingaáætlunar, ef tekið er tillit til ÍMS og skólans.
Viðaukar 1-5 eru fjármagnaðir með langtímaláni.
Samþykkt
2. Fundadagskrá 2021 - 2012013
Farið yfir fundadagatal Skútustaðahrepps árið 2021.
Samþykkt
3. Nefndastarf Skútustaðahrepps - 2009005
Kristveig Halla Guðmundsdóttir hefur beðist lausnar frá velferðar-og menningarmálanefnd vegna flutnings úr sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn þakkar Kristveigu Höllu fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins og óskar henni góðs gengis á nýjum vettvangi.
Sveitarstjórn skipar Lindu Björk Árnadóttur í stað Kristveigar Höllu Guðmundsdóttir og óskar henni velfarnaðar í starfi.
Samþykkt
4. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012
Samþykkt
5. SSNE - Fundargerðir - 1611006
Lögð fram fundargerð 19. fundar SSNE dags. 9. desember 2020.
Fundargerðin er í sex liðum
Lagt fram
6. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015
Lögð fram fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags 11. desember 2020. Fundargerðin er í 34. liðum.
Lagt fram
7. Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Voga 1 - 2002003
Tekið fyrir með afbrigðum tillaga að breytingu á deiliskipulagi Voga 1.
Deiliskipulagsbreytingin snýr að því að bætt verði við lóð fyrir íbúðarhús við núverandi frístundalóðasvæði og stærð frístundalóðarinnar F5 minnkar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að skilyrði verði bætt í greinargerð þess efnis að húsbygging skuli reist í hraunbolla og verði hæð hennar sambærileg hæð þeirra frístundahúsa sem gert er ráð fyrir á svæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 með áorðnum breytingum og að skipulagsfulltrúa verði falið að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Samþykkt
8. Þórólfshvoll skilgreining í íbúðarhús - 2012012
Tekið fyrir með afbrigðum mál Ragnhildar Sigurðardóttur þar sem óskað er eftir því að fasteignin Þorólfshvoll, F2163342 á lóð L153624 verði skilgreint sem íbúðarhús.
Húsið var byggt árið 1951 og í fyrstu skráð sem íbúðarhús en seinna skráð sem sumarbústaður.
Sveitarstjórn samþykkir endurskilgreiningu fasteignarinnar Þórólfshvols, F2163342, sem íbúðarhús og felur byggingarfulltrúa að vinna að málinu eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Samþykkt
9. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022
Lögð fram fundargerð 29. fundar skipulagsnefndar dags. 15. desember 2020. Fundargerðin er í fimm liðum. Liður eitt og þrjú í fundargerð skipulagsnefndar hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið sex og sjö. Liður 2 verður tekinn fyrir á fundi sveitarstjórnar í janúar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
Samþykkt
Fundi slitið kl. 11:15.
Helgi Héðinsson
Elísabet Sigurðardóttir
Sigurður Böðvarsson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Dagbjört Bjarnadóttir