Á 16. fundi atvinnumála- og framkvæmdanefndar voru samþykkt sex meginmarkmið atvinnu-og nýsköpunarstefnu Skútustaðahrepps, sem nefndin vinnur að. Markmiðin verða kynnt sveitungum betur eftir áramót. Hvatt er til umræðu um markmiðin, en á vordögum verður mótuð aðgerðaáætlun sem miðar að því að þeim verði náð á næstu misserum. Eftirfarandi eru meginmarkmið stefnunnar:
1. Hamingjusamt, heilsueflandi samfélag: Húsnæði og þjónusta er fyrir hendi í sveitarfélaginu sem hentar öllum
2. Dreifum eggjunum: Stuðlum að fjölbreyttu atvinnulífi
3. Bætum sólarhringinn: Fækkum hindrunum til aukinnar verðmætasköpunar og nýtum tíma íbúa betur
4. Allir velkomnir: Fjöldi íbúa verði 600 árið 2025
5. Í hæstu hæðum: Gerum kosti þess að búa í Mývatnssveit ljósa
6. Verum græn - allir græða: Vinnum í umhverfisvænum lausnum
Fundargerð 16. fundar atvinnumála- og framkvæmdanefndar
Nokkrar breytingar hafa orðið á skipan atvinnumála- og framkvæmdanefndar upp á síðkastið, vegna búferlaflutninga nefndarmanna. Skipan nefndarinnar núna kemur fram hér að neðan og eru sveitungar hvattir til að setja sig í samband við nefndarmenn og ræða markmiðin og vinnuna framundan. Allir nefndarmenn hafa komið að mótun markmiðanna og hefur fjarvinnukerfið Teams verið notað til að auðvelda vinnu milli funda. Sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi vinna með nefndinni.
Aðalmenn: Anton Freyr Birgisson (formaður), Friðrik K. Jakobsson, Guðmundur Þór Birgisson, Júlía K. Björke og Sigurbjörn Reynir Björgvinsson
Varamenn: Hallgrímur Páll Leifsson, Böðvar Pétursson, Soffía Kristín Jónsdóttir, Sólveig Erla Hinriksdóttir og Arnheiður Almarsdóttir