16. fundur
- Atvinnumálanefnd
- 11. desember 2020
Fundargerð
16. fundur atvinnumála- og framkvæmdanefndar haldinn að Hlíðavegi 6 og í fjarfundi, 11. desember kl. 13:00
Fundinn sátu:
Anton Freyr Birgisson, Friðrik K. Jakobsson, Guðmundur Þór Birgisson, Júlía K. Björke, Sigurbjörn Reynir Björgvinsson, Hallgrímur Páll Leifsson, Böðvar Pétursson, Soffía Kristín Jónsdóttir, Sveinn Margeirsson og Atli Steinn Sveinbjörnsson. Sólveig Erla Hinriksdóttir og Arnheiður Almarsdóttir boðuðu forföll.
Fundargerð ritaði: Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1.
|
Fjárhagsáætlun 2021-2024 - 2008025
|
|
Umræða um fjárhagsáætlun 2021-2024.
|
|
Umræður sköpuðust um framkvæmdir í húsnæði IMS. Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda, hafinn er undirbúningur við uppsetningu á klifurvegg í Íþróttahúsinu, skiptingu á íþróttasal með tjaldi og viðgerð á heitapottum, auk þess sem skoðað verður að útbúa aðstöðu fyrir félagsaðstöðu ungmenna.
Atvinnu- og framkvæmdanefnd fagnar því að samningur sé í höfn við Vegagerðina um göngu-og hjólreiðastíg frá Dimmuborgarafleggjara og að Skútustöðum.
|
|
|
|
|
|
2.
|
Atvinnustefna Skútustaðahrepps - 1810052
|
|
Umræða um Atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Almennt verði hún kynnt þ.a. meginatriði stefnunnar séu sett fram á einfaldan hátt og svo myndrænt sem mögulegt er.
|
|
Nefndin samþykkir að eftirfarandi verði meginmarkmið Atvinnu-og nýsköpunarstefnu Skútustaðahrepps. Unnið verður að aðgerðaáætlun fyrir markmiðin eftir áramót og er sú vinna þegar hafin.
1. Hamingjusamt, heilsueflandi samfélag: Húsnæði og þjónusta er fyrir hendi í sveitarfélaginu sem hentar öllum
2. Dreifum eggjunum: Stuðlum að fjölbreyttu atvinnulífi
3. Bætum sólarhringinn: Fækkum hindrunum til aukinnar verðmætasköpunar og nýtum tíma íbúa betur
4. Allir velkomnir: Fjöldi íbúa verði 600 árið 2025
5. Í hæstu hæðum: Gerum kosti þess að búa í Mývatnssveit ljósa
6. Verum græn - allir græða: Vinnum í umhverfisvænum lausnum
|
Fundi slitið kl. 14:45.
AÐRAR FUNDARGER?IR
Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021
Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021
Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021
Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021
Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021
Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021
Atvinnumála- og framkvæmdanefnd / 21. janúar 2021
Sveitarstjórn / 28. janúar 2021
Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021
Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021
Sveitarstjórn / 14. janúar 2021
Velferðar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021
Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020
Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020
Landbúnaðar- og girðinganefnd / 11. desember 2020
Velferðar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020
Skipulagsnefnd / 15. desember 2020
Sveitarstjórn / 16. desember 2020
Skipulagsnefnd / 15. desember 2020
Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020
Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020
Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020
Atvinnumálanefnd / 24. september 2020
Atvinnumálanefnd / 5. október 2020
Atvinnumálanefnd / 27. október 2020
Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020
Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020
Sveitarstjórn / 9. desember 2020
Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020
Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020