Rekstraráætlun Skútustaðahrepps fyrir árið 2021 og fjárhagsáætlun fyrir næstu þrjú ár á eftir hefur verið samþykkt af sveitarstjórn.
Fjárhagsáætlun er unnin út frá markmiðum um jafnvægi á milli viðspyrnu samfélagsins og rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins. Lögð hefur verið áhersla á að verja mannauð sveitarfélagsins, en að sama skapi draga úr öðrum rekstrarkostnaði svo sem kostur er. Fjárfestingar og áherslur í rekstri miða að uppbyggingu innviða sem treysta samkeppnishæfni til lengri tíma og aukinni nýsköpun, samhliða því að sveitarfélagið sé í fararbroddi í umhverfisvernd og baráttu við loftslagsbreytingar.
Í meðfylgjandi greinargerð er farið betur yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunarinnar: Greinargerð sveitarstjórnar og sveitarstjóra