49. fundur sveitarstjórnar

 • Sveitarstjórn
 • 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar haldinn í Skjólbrekku,

 25. nóvember 2020, kl.  09:15.

 

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

 

 

Dagskrá:

 

1.

Landsvirkjun - ósk um breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 2005016

 

Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir viku af fundi vegna vanhæfis. Alma Benediktsdóttir og Friðrik Jakobsson tóku sæti í þeirra stað. Sigurður Böðvarsson stýrði fundi.

Tekin fyrir að nýju breytingartillaga Landslags dags. 11. júní 2020 á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar. Breytingin felst í því að skilgreint er niðurdælingasvæði og staðsett niðurdælingahola fyrir förgun á þéttivatni frá Kröflustöð. Erindið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 16. júní 2020 sem lagði til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opinn kynningarfundur var haldinn að Hlíðavegi 6 mánudaginn 5. október í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem komu fram eftirfarandi athugasemdir:
Ekkert samráð hefur verið haft við landeigendur vegna tillögunnar.
Landeigendur telja að framkvæmdaraðili hafi ekki sýnt fram á að hann hafi yfir landréttindum að ráða með vísan í dóm Hæstaréttar í máli nr. 560/2009.

Athugasemdir gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni.

Á fundi sveitarstjórnar þann 11. nóvember 2020 samþykkti sveitarstjórn að fresta afgreiðslu málsins.

 

Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir viku af fundi við umfjöllun málsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar og felur jafnframt skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrir liggur staðfesting þess efnis að samskipti milli landeigenda og framkvæmdaraðila hafa átt sér stað varðandi vinnu við deilskipulagið. Sveitarstjórn leggur áherslu á mikilvægi samráðs framkvæmdaraðila og landeigenda varðandi framhald málsins.

     

2.

Breyting á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls - 2009025

 

Tekið fyrir með afbrigðum erindi dags. 15. september 2020 frá Erlu B. Kristjánsdóttur f.h. Sannir Reykjahlíð (ef) þar sem óskað var eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Hveri austan Námafjalls. Erindið var tekið fyrir í skipulagsnefnd 17. nóvember 2020.

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi og umhverfisskýrsla dags. 10. nóvember 2020 sem gerir ráð fyrir uppbyggingu aðkomusvæðis við Hveri austan Námafjalls. Skipulagsbreytingin tekur til svæðis frá þjóðvegi nr. 1 að útsýnispalli og göngustígum á hverasvæðinu, alls 11,4 ha. Í tillögunni eru bílastæði og þjónustuhús færð nær þjóðveginum og fjær hverasvæðinu. Bílastæði eru færð um 160 metrum norðaustan við núverandi stæði. Lóð fyrir þjónustubyggingu er afmörkuð sunnan bílastæðanna og færist þannig um 140 m til austurs frá hverasvæðinu. Lóðin stækkar úr 1835,1 m² í 2000 m² miðað við gildandi skipulag. Dregið er úr umfangi göngustíga á hverasvæðinu. Tveir stígar liggja frá lóðinni að hverasvæðinu og við stígana eru svæði til dvalar og geymslu reiðhjóla, á þegar röskuðu landi. Tvær hringleiðir eru myndaðar, með útskotum þar sem hægt er að komast nær hverum. Staðsetning stíga er leiðbeinandi og getur breyst þegar að framkvæmdum kemur, ef aðstæður krefjast þess.
Lega göngustígs frá þjóðvegi nr. 1 breytist lítillega.

 

Sveitarstjórn heimilar að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að fyrirhuguð breyting sé í samræmi við þær meginforsendur sem liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa málsmeðferð auglýsingar á breytingunni líkt og 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

     

3.

Fasteignagjöld - Álagningarreglur 2021 - 2011032

 

Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir tóku sæti á fundinum að nýju. Alma Benediktsdóttir og Friðrik Jakobsson viku af fundi. Helgi Héðinsson tók við stjórn fundarins.

Tillaga að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2021 lögð fram:
Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati
Vatnsgjald 0,15% af fasteignamati.

Holræsagjald 0,225% af fasteignamati.
Lóðaleiga kr. 10,50 á m2.
Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 25.000 verði 10, sá fyrsti 1. mars 2021. Gjalddagi gjalda undir kr. 25.000 verði 1. maí 2021.

Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði, sem eigandi býr í, skal felldur niður/lækkaður hjá elli- og örorkulífeyrisþegum samkv. eftirfarandi reglum:
100% lækkun:
Einstaklingar með tekjur allt að 5.556.100 kr.
Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 7.750.700 kr.
80% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.556.100 til 6.389.500 kr.
Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 7.750.700 til 8.611.900 kr.
50% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu 6.389.500 til 7.422.900 kr.
Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 8.611.900 til 9.167.500 kr.
Miðað er við tekjuárið 2019.

Álagning fasteignagjalda á fasteignir sem leyfi hafa til reksturs gististaða:
Ef afnotum fasteignar sem metin er sem ein heild er á þann veg háttað að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt fleiri en einum gjaldflokki, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995, ákveður byggingarfulltrúi hlutfallslega skiptingu milli gjaldflokka, sbr. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 að viðbættu álagi sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 sem Skútustaðahreppur hefur nýtt sér. Skal eiganda veittur andmælaréttur áður en hlutfallsleg skipting er ákveðin í upphafi eða henni breytt.

 

 

Sveitarstjórn samþykkir álagningarreglur fasteignagjalda samhljóða.

     

4.

Þjónustugjaldskrá 2021 - 2011031

 

Tillaga að þjónustugjaldskrá fyrir 2021 lögð fram.

Tillagan miðar að því að ná jafnvægi á milli rekstrar sveitarfélagsins og viðspyrnu í atvinnulífi, ásamt því að stuðla að því að markmiðum lífskjarasamnings stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins verði náð.
Ekki eru lagðar til hækkanir verði á almennum gjaldskrám sveitarfélagsins í A-hluta sveitarsjóðs, s.s. leikskólagjöldum, gjaldskrám tónlistarskólans, heimaþjónustu eldri borgara, bókasafns, og gjaldskrá hunda- og kattahalds. Jafnframt verði áfram ókeypis skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskólabörn, ókeypis frístund og ritföng eins og verið hefur. Þá er lagt til að sorphirðugjald verði einungis hækkað með tilliti til væntra verðlagsbreytinga (2,7%), þrátt fyrir aukinn kostnað við sorphirðu, en lögð verði áhersla á það á árinu 2021 að stuðla að því að lágmarka sorp og kostnað samfélagsins samfara því.

Lagt er til að, eftir verðlagsuppfærslur, verði gefinn afsláttur af gjaldskrá Skjólbrekku og íþróttamiðstöðvar til að stuðla að hamingju sveitunga og blómlegu íþrótta- og menningarlífi og koma til móts við íbúa Skútustaðahrepps á þeim krefjandi tímum sem fylgt hafa heimsfaraldri Covid-19.
Gjaldskrár B-hluta taki almennt mið af vísitöluhækkunum.
Gildistaka 1. janúar 2021, nema annað sé tekið fram:

Veittur verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum samkvæmt samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Skútustaðahreppi. Gefinn verði 80% afsláttur af sömu gjaldskrá, sé um að ræða nýbyggingu sem hefur viðurkennda umhverfisvottun á borð við Svansvottun.

Veittur verði 66,0% afsláttur af verðskrá Skjólbrekku frá 2020 eftir verðlagsuppfærslu, þ.e. frá eftirfarandi verðskrá (verð með vsk):
1.
Fundir
Minni salur 10.300 kr.
Stóri salur 34.600 kr.
2. Fjölskyldusamkomur s.s. afmæli og ættarmót. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Minni salur 40.900 kr.
Stóri salur 68.100 kr.
Allt húsið 104.800 kr.
3. Fermingar og erfidrykkjur. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Allt húsið 52.400 kr.
4. Menningarviðburðir. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Minni salur 26.200 kr.
Stóri salur 36.700 kr.
Allt húsið 52.400 kr.
Staðfestingargjald kr. 25.000
5. Þorrablót, árshátíðir, dansleikir, viðburðir með áfengisveitingum o.fl. Allt húsið (skemmtanaleyfi III innifalið):
Allt húsið 165.500 kr. Þrif á eigin ábyrgð
Allt húsið 204.400 kr. Þrif innifalin
Staðfestingargjald 41.200 kr.
Þrif eru innifain í leiguverði í flokki 1-4 en valkvætt í flokki 5.
Stefgjöld og dyravarsla eru ekki innifalin í leiguverði þegar við á.

Íþróttahús
Stakt gjald fullorðinna, þreksalur 1.320 kr.
10 miða kort, fullorðnir, þreksalur 9.300 kr.
* 5 vikna kort, þreksalur 7.300 kr.
* 3ja mánaða kort, þreksalur 16.800 kr.
* Ekki hægt að leggja kort inn til geymslu
Árskort, líkamsrækt, einstaklingur 35.000 kr.
Árskort, líkamsrækt, sambúðarfólk 56.000 kr.
Íþróttasalur, 1 skipti 600 kr.
Íþróttasalur, 10 miða kort 4.700 kr.
Íþróttasalur, 30 miða kort 11.500 kr.
Íþróttasalur, leiga í 1 klst 7.000 kr. mánudaga-föstudaga en 8.500 kr. laugardaga og sunnudaga.
Lykilkort 3.000 kr. (2.000 kr. fást endurgreiddar þegar korti er skilað).
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að loka íþróttamiðstöð í allt að 1/2 mánuð árlega til viðgerða án þess að til endurgreiðslu eða afsláttar á árskortum komi.
Ókeypis aðgangur fyrir 65 ára og eldri.
Frekara samstarf verður við haft við Ungmennafélagið Mývetning um úthlutun tíma í íþróttasal og veittur 20% afsláttur af árskortum einstaklinga og 30 miða kortum. Ekki verður innheimt hlutfallslegt gjald af greiðslum iðkenda til leiðbeinenda, þar sem um slíkt er að ræða. Minnt er á rétt til endurgreiðslu stéttarfélaga og vinnuveitenda vegna kostnaðar vegna líkamsræktar

Leikskólagjöld
Tímagjald pr. mánaðarklst. kr. 3.472
Tímagjald, einstæðir foreldrar (25% afsl) kr. 2.604
Afsláttarreglur
Systkinaafsl. 2. barn 50%
Systkinaafsl. 3. og 4. barn 75%
Afsláttur er veittur af því gjaldi sem lægra er, ef um mislanga vistun er að ræða.
Sumarlokun leikskólans er stytt í 3 vikur til að koma til móts við foreldra sem vinna í ferðaþjónustu, sem vonandi verður komin á skrið í sumar.
Heimiluð er gjaldfrjáls 2-4 vikna samfelld frítaka utan lokunartíma einu sinni á almanaksárinu. Umsóknir um gjaldfría frítöku berist leikskólastjóra að lágmarki fjórum vikum fyrir áætlaða frítöku.
Fyrir þá nemendur sem útskrifast að vori en þurfa á vistun að halda eftir sumarlokun, þarf að sækja sérstaklega um áframhaldandi vistun til leikskólastjóra með 4 vikna fyrirvara.
Ef barn er sótt eftir að umsömdum vistunartíma lýkur er lagt á 500 kr. gjald pr. tilvik.
Ef um langtímaveikindi er að ræða (4 vikur eða lengur) er hægt að sækja um niðurfellingu dvalargjalds gegn framvísun læknisvottorðs.

Fæðiskostnaður í mötuneyti grunnskóla og leikskóla
0 kr.
Leitast verði við að kaupa hráefni til matseldar úr héraði þar sem því verður við komið og hagkvæmt getur talist.

Frístund grunnskóla:
0 kr.

Tónlistarskólagjöld
60 mín. á viku 26.419 kr.
40 mín. á viku 22.459 kr.
35 mín. á viku 20.882 kr.
30 mín. á viku 17.184 kr.
Hópkennsla 2-4 nemendur saman 10.069 kr. pr. önn.
Fullorðnir greiða 20% álag.
Hljóðfæraleiga 4.697 pr. önn.
Fjölskylduafsláttur:
2. meðl. fjölskyldu fær 20% afslátt.
3. meðl. fjölskyldu fær 40% afslátt.
4. meðl. fjölskyldu fær 60% afslátt.
Ekki er veittur afsláttur af hljóðfæraleigu.
Gjaldskráin miðast við hverja önn. Nemendur greiða skólagjöld í upphafi hverrar annar. Hætti nemendur námi verður ekki um endurgreiðslur skólagjalda að ræða nema til komi veikindi eða aðrar sérstakar ástæður.
Kennsla fellur niður á starfsdögum Reykjahlíðarskóla.

Bókasafn
Ársskírteini 1.850 kr.
Einskiptis greiðsla (allt að 5 bækur) 270 kr.

Sorphirðu- og sorpeyðingargjald
Sorphirðu- og sorpeyðingargjald á íbúð/íbúðarhúsnæði 46.449 kr.
Sumarhús 23.225 kr.
Sorptunnugjald fyrir nýja tunnu 21.045 kr.
Gjalddagar eru þeir sömu og gjalddagar fasteignagjalda
Þar sem sorphirða fer fram samkvæmt sérstakri þjónustubeiðni skal innheimta sorphirðugjaldsins vera samkvæmt reikningi fyrir sannanlegum kostnaði.
Verð á klippikorti fyrir gámasvæði (4m3 af úrgangi), heimili 9.395 kr.
ATH! Eitt ókeypis kort fylgir hverju heimili einu sinni á ári

Gjöld rekstraraðila:
Fyrir áætlað lágmarks magn allt að 100 kg. eða 1,5 m3 skal greiða í móttöku og flutningsgjald kr. 4.510 og í urðunargjald kr. 4.885 eða samtals kr. 9.395.
Fyrir hvert kíló umfram 100 kg greiðist samtals í móttöku og flutningsgjald 42,25 kr. og 50,19 kr. í urðunargjald og fyrir hvern 1,5 m3 umfram 1,5 m3 bætist 4.534 kr. fyrir móttöku og flutningsgjald og 4.876 kr. í urðunargjald.
Ekki er tekið gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarðar, heyrúlluplast, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki.

Félagsleg heimaþjónusta
Fullt gjald fyrir hverja unna vinnustund 2.700 kr.
Tekjumörk þjónustuþega sem búa einir kr./klst.
Allt að 310.800 kr/mán.
Á bilinu 310.800 - 414.399 kr/mán. 901
Á bilinu 414.399 - 517.999 kr/mán. 1.389
Yfir 517.999 kr/mán. 2.700
Tekjumörk hjóna:
Allt að 494.366 kr/mán. 0
Frá 494.366 - 558.599 kr/mán. 900
Frá 558.599 - 662.093 kr/mán. 1.350
Yfir 662.093 kr. mán. 2.700
Tekjumörk örorku/endurhæfingarlífeyrisþega sem býr einn er kr. 310.800 pr. mánuð.
Tekjumörk örorku/endurhæfingarlífeyrisþega sem býr ekki einn er kr. 247.183 pr. mánuð.
Hunda- og kattahald
Skráningagjald fyrir hund 2.992 kr.
Skráningagjald fyrir kött 2.992 kr.
Handsömunargjald fyrir hund og kött í fyrsta sinn 5.463 kr.
Handsömunargjald fyrir hund og kött í annað sinn 10.926 kr.

 

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrárnar samhljóða.

     

5.

Fjárhagsáætlun 2021-2024 - 2008025

 

Síðari umræða sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021-2024.

Greinargerð sveitarstjóra og sveitarstjórnar:
Á síðustu árum hefur orðið talsverður viðsnúningur í rekstri sveitarfélagsins til hins betra sem hefur verið grunnur að uppbyggingu og viðhaldi eigna sveitarfélagsins og bættri þjónustu við íbúa. Þessi þróun hefur að miklu leyti tengst sterkri ferðaþjónustu í Skútustaðahreppi og vexti þeirrar atvinnugreinar. Heimsfaraldur Covid-19 hefur hins vegar tímabundið kippt fótunum undan ferðaþjónustu, með tilheyrandi áhrifum á rekstur Skútustaðahrepps og samfélagið allt.
Á slíkum tímum er mikilvægt að nýta sterkan fjárhag sveitarfélagsins til uppbyggingar og viðspyrnu. Hefur verið lögð á það áhersla á árinu 2020 og verður svo jafnframt á árinu 2021.
Á árinu 2020 voru stærstu framkvæmdir
- Bygging safntanks á Hólasandi vegna nýrrar fráveitulausnar, í samstarfi Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landgræðsluna o.fl.
- Viðhaldsframkvæmdir við Reykjahlíðarskóla
- Malbikunarframkvæmdir í Klappahrauni
- Gerð göngu- og hjólreiðastígs í samvinnu við Vegagerðina
- Endurnýjun stofnlagna hitaveitu

Aukinheldur var unnið að breyttri aðkomu að skólum og íþróttamiðstöð, ledvæðingu ljósastaura, stækkun leikskólalóðar og ýmsum verkefnum sem komu til vegna ábendinga frá íbúum í gegnum samráðsgátt, t.d. gerð göngustígs frá Helluhrauni að Krambúð o.fl.

Fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps árið 2021 er unnin út frá markmiðum um jafnvægi á milli viðspyrnu samfélagsins og rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins. Lögð hefur verið áhersla á að verja mannauð sveitarfélagsins, en að sama skapi draga úr öðrum rekstrarkostnaði svo sem kostur er. Fjárfestingar og áherslur í rekstri miða að uppbyggingu innviða sem treysta samkeppnishæfni til lengri tíma og aukinni nýsköpun, samhliða því að sveitarfélagið sé í fararbroddi í umhverfisvernd og baráttu við loftslagsbreytingar

Rekstur sveitarfélagsins er afar krefjandi og verður krefjandi á næstu árum. Það lýsir sér m.a. í því að rekstraráætlun ársins 2021 gerir ráð fyrir umtalsverðu tapi. Undir venjulegum kringumstæðum væri slíkt vart ásættanlegt, en í því efnahagsástandi sem skapast hefur í kjölfar Covid-19 er slík staða nánast óumflýjanleg, nema til komi verulegur niðurskurður á þjónustu og uppsagnir starfsmanna sveitarfélagsins. Slíkar aðgerðir myndu enn frekar auka á þær áskoranir sem við samfélaginu blasa og vera til þess fallnar að draga úr möguleikum til viðspyrnu þegar alheimsfaraldur Covid-19 er genginn yfir. Það er mikilvægt að jafnvægisreglu og skuldareglu, sem tengdar eru fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga, sbr. 64. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011, hafi tímabundið verið vikið til hliðar, en það auðveldar sveitarfélaginu að vinna út frá ofangreindum markmiðum.

Með áherslu á fjárfestingar sem skapa atvinnu á árinu 2021 og renna stoðum undir langtíma vöxt sveitarfélagsins telur sveitarstjórn að stuðlað verði að hröðum viðsnúningi í atvinnulífi, samhliða því að fleiri stoðum er rennt undir verðmætasköpun svæðisins til framtíðar. Áhersla á fjárfestingar er jafnframt í anda þeirra úrræða sem ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki Íslands hafa bent á að nauðsynlegt sé að grípa til í þjóðhagslegu samhengi.

Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að fjárfesta í innviðum samfélagsins, nema til komi verulegar lántökur. Mjög mikilvægt er að eiga í góðu samstarfi við ríki og einkaaðila um uppbyggingu og er því nauðsynlegt að endurmeta fjárfestingarþörf og fjárfestingagetu með reglulegu millibili á árinu 2021. Sveitarfélagið nýtur lágs vaxtastigs í samhengi fjárfestinga, en stýrivextir Seðlabanka Íslands eru 0,75% og hafa aldrei verið lægri.

Nauðsynlegt er að fylgjast afar vel með rekstri sveitarfélagsins á árinu 2021 og gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Í þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú eru uppi er mikilvægt að rekstur sveitarfélagsins sé sveigjanlegur og fylgst sé með fjármögnunarþörf og rekstri með reglubundnum hætti og eftir því sem forsendur breytast.

Fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps fyrir árið 2021 er talsvert frábrugðin fyrri fjárhagsáætlunum. Áfram er þó komið sérstaklega til móts við tvo hópa, þ.e. fjölskyldufólk og eldri borgara:
- Fjölskyldufólki með því að bjóða áfram upp á ókeypis skólamáltíðir í grunnskóla og leikskóla, ókeypis frístund og ritföng.
- Eldri borgurum með því að veita verulegan afslátt af fasteignagjöldum þriðja árið í röð.

Á 77. fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, þann 28. október 2020, var fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps fyrir árið 2021 tekin til fyrri umræðu. Samhliða áætlun næsta árs er jafnframt lögð fram þriggja ára rammaáætlun Skútustaðahrepps fyrir árin 2022-2024.

Almennar forsendur:
Útsvar 14,52%
Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati
Vatnsgjald 0,15% af fasteignagjaldi
Holræsagjald 0,225% af fasteignagjaldi
Lóðaleiga 10,50 pr. ferm
Almennar gjaldskrár: Almennt engin hækkun í A-hluta
Íbúafjöldi 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
1. des. 432 493 504 507 473 488 508 528

Þriggja ára rammaáætlun er á föstu verðlagi miðað við áætlun 2021 hvað varðar rekstrartekjur og rekstrargjöld og einungis áætluð áhrif magnbreytinga á rekstur og efnahag. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld byggja hins vegar á áætluðu verðlagi hvers árs samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands um áætlaða vísitölu neysluverðs. Fjárhagsáætlun þessi hefur verið unnin af sveitarstjórn, sveitarstjóra, skrifstofustjóra, fastanefndum auk þess sem samráð var haft við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins og endurskoðanda. Heildartekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar 620 m.kr. á næsta ári og er gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 36 milljónir. Vaxtagjöld eru áætluð 16,9 milljónir. Sveitarfélagið greiðir af 150 m. kr langtímalánum í dag og er gert ráð fyrir allt að 562 m. kr nýjum langtímalántökum.


Fjárfestingaáætlun 2021
Fjárfestingar Skútustaðahrepps á árinu 2021 taka sterklega mið af þeim efnahagslegu og samfélagslegu áskorunum sem fylgt hafa alheimsfaraldri Covid-19. Samfélagið er tilbúið að takast á við áskoranir og hefur grasrótarstarf m.a. leitt til mótunar sex aðgerða sem í dag er unnið að í verkefninu Nýsköpun í norðri, en það hófst í ágúst 2019 og er unnið í samstarfi við Þingeyjarsveit. Þá hefur um árabil verið unnið samkvæmt stefnu sveitarfélagsins að Hamingjuverkefni Skútustaðahrepps, en það var afrakstur stefnumótunarvinnu innan samfélagsins. Á árunum 2016-2018 var unnið að stefnumótun meðal aðila í ferðaþjónustu í Skútustaðahreppi og er tekið tillit til þeirrar vinnu við uppfærslu aðalskipulags sveitarfélagsins, sem nú er unnið að. Fjárfestingaáætlun 2021 byggir á ofangreindu og hefur því sterka skírskotun í stefnumótun innan sveitarfélagsins.

Ljóst er að samstillt átak einkaaðila, sveitarfélagsins og ríkisins þarf að koma til svo að takast megi að snúa ofan af miklu atvinnuleysi sem er fyrir hendi nú um stundir í sveitarfélaginu og byggja upp innviði sem treysta munu fjölbreytt atvinnulíf til framtíðar. Sveitarfélagið hefur þegar ráðist í lántöku í kjölfar Covid-19 og mun þurfa taka frekari lán til að hægt verði að hrinda fjárfestingaáætlun 2021 í framkvæmd, en jafnframt er mikilvægt að semja við ríki og einkaaðila um samstarf vegna verkefna, eins og við á. Fjárfestingaáætlun 2021 er sett upp með fyrirvara um að slíkt samstarf takist, en ljóst má vera að fyrir sveitarfélag af þeirri stærðargráðu sem Skútustaðahreppur er, væri það afar íþyngjandi að ráðast í innviðafjárfestingar af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir, án slíks samstarfs. Að sama skapi hníga sterk rök að því að með fjárfestingum þeim sem hér eru kynntar sé lagður sterkur grunnur að sókn samfélagsins, sterkri viðspyrnu á krefjandi tímum og framgangi Heimsmarkmiða SÞ innan sveitarfélagsins:

Göngu- og hjólreiðastígur Dimmuborgir - Skútustaðir (samstarf við Vegagerðina) 330 milljónir
Skipulagsvinna og fjárfesting í nýju íbúðarhúsnæði 130 milljónir
Þróun þekkingarseturs tengt Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs* 25 milljónir
Framkvæmdir við Íþróttamiðstöð og nánasta umhverfi 35 milljónir
Bygging hjúkrunarheimilis að Hvammi í samstarfi við önnur sveitarfélög 14,3 milljónir
Aðrar framkvæmdir 15 milljónir
Samtals rammi fjárfestinga í innviðum sveitarfélagsins 549,3 millj.Annað:
- Lögð verður áhersla á að virkja starf fjölmenningarfulltrúa í samstarfi við Þingeyjarsveit og Norðurþing.
- Áframhaldandi þróun Hamingjuverkefnisins með sértækum aðgerðum.
- Ókeypis skólamáltíðir í leik- og grunnskóla.
- Áfram verður boðið upp á ókeypis frístundaþjónustu eftir að skólatíma lýkur hjá grunnskólanum og jafnframt upp á ókeypis ritföng.
- Áfram verður boðið upp á ókeypis akstur í félagsstarf eldri borgara.
- Unnið að verkefni í moltugerð og varðandi lífrænan úrgang. Sorpmál tekin til sérstakrar skoðunar, með lágmörkun sorps og lægri kostnað vegna sorphirðu að markmiði.
- Börn til 16 ára aldurs fá ókeypis í sund á Laugum.
- Gerð nýs aðalskipulags.
- Deiliskipulagsvinna við Skjólbrekku.
- Áframhaldandi þróun skólastarfs. Reykjahlíðarskóli verður áfram tölvuvæddur ofl.
- Greining á möguleikum til útvíkkunar hitaveitunnar og/eða annarra kosta sem jafna húshitunarkostnað og auka möguleika til atvinnusköpunar í sveitarfélaginu.
- Unnið verður eftir lýðheilsustefnu sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir umhverfisstefnu sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir menningarstefnu sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir skólastefnu sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir mannauðsstefnu sveitafélagsins.
- Unnið verður eftir umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir persónuverndarstefnu sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir fjölmenningarstefnu sveitarfélagsins.
- Mótuð verður atvinnu- og nýsköpunarstefna sveitarfélagsins og unnið eftir henni.

Óvissuþættir í áætluninni eru, eðli málsins samkvæmt, fjölmargir. Meðal helstu þátta eru:
- Þróun Covid-19 á Íslandi og á heimsvísu.
- Þróun bóluefnis og hversu hratt verður dregið úr ferðatakmörkunum í kjölfar bólusetninga
- Þróun ferðaþjónustunnar og möguleikum hennar til viðspyrnu þegar dregur úr ferðatakmörkunum
- Þróun launakostnaðar, vaxtastigs og verðbólgu
- Íbúaþróun sveitarfélagsins
- Fjárfesting í nýsköpunartækifærum sveitarfélagsins
- Þróun í innviðafjárfestingu sveitarfélagsins, s.s. tengt gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs
- Niðurstaða íbúakosningar um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar

Fjárhagsáætlun 2022-2024
Gert er ráð fyrir því að þegar líður á árið 2021 hafi atvinnulíf Skútustaðahrepps náð viðspyrnu og að fjárfestingar á árunum 2022-2024 verði fyrst og fremst miðaðar við nauðsynlegt viðhald. Dregið verði úr kostnaði við rekstur sveitarfélagsins, svo sem kostur er og lán greidd upp samfara auknum útsvarstekjum sem koma til í tengslum við þróttmikið atvinnulíf í vexti. Fjárfesting í innviðum á borð við skóla og leikskóla verði fullnýtt áður en til frekari fjárfestinga kemur á þeim sviðum og starf þeirra samþætt eins og fagleg og rekstrarleg sjónarmið kalla á.

Mývatnssveit 25. nóvember 2020
Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri, Helgi Héðinsson, oddviti, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2021-2024.

     

6.

Fulltrúaráð Atvinnuþróunarfélagsins - 2011024

 

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga boðar hér með til fundar í fulltrúaráði Atvinnuþróunarfélagsins.

Fundurinn fór fram á Teams þann 24. nóvember kl. 14:15. Dagskrá var svohljóðandi:
1. Breyting á félagsformi úr sjálfseignarstofnun í hlutafélag
2. Nýjar samþykktir
3. Önnur mál

 

Lagt fram

     

7.

Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

 

Lagt fram

     

8.

Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

 

Lögð fram fundargerð 21. fundar skóla- og félagsmálanefndar. dags. 18. nóvember 2020. Fundargerðin er í sjö liðum.

 

Lagt fram

     

9.

Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

 

Lögð fram fundargerð 28.fundar skipulagsnefndar dags. 17. nóvember 2020. Fundargerðin er í sex liðum. Liður eitt í fundargerð skipulagsnefndar hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið tvö.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

     

10.

Almannavarnanefnd Þingeyinga Fundargerðir - 1706004

 

Lögð fram fundargerð Haustfundar Almannavarnarnefndar Norðurlands eystra haldinn í fjarfundi á Teams, dags. 12.nóvember 2020 kl.13:00. Fundargerðin er í sjö liðum.

 

Lagt fram

     

11.

Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir - 1705024

 

Lögð fram fundargerð 32. fundar Brunavarnanefndar. dags. 21. nóvember 2020. Fundargerðin er í tveimur liðum.

 

Lagt fram

     

12.

SSNE - Fundargerðir - 1611006

 

Lögð fram fundargerð 17. fundar SSNE. dags. 11. nóvember 2020. Fundargerðin er í 7. liðum.

 

Lagt fram

     

13.

XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 18. desember 2020. - 2011028

 

XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 18. desember nk.
Í ljósi aðstæðna verður landsþingið haldið rafrænt og hefst það kl. 10:00 með ávarpi formanns sambandsins, Aldísar Hafsteinsdóttur, en stefnt er að því að þinginu ljúki um kl. 12:20.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Nýjustu fréttir

HAMINGJUKÖNNUN 2021

 • Fréttir
 • 3. mars 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

 • Fréttir
 • 24. febrúar 2021

Störf án stađsetningar

 • Fréttir
 • 23. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021