28. fundur skipulagsnefndar

 • Skipulagsnefnd
 • 17. nóvember 2020

Fundargerð

28. fundur skipulagsnefndar haldinn í Skjólbrekku,

17. nóvember 2020, kl.  13:00.
 

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir formaður, Arnþrúður Dagsdóttir, Birgir Steingrímsson, Margrét Halla Lúðvíksdóttir, Agnes Einarsdóttir, Atli Steinn Sveinbjörnsson skipulagsfulltrúi og Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1. Breyting á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls - 2009025

Tekin fyrir að nýju erindi dags. 15. september 2020 frá Erlu B. Kristjánsdóttur f.h. Sannra Reykjahlíð þar sem óskað var eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Hveri austan Námafjalls.

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi og umhverfisskýrsla dags. 10. nóvember 2020 sem gerir ráð fyrir uppbyggingu aðkomusvæðis við Hveri austan Námafjalls. Skipulagsbreytingin tekur til svæðis frá þjóðvegi nr. 1 að útsýnispalli og göngustígum á hverasvæðinu, alls 11,4 ha.
Í tillögunni eru bílastæði og þjónustuhús færð nær þjóðveginum og fjær hverasvæðinu. Bílastæði eru færð um 160 metrum norðaustan við núverandi stæði. Lóð fyrir þjónustubyggingu er afmörkuð sunnan bílastæðanna og færist þannig um 140 m til austur frá hverasvæðinu. Lóðin stækkar úr 1835,1 m² í 2000 m² miðað við gildandi skipulag. Dregið er úr umfangi göngustíga á hverasvæðinu. Tveir stígar liggja frá lóðinni að hverasvæðinu og við stígana eru svæði til dvalar og geymslu reiðhjóla, á þegar röskuðu landi. Tvær hringleiðir eru myndaðar, með útskotum þar sem hægt er að komast nær hverum. Staðsetning stíga er leiðbeinandi og getur breyst þegar að framkvæmdum kemur, ef aðstæður krefjast þess. Lega göngustígs frá þjóðvegi nr. 1 breytist lítillega. Girðing er sýnd meðfram nýjum aðkomuvegi að lóðamörkum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð breyting sé í samræmi við þær meginforsendur sem liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til að skipulagsfulltrúa verði falin málsmeðferð auglýsingar á breytingunni líkt og 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Samþykkt

2. Endurnýjað framkvæmdarleyfi vegna smárafstöðvar við Drekagil - 2011018

Lagt fram erindi dags. 10. nóvember 2020 frá Magnúsi Haukssyni f.h. Neyðarlínunnar ohf. þar sem sótt er um að nýju um framkvæmdaleyfi vegna heimarafstöðvar við Drekagil. Þar er vísað til fyrri umsóknar vegna sömu heimarafstöðvar, deiliskipulags svæðisins ásamt uppfærðum teikningum og greinargerð.Meðfylgjandi umsókn um framkvæmdaleyfi eru teikningar frá Verkfræðistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar nr. 100 (uppfærð), 200 (óbreytt), 201 (óbreytt) og 500 (uppfærð) ásamt greinargerð um breytingar á framkvæmdinni frá áður útgefnu framkvæmdaleyfi. Umsóknin kemur í kjölfar breytingar sem gerð var á deiliskipulagi smárafstöðvar við Drekagil sem tók gildi þann 6. nóvember sl.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu framkvæmdaleyfis þar til að nánari úttekt hefur verið gerð á því hvort að framkvæmdin samræmist deiliskipulagi. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kanna nánar framkvæmd verksins og það samráð sem haft hefur verið við sveitarstjórn.

Frestað

3. Skipulags- og matslýsing endurskoðunar aðalskipulags Þingeyjarsveitar - 2011019

Tekið fyrir erindi skipulagsfulltrúa Þingeyjarsveitar, dag. 5. nóvember 2020 varðandi skipulags- og matslýsingar endurskoðunar aðalskipulags Þingeyjarsveitar.

Frestur til athugasemda er til föstudagsins 20. nóvember 2020.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulags og matslýsingu að endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar en bendir á mikilvægi þess að aðgerðir er varða ágengar tegundir, landgræðslu og aðra þætti séu samræmdir milli sveitarfélaganna og óskar Þingeyjarsveit velfarnaðar í áframhaldandi vinnu.

Samþykkt

4. Umsókn um deiliskipulagsbreytingu - Birkiland 15 - 2011020

Tekið fyrir erindi frá Gunnari Bergmann Stefánssyni f.h. Birkilands 15 dags. 4. nóvember 2020 þar sem óskað var eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Birkiland, Vogum III.
Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá arkitektastofunni gb design. Tillagan felur í sér breytingu í greinargerð á skilmála deiliskipulagsins er varðar lóð nr. 15 Birkilandi. Breytingin sem lagt er til að verði gerð á gildandi deiliskipulagi er eftirfarandi: Heimilt er að leigja út frístundahús/frístundaeiningar á lóðum 1 og 15 til skemmri eða lengri dvalar.

Með tillögunni er vísað til úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála
frá 13. febrúar 2020, nr. 7/2019 þar sem samþykkt breyting á deiliskipulagi Unalæk á Völlum við Fljótsdalshérað var kærð en kæran úrskurðuð ógild.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt

5. Umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 - 2011021

Tekið fyrir erindi Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Umsagnarfrestur um tillöguna er til og með 8. janúar 2021.

Skipulagsnefnd þakkar erindið en kemur ekki með umsögn að svo stöddu.

Samþykkt

6. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir stöðu mála frá síðasta fundi.

 

Fundi slitið kl. 15:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020