Tilkynning frá viðbragðsteymi COVID-19
Í dag sunnudag 1. nóvember fundaði viðbragðsteymi Skútustaðahrepps og fór yfir hertar samkomutakmarkanir stjórnvalda á landinu öllu.
Aðgerðirnar tóku gildi að miðnætti 31. október.
Helstu takmarkanir í gildi: (www.covid.is)
- 10 manna fjöldatakmörkun sem meginregla
- - Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum
- - 50 - 100 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum
- - 10 manna fjöldatakmörkun á ekki við þegar fleiri búa á sama heimili.
- Íþróttir óheimilar
- Sviðslistir óheimilar
- Líkamsræktarstöðvar lokaðar
- Sundlaugar lokaðar
- Hársnyrtistofur og snyrtistofur lokaðar
- Krár, skemmtistaðir og spilasalir lokaðir
- Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega hafa opið til 21:00 alla daga
- Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum
- Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldatakmörkun og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar)
Nánari upplýsingar um gildandi takmörkun má finna inn á covid.is
Starfsfólk sveitarfélagsins vill koma eftirfarandi atriðum á framfæri:
- Vinsamlegast notið síma, tölvupóst eða aðrar rafrænar lausnir við úrlausn erinda eins og kostur er.
- Reynum að takmarka heimsóknir á allar starfstöðvar sveitarfélagsins.
- Vinsamlegast notið grímur þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörk.
- Öll íþróttastarfsemi liggur niðri og ÍMS er lokað.
- Starf eldri borgara í Skjólbrekku mun haldast óbreytt en við minnum á persónulegar sóttvarnir.
- Bókasafnið verðu áfram opið með tilheyrandi takmörkunum. Minnt er á persónulegar sóttvarnir.
- Opnunartími gámasvæðis verður óbreyttur og klippikortin verða staðsett á gámasvæðinu en ekki á skrifstofu eins og hefur verið.
- Skólastarf mun haldast óbreytt á morgun mánudaginn 2. nóvember. Verði um breytingar að ræða í framhaldinu verður það tilkynnt eins fljótt og auðið er.
- Leikskólastarf verður með óbreyttu sniði.
MUNUM AÐ VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR.
AÐRAR FR?TTIR
Fréttir / 22. janúar 2021
Fréttir / 19. janúar 2021
Fréttir / 18. janúar 2021
Fréttir / 12. janúar 2021
Fréttir / 21. desember 2020
Fréttir / 13. desember 2020
Fréttir / 14. desember 2020
Fréttir / 14. desember 2020
Fréttir / 12. desember 2020
Fréttir / 9. desember 2020
Fréttir / 8. desember 2020
Fréttir / 7. desember 2020
Fréttir / 3. desember 2020
Fréttir / 27. nóvember 2020
Fréttir / 23. nóvember 2020
Fréttir / 19. nóvember 2020
Fréttir / 19. nóvember 2020