47. fundur haldinn í Sel- hótel Mývatn
28. október 2020 og hófs kl. 09:15
Fundinn sátu:
Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.
Fundargerð ritaði: Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.
Dagskrá:
Fjárhagsáætlun 2021-2024 - 2008025 |
||
Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu vegna fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps 2021-2024. Oddviti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn 25. nóvember næstkomandi. |
||
Samþykkt samhljóða |
||
Samþykkt |
||
2. |
Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023 |
|
Farið yfir aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna COVID-19, sem kynntar voru á fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2020. |
||
Lagt fram |
||
3. |
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Lánasamningur - 2004008 |
|
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sínum 8. apríl s.l. 15 verndar- og viðspyrnuaðgerðir fyrir starfsemi sína. Viðhalds- og framkvæmdaáætlun Skútustaðahrepps samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2020 var þá 122,5 m.kr. Átti að fjármagna framkvæmdirnar með veltufé en ljóst var að miðað við sviðsmyndagreiningu þá gengu þær forsendur ekki upp. Því stóð sveitarstjórn frammi fyrir því að þurfa að taka lán fyrir framkvæmdum ársins sem og fleiri viðspyrnuaðgerðum. Í kjölfarið var tekið langtímalán að upphæð 150 milljónir króna. |
||
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 120 m.kr. í samræmi við skilmála Lánasjóðsins. Því er beint til sveitarstjóra að horfa sérstaklega til "grænna" lánveitinga, enda sveitarfélagið með áherslu á umhverfismál í rekstri sínum. |
||
4. |
Gæðastýring í sauðfjárrækt- eftirlit og úttekt - 2010024 |
|
Landgræðslan og Atvinnu- og nýsköpunarráðurneytið gerðu með sér samning í janúar 2020, í samræmi við 2. Mgr.2.gr. reglurgerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 511/2018, að annast eftirlit og úttekt skv. IV. Kafla reglugerðarinar, á samningstímanum. Með bréfi þessu óskar Landgræðslan eftir upplýsingum og staðfestingu frá sveitarfélaginu Skútustaðahrepp um hvaða dag upprekstur hófst á Austurfjöll og dagsetning smölunar á svæðinu fyrir árið 2020. |
||
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindi Landgræðslunnar. |
||
Samþykkt |
||
5. |
Skýrsla sveitarstjóra - 1611024 |
|
Lagt fram |
||
8. |
Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010 |
|
Fundargerð 20. fundar velferðar- og menningarmálanenfdar dags. 6. október 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum. |
||
Lagt fram |
||
9. |
Samtök orkusveitarfélaga; Aðalfundur 2020 - 2010014 |
|
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn með fjarfundarformi fimmtudaginn 29. október kl. 13:00. |
||
Lagt fram |
||
10. |
Samband íslenskra sveitarféalga landsþing 17. október 2020 - 2010018 |
|
Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga föstudaginn 18. desember 2020. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
Lagt fram |
||
12. |
Upplýsingar um rekstur Vaðlaheiðarganga - 2010026 |
|
Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um rekstur Vaðlaheiðaganga, þ.m.t. skuldir, rekstur og afkomu. |
||
6. |
Umhverfisnefnd Fundargerðir - 1611036 |
|
Fundargerð 16. fundar Umhverfisnefndar. dags 5.október 2020. Fundargerðin er í tveimur liðum |
||
Lagt fram |
||
7. |
Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011 |
|
Lögð fram 20. fundargerð skóla- og félagsmálanefndar dags 21. okt 2020. Fundargerðin er í átta liðum. |
||
Lagt fram |
||
11. |
SSNE - Fundargerðir - 1611006 |
|
Lögð fram fundargerð 14. fundar stjórnar samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dags. 30. september 2020 í fjarfundarbúnaði. Fundargerðin er í liðum. |
||
Lagt fram |
||
Fundi slitið kl. 12:15