Umhverfisverđlaun Skútustađahrepps 2020

 • Fréttir
 • 24. október 2020

Umhverfisverðlaun Skútustaðahrepps voru veitt í fimmta sinn í dag, Fyrsta vetrardag 2020.

Þar sem ekki var hægt að fagna Fyrsta vetrardegi á Slægjufundi voru verðlaunin afhent við óvenjulegar aðstæður, í Vogafjósi að lokinni hamingjugöngu dagsins.

Óskað var eftir tilnefningum um einstaklinga, fyrirtæki, lögbýli eða stofnun sem eru til fyrirmyndar í umhirðu og umgengni síns nærumhverfis. Átta tilnefningar bárust og vill umhverfisnefnd þakka þeim sem sendu inn tilnefningar. Að fengnu áliti umhverfisnefndar sem fékk það vandaverk að rýna fjölbreyttar og mjög frambærilegar tilnefningar, var það niðurstaða sveitarstjórnar að veita verðlaunin Ferðaþjónustunni á Bjargi sem fékk flestar tilnefningar, fyrir metnaðarfulla uppbyggingu á tjaldsvæði.

Umhverfisverðlaun Skútustaðahrepps 2020 hlaut Ferðaþjónustan á Bjargi fyrir snyrtilega og vel hirta lóð og fyrir að vera til fyrirmyndar varðandi viðhald bygginga. Aðstaða fyrir ferðamenn er til fyrirmyndar, vel er hugsað um húsakynni og umhverfi tjaldsvæðisins s.s. bílastæði, slátt á flötum og merkingar. Vandað hefur verið til verka í allri uppbyggingu.

Skútustaðahreppur óskar Sigfúsi Illugasyni til hamingju með verðlaunin og þakkar honum fyrir að setja gott fordæmi í uppbyggingu í ferðaþjónustu.

Auk Ferðaþjónustunnar á Bjargi voru fimm aðilar tilnefndir. Þeim er að sama skapi þakkað sín verðugu verk, óskað til hamingju með tilnefninguna og hvattir til áframhaldandi góðra verka. Hér í stafró

 • Ásdís Illugadóttir og Sigurður Guðbrandsson, Helluhraun 13.  Tilnefnd fyrir snyrtilegt og fallegt umhverfi.
 • Ingi Þór Yngvason. Tilnefndur vegna starfs við meindýra- og vargeyðingu í Mývatnssveit um áratuga skeið.
 • Lára Ingvarsdóttir og Sigurjón Bessi Brynjarsson, Lynghraun 7. Tilnefnd fyrir glæsilegan garð, snyrtilegt umhverfi og vel heppnað viðhald á íbúðarhúsi.
 • Þorlákur Páll Jónsson. Tilnefndur ásamt Landgræðslunni fyrir uppbyggingu í Dimmuborgum, sem er einstaklega vel heppnuð, í sérflokki áfangastaða fyrir glæsileika, aðgengi og aðstöðu alla. Svæðið er til fyrirmyndar og getur tekið á móti miklum fjölda gesta þó að náttúra þess sé viðkvæm. Auk Láka, voru fyrir þetta verkefni tilnefndir Sveinn Runólfsson fyrrverandi landgræðslustjóri og Stefán Skaftason héraðsfulltrúi.
 • Þórdís G Jónsdóttir og Gunnar Rúnar Pétursson Vogum II, bóndabær og heimagisting. Tilnefning fyrir að minnka sóun, endurnýta og endurvinna og leggja þannig sitt á vogarskálarnar í umhverfismálum.

Skútustaðahreppur og umhverfisnefnd óska áðurnefndum innilega til hamingju, með ósk um áframhaldandi gott gengi við að sinna umhverfismálum á fjölbreyttan hátt, á stórum og smáum skala í sveitinni okkar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 12. júlí 2021

Hvernig er hćgt ađ auka vellíđan ?

Fréttir / 21. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 16. júní 2021

Auglýsing um sumarstarf

Fréttir / 9. júní 2021

Hunda- og kattahald í Skútustađahreppi

Fréttir / 2. júní 2021

Frjálsar íţróttir í sumar.

Fréttir / 24. maí 2021

61. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 11. maí 2021

PLOKKHÁTÍĐ 2021

Fréttir / 10. maí 2021

Áform landeigenda og hugmyndir íbúa

Fréttir / 10. maí 2021

60. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 3. maí 2021

Bokashi- experimental project!

Fréttir / 3. maí 2021

Bokashi- Tilraunaverkefni- Vertu međ !

Fréttir / 29. apríl 2021

Nýr skólastjóri í Skútustađahreppi

Nýjustu fréttir

Sumarfrí á hreppsskrifstofu

 • Fréttir
 • 19. júlí 2021

Frćđsluganga

 • Fréttir
 • 1. júlí 2021

Frćđsluganga í Dimmuborgum

 • Fréttir
 • 23. júní 2021

Leikskólinn Ylur

 • Fréttir
 • 10. júní 2021

62. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 7. júní 2021

Takk fyrir hjálpina !

 • Fréttir
 • 2. júní 2021

Auglýsing skipulagslýsingar

 • Fréttir
 • 21. maí 2021